Úrskurðir í safni Pósts og síma 9. febrúar 2007 19:29 Samkvæmt skýrslu Kaldastríðsnefndar Alþingis eru dómsúrskurði um hleranir lögreglu á árunum 1945 til 1991 að finna í skjalasafni Pósts- og Síma sem enn á eftir að fara yfir. Gögnum lögreglu var eytt 1976. Nefndin leggur til að sérstöku safni yfir gögn um öryggismál verði komið á fót. Kaldastríðsnefndin svokallaða var skipuð í lok júní á samræmi við þingsályktun. Kveikjan var umfjöllun síðastliðið vor um sagnfræðilegar rannsóknir á hlerunum kalda stríðsins og kviknaði umræða um að gera opinber gögn um öryggi íslenska ríkisins á þeim tíma aðgengileg fræðimönnum. Páll Hreinsson, lagaprófessor, var skipaður formaður nefndarinnar sem var gert að skila af sér skýrslu og frumvarpi til laga. Niðurstöður voru kynntar síðdegis í dag. Samkvæmt þeim leggur nefndin til að búið verði til sérstakt öryggismálasafn sem geymi viðeigandi skjöl. Einnig verði aðgangur fræðimanna og almennings tryggður. Aðgangur almennings verði þó takmarkaður en fræðimenn fái aðgang að öllum gögnum en beri að fá samþykki hlutaðeigandi aðila áður en persónulegar upplýsingar verði birtar. Í skýrslunni er auk tillagna farið yfir tilvik hlerana sem og verklag og rætt við fjölda fólks vegna þess. Var staðfest að gögnum í vörslu Útlendingaeftirlitsins vegna hlerana var eytt árið 1976. Segir Páll að niðurstaða nefndarinnar styðji það sem þegar hafi komið fram um hleranir í umfjöllun síðan síðasta vor. Í viðtölum hafi komið fram að lögregla hafi aðeins getað hlerað með aðstoð Pósts og síma og þá samkvæmt dómsúrskurði sem Póst- og símamálastjóri hverju sinni áritaði. Afrit þessara úrskurða sé að finna í skjalasafni Pósts og síma. Það hafi verið afhent Þjóðskjalasafni og liggi nú á tugum bretta óyfirfarið. Áætlað sé að það kosti um 20 milljónir íslenskra króna að gera safnið aðgengilegt. Fréttir Innlent Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Samkvæmt skýrslu Kaldastríðsnefndar Alþingis eru dómsúrskurði um hleranir lögreglu á árunum 1945 til 1991 að finna í skjalasafni Pósts- og Síma sem enn á eftir að fara yfir. Gögnum lögreglu var eytt 1976. Nefndin leggur til að sérstöku safni yfir gögn um öryggismál verði komið á fót. Kaldastríðsnefndin svokallaða var skipuð í lok júní á samræmi við þingsályktun. Kveikjan var umfjöllun síðastliðið vor um sagnfræðilegar rannsóknir á hlerunum kalda stríðsins og kviknaði umræða um að gera opinber gögn um öryggi íslenska ríkisins á þeim tíma aðgengileg fræðimönnum. Páll Hreinsson, lagaprófessor, var skipaður formaður nefndarinnar sem var gert að skila af sér skýrslu og frumvarpi til laga. Niðurstöður voru kynntar síðdegis í dag. Samkvæmt þeim leggur nefndin til að búið verði til sérstakt öryggismálasafn sem geymi viðeigandi skjöl. Einnig verði aðgangur fræðimanna og almennings tryggður. Aðgangur almennings verði þó takmarkaður en fræðimenn fái aðgang að öllum gögnum en beri að fá samþykki hlutaðeigandi aðila áður en persónulegar upplýsingar verði birtar. Í skýrslunni er auk tillagna farið yfir tilvik hlerana sem og verklag og rætt við fjölda fólks vegna þess. Var staðfest að gögnum í vörslu Útlendingaeftirlitsins vegna hlerana var eytt árið 1976. Segir Páll að niðurstaða nefndarinnar styðji það sem þegar hafi komið fram um hleranir í umfjöllun síðan síðasta vor. Í viðtölum hafi komið fram að lögregla hafi aðeins getað hlerað með aðstoð Pósts og síma og þá samkvæmt dómsúrskurði sem Póst- og símamálastjóri hverju sinni áritaði. Afrit þessara úrskurða sé að finna í skjalasafni Pósts og síma. Það hafi verið afhent Þjóðskjalasafni og liggi nú á tugum bretta óyfirfarið. Áætlað sé að það kosti um 20 milljónir íslenskra króna að gera safnið aðgengilegt.
Fréttir Innlent Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira