Réttlæti, raunsæi og jöfnuður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 31. desember 2007 00:01 Umræðan Áramótaávarp IÞau tímamót urðu í íslenskum stjórnmálum á árinu að mynduð var ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar. Sú frjálslynda umbótastjórn hefur einsett sér að vinna að kraftmiklu efnahagslífi, öflugri velferðarþjónustu, bættum hag heimilanna og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. IIVið ríkisstjórninni blasti þegar erfitt verkefni: Að bregðast við minnkandi fiskistofnum með þriðjungs niðurskurði þorskkvótans á næsta fiskveiðiári. Þetta var sársaukafull ákvörðun, en það er til marks um styrk íslensks efnahagslífs að þessi ótíðindi kölluðu ekki fram kreppu í þjóðarbúskapnum eins og gerst hefði á árum áður. Áhrif samdráttarins á einstök byggðalög eru engu að síður umtalsverð. Því ákvað ríkisstjórnin að bregðast við af festu með mótvægisaðgerðum sem geta treyst undirstöður byggðar í landinu þegar til framtíðar er litið. Ríkisstjórnin hefur nú þegar hrint í framkvæmd áætlunum um viðamiklar samgöngubætur, markvissa sókn í menntamálum og uppbyggingu fjarskiptaþjónustu. Þetta er grunnþjónusta sem landsbyggðinni er nauðsynleg til að takast á við framtíðina. IIIFramundan eru fleiri krefjandi verkefni, ekki síst að tryggja jafnvægi í efnahagsmálum. Almenn samstaða er í þjóðfélaginu um markmiðið um jafnvægi og áframhaldandi hagsæld. Atvinnulífið og verkalýðshreyfingin gera sér grein fyrir að verðbólga og viðvarandi spenna í efnahags- og atvinnulífi eru engum til góðs. Málflutningur forystumanna samningsaðila við gerð komandi kjarasamninga gefur fyrirheit um að þar verði þessi sjónarmið höfð að leiðarljósi, en einnig leitað leiða til að leiðrétta kjör þeirra sem minnst hafa borið úr býtum á undanförnum árum. Ríkisstjórnin hefur sýnt vilja sinn í verki með ábyrgum fjárlögum og aðrir hafa sýnt vilja til samstarfs á sömu braut. Það er sameiginlegt viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar að hér skapist aðstæður til þess að fara megi saman efnahagslegt jafnvægi, velmegun og aukinn jöfnuður. IVÞess sjást glögg merki víða í samfélaginu að Samfylkingin er orðin burðarstoð í íslenskum stjórnmálum, sem svo margir Íslendingar líta til um framsýna forystu á komandi árum. Flokkurinn situr í ríkisstjórn og er í meirihluta, einn eða með öðrum, í mörgum stærstu sveitarfélögum landsins. Samfylkingin gerir sér grein fyrir ábyrgðinni sem þessu fylgir og mun fylgja orðum eftir með verkum. En flokkurinn tekur ekki við völdum til að viðhalda óbreyttu óstandi. Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa ekki setið auðum höndum. Í utanríkisráðuneytinu er unnið að gagngerri stefnumörkun sem breytt heimsmynd kallar á. Þar verður áfram byggt á traustu samstarfi við lýðræðisþjóðir í nágrenni okkar, en stóraukin áhersla lögð á mannréttindi og þróunarsamvinnu enda löngu kominn tími til að Íslendingar verði ábyrgir gerendur fremur en óvirkir þiggjendur í alþjóðasamstarfi. Samfylkingin hefur lagt megináherslu á velferðarmálin og þá einkum umtalsverðar kjarabætur fyrir lífeyrisþega og öryrkja, aðgerðir í þágu barna og sókn í jafnréttismálum. Þá er hafin löngu tímabær vinna við heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Á næstum mánuðum verður einnig gripið til aðgerða til að tryggja félagsleg úrræði í húsnæðismálum, þar sem staðan er algerlega óviðunandi fyrir ungt fólk og lágtekjuhópa. Í viðskiptaráðuneytinu eru neytenda- og samkeppnismál nú í forgangi og má vænta tillagna frá viðskiptaráðherra um aðgerðir til að auka neytendavernd, samkeppni, gegnsæi og réttlátar leikreglur á markaði. Ábyrgð Íslendinga í umhverfismálum er mikil, bæði innan lands og utan, sem vörslumanna ómetanlegrar náttúru og ábyrgra þátttakenda í alþjóðsamstarfi. Loftslagsmál og vernd verðmætra náttúrusvæða eru mikilvæg verkefni ríkisstjórnarinnar og er afar brýnt að standa þar vörð um hagsmuni komandi kynslóða. Unnið er að stefnumörkun í orkumálum sem byggist á þeirri meginreglu að auðlindir þjóðarinnar skuli vera í almannaeigu og nýtingarréttur einungis framseljanlegur eftir skýrum reglum. Það fellur í hlut samgönguráðherra að hrinda í framkvæmd forgangsverkefnum í samgöngubótum og fjarskiptavæðingu. Þessa mun sjá stað víða um land á næstu misserum enda um að ræða einhver brýnustu viðfangsefni okkar sem einnar þjóðar í einu landi. VMikill meirihluti þeirra verkefna sem getið er um í stjórnarsáttmálanum er þegar kominn á góðan rekspöl. Framundan eru kjarasamningar og verkefni eins og skilgreining á eignarhaldi náttúruauðlinda, mótun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum, endurskoðun landbúnaðarkerfis, úttekt á kvótakerfinu - allt mikilvæg viðfangsefni sem munu hafa afgerandi þýðingu fyrir Ísland framtíðarinnar. En þessi ríkisstjórn var mynduð til að takast á við stór verkefni og ætlar sér að leiða þau til farsællar niðurstöðu. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt styrk sinn í verki og mun ekki víkja sér undan vandasömum verkum. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þakka samfylgd og stuðning á árinu sem nú er á enda.Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Umræðan Áramótaávarp IÞau tímamót urðu í íslenskum stjórnmálum á árinu að mynduð var ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar. Sú frjálslynda umbótastjórn hefur einsett sér að vinna að kraftmiklu efnahagslífi, öflugri velferðarþjónustu, bættum hag heimilanna og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. IIVið ríkisstjórninni blasti þegar erfitt verkefni: Að bregðast við minnkandi fiskistofnum með þriðjungs niðurskurði þorskkvótans á næsta fiskveiðiári. Þetta var sársaukafull ákvörðun, en það er til marks um styrk íslensks efnahagslífs að þessi ótíðindi kölluðu ekki fram kreppu í þjóðarbúskapnum eins og gerst hefði á árum áður. Áhrif samdráttarins á einstök byggðalög eru engu að síður umtalsverð. Því ákvað ríkisstjórnin að bregðast við af festu með mótvægisaðgerðum sem geta treyst undirstöður byggðar í landinu þegar til framtíðar er litið. Ríkisstjórnin hefur nú þegar hrint í framkvæmd áætlunum um viðamiklar samgöngubætur, markvissa sókn í menntamálum og uppbyggingu fjarskiptaþjónustu. Þetta er grunnþjónusta sem landsbyggðinni er nauðsynleg til að takast á við framtíðina. IIIFramundan eru fleiri krefjandi verkefni, ekki síst að tryggja jafnvægi í efnahagsmálum. Almenn samstaða er í þjóðfélaginu um markmiðið um jafnvægi og áframhaldandi hagsæld. Atvinnulífið og verkalýðshreyfingin gera sér grein fyrir að verðbólga og viðvarandi spenna í efnahags- og atvinnulífi eru engum til góðs. Málflutningur forystumanna samningsaðila við gerð komandi kjarasamninga gefur fyrirheit um að þar verði þessi sjónarmið höfð að leiðarljósi, en einnig leitað leiða til að leiðrétta kjör þeirra sem minnst hafa borið úr býtum á undanförnum árum. Ríkisstjórnin hefur sýnt vilja sinn í verki með ábyrgum fjárlögum og aðrir hafa sýnt vilja til samstarfs á sömu braut. Það er sameiginlegt viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar að hér skapist aðstæður til þess að fara megi saman efnahagslegt jafnvægi, velmegun og aukinn jöfnuður. IVÞess sjást glögg merki víða í samfélaginu að Samfylkingin er orðin burðarstoð í íslenskum stjórnmálum, sem svo margir Íslendingar líta til um framsýna forystu á komandi árum. Flokkurinn situr í ríkisstjórn og er í meirihluta, einn eða með öðrum, í mörgum stærstu sveitarfélögum landsins. Samfylkingin gerir sér grein fyrir ábyrgðinni sem þessu fylgir og mun fylgja orðum eftir með verkum. En flokkurinn tekur ekki við völdum til að viðhalda óbreyttu óstandi. Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa ekki setið auðum höndum. Í utanríkisráðuneytinu er unnið að gagngerri stefnumörkun sem breytt heimsmynd kallar á. Þar verður áfram byggt á traustu samstarfi við lýðræðisþjóðir í nágrenni okkar, en stóraukin áhersla lögð á mannréttindi og þróunarsamvinnu enda löngu kominn tími til að Íslendingar verði ábyrgir gerendur fremur en óvirkir þiggjendur í alþjóðasamstarfi. Samfylkingin hefur lagt megináherslu á velferðarmálin og þá einkum umtalsverðar kjarabætur fyrir lífeyrisþega og öryrkja, aðgerðir í þágu barna og sókn í jafnréttismálum. Þá er hafin löngu tímabær vinna við heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Á næstum mánuðum verður einnig gripið til aðgerða til að tryggja félagsleg úrræði í húsnæðismálum, þar sem staðan er algerlega óviðunandi fyrir ungt fólk og lágtekjuhópa. Í viðskiptaráðuneytinu eru neytenda- og samkeppnismál nú í forgangi og má vænta tillagna frá viðskiptaráðherra um aðgerðir til að auka neytendavernd, samkeppni, gegnsæi og réttlátar leikreglur á markaði. Ábyrgð Íslendinga í umhverfismálum er mikil, bæði innan lands og utan, sem vörslumanna ómetanlegrar náttúru og ábyrgra þátttakenda í alþjóðsamstarfi. Loftslagsmál og vernd verðmætra náttúrusvæða eru mikilvæg verkefni ríkisstjórnarinnar og er afar brýnt að standa þar vörð um hagsmuni komandi kynslóða. Unnið er að stefnumörkun í orkumálum sem byggist á þeirri meginreglu að auðlindir þjóðarinnar skuli vera í almannaeigu og nýtingarréttur einungis framseljanlegur eftir skýrum reglum. Það fellur í hlut samgönguráðherra að hrinda í framkvæmd forgangsverkefnum í samgöngubótum og fjarskiptavæðingu. Þessa mun sjá stað víða um land á næstu misserum enda um að ræða einhver brýnustu viðfangsefni okkar sem einnar þjóðar í einu landi. VMikill meirihluti þeirra verkefna sem getið er um í stjórnarsáttmálanum er þegar kominn á góðan rekspöl. Framundan eru kjarasamningar og verkefni eins og skilgreining á eignarhaldi náttúruauðlinda, mótun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum, endurskoðun landbúnaðarkerfis, úttekt á kvótakerfinu - allt mikilvæg viðfangsefni sem munu hafa afgerandi þýðingu fyrir Ísland framtíðarinnar. En þessi ríkisstjórn var mynduð til að takast á við stór verkefni og ætlar sér að leiða þau til farsællar niðurstöðu. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt styrk sinn í verki og mun ekki víkja sér undan vandasömum verkum. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þakka samfylgd og stuðning á árinu sem nú er á enda.Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun