Evrópa í brennidepli Jonas Gahr Støre og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 13. október 2007 00:01 Hröð þróun innan Evrópusambandsins og æ nánara samstarf milli aðildarríkja ESB kallar á að Ísland og Noregur endurnýi, þrói og skerpi stefnu landanna í Evrópumálum. Aðstæður okkar eru áþekkar. Augljós ávinningur er af því að löndin standi saman um ákveðin forgangsmál þar sem við höfum sameiginlegra hagsmuna að gæta. Jafnframt þurfum við að tryggja að fram fari opin umræða með þátttöku sem flestra heima fyrir. Það er engum vafa undirorpið að EES-samningurinn þjónar báðum löndunum vel. Samningurinn tryggir fjölda íslenskra og norskra fyrirtækja stöðug, jöfn og hagfelld samkeppnisskilyrði. EES-samningurinn veitir okkur rétt til að koma að málum snemma í stefnumótunarferlinu innan ESB, en við höfum ekki atkvæðisrétt þegar ákvarðanir eru teknar. Því er brýnt að Ísland og Noregur leiti allra leiða, formlegra og óformlegra, til að afla upplýsinga, koma að málum og hafa áhrif. Ísland og Noregur eru lítil ríki. Því er mikilvægt að raða vandlega í forgang þeim málum sem okkur eru mikilvægust. Leggja ber áherslu á þau svið þar sem við höfum drjúgan skerf fram að færa, þar sem framlag okkar er ótvírætt á vettvangi ESB og þar sem við höfum augljósra hagsmuna að gæta fyrir land og þjóð. Við þurfum að leggja hart að okkur í þessum efnum og vinna saman á markvissan hátt. Brýnt er að Íslendingar og Norðmenn veiti hvorir öðrum öflugan stuðning þegar augjós efni eru til. Þannig eiga vinir að hjálpast að og það er brýnt hagsmunamál beggja. Við munum því, sem utanríkisráðherrar, hittast reglulega til þess að fjalla um EES-mál og önnur Evrópumálefni. Sameiginlegir hagsmunirVinna ESB að mótun nýrrar stefnu í málefnum sjávar er dæmi um hvernig við getum stillt saman strengi þegar Ísland og Noregur hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í tilteknu máli. Framkvæmdastjórn ESB lagði hinn 10. október síðastliðinn fram aðgerðaáætlun sem er mikilvægur áfangi í mótun heildarstefnu ESB í málefnum sjávar og siglinga. Við lögðum áherslu á að koma snemma inn í stefnumótunarferlið innan ESB. Framkvæmdastjórnin viðurkennir að þeir fiskistofnar sem Ísland og Noregur hafa umsjón með séu þeir fiskistofnar sem best er gengið um og eru sterkastir í Evrópu. Við leggjum því áherslu á mikilvægi sjálfbærrar nýtingar auðlinda sjávar á grundvelli rannsóknargagna. Þá var og mikilsvert fyrir okkur að leggja áherslu á hnattrænt eðli stefnunnar í málefnum sjávar og siglinga og þýðingu meginreglna þjóðaréttar eins og hafréttarsamnings SÞ. Baráttan gegn ólöglegum, stjórnlausum og ótilkynntum fiskveiðum er brýn á Íslandi og í Noregi. Við vinnum því með ESB að því að loka evrópskum mörkuðum fyrir slíku veiðifangi. Af hálfu Íslands og Noregs er frumkvæði ESB í málefnum sjávar fagnað. Með reynslu okkar og þekkingu getum við lagt fram drjúgan skerf til hinnar yfirgripsmiklu stefnumörkunar ESB á þessu mikilvæga sviði. Annað dæmi er orku- og loftslagsmál. Reynsla okkar og hæfni á sviði endurnýjanlegrar orku og hreinsitækni getur orðið þarft framlag til stefnumótunar ESB í loftslagsmálum. Skjót upptaka kvótatilskipunar ESB í EES-samninginn færir okkur nær umræðunni innan ESB um loftslagsmál. Ísland og Noregur vinna og ötullega saman að því að leggja sitt af mörkum til félagslegrar og efnahagslegrar uppbyggingar á Evrópska efnahagssvæðinu með aðild að Þróunarsjóði EFTA. Féð rennur til verkefna og aðgerða, meðal annars á sviði umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar og til þess að efla hið borgaralega samfélag í nýjum aðildarríkjum ESB. Evrópuumræða á AlþingiVettvangur stjórnmála á ekki að vera reykfyllt bakherbergi. Á Evrópuþinginu er krafan um gagnsæi og samræðustjórnmál hávær. Við erum þeirrar skoðunar að í þessu felist tækifæri sem fulltrúar á löggjafarþingum landa okkar hafa ekki nýtt sem skyldi. Með því að koma á traustara sambandi við þingmannahópa innan Evrópuþingsins gefst okkur kjörið tækifæri til að miðla upplýsingum um EES-samninginn og krefjandi verkefni honum tengd. Um leið býðst tækifæri til að ræða mikilvæg mál eins og norræna módelið, jafnréttismál og krefjandi verkefni á sviði loftlags- og orkumála. Reglulegar vinnuferðir frá Íslandi og Noregi munu þess utan bæta yfirsýn yfir hagsmuni okkar og vinna að framgangi þeirra gagnvart ESB. Jafnframt verðum við að tryggja að löggjafarþing landa okkar láti EES-málin til sín taka í auknum mæli heima fyrir og að lögð verði meiri áhersla á þau. Þingmenn þurfa að hafa raunverulegt tækifæri til þess að láta skoðun sína í ljós. Noregur hefur tekið upp þann sið í Stórþinginu að gerð sé grein fyrir Evrópu- og EES-málum á hálfs árs fresti. Stórþingið hefur stutt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. Hún felur í sér tæplega eitt hundrað einstakar aðgerðir sem miða að því að Evrópuumræðan fái meira vægi. Utanríkisráðherra Íslands, sem fer með og samræmir samskipti Íslands við ESB, mun gera sérstaklega grein fyrir Evrópu- og EES-málum á Alþingi í vetur, en eitt af markmiðum ríkisstjórnar Íslands er að fram fari aukin og upplýst umræða um samskipti Íslands og ESB. Hingað til hefur þessi skýrsla verið liður í almennri skýrslu um stefnu Íslands í utanríkismálum. Virkjum landsmenn í umræðunniVið viljum bæði leggja okkar af mörkum til að örva virka umræðu um málefni Evrópu alls staðar í samfélaginu. Eigi okkur að takast að blása lífi í og gæta til fulls að samskiptum okkar við ESB verða allir þátttakendur í atvinnulífinu, hagsmunasamtök, stjórnmálaflokkar, háskólasamfélagið og aðrir að vera með. Því hefur Noregur stofnað Þjóðarvettvang um Evrópumál. Utanríkisráðherra Noregs leiðir starfið, en fyrsti fundurinn var haldinn árið 2006. Stefnt er að því að þetta verði vettvangur fyrir skoðanaskipti um stöðu Noregs í Evrópu og samskiptin við ESB. Á Íslandi er verið að stofna nefnd skipaða þingmönnum úr öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi. Nefndin, sem mun m.a. vinna með sérfræðingum og fræðasamfélaginu, skal hafa vökult auga með hagsmunum Íslands á vettvangi ESB og hvetja til upplýstrar umræðu um tengsl Íslands við ESB. Ísland og Noregur eru tvö lönd sem bæði standa utan ESB en alls ekki utan Evrópu. Með aðild okkar að EES-samningnum erum við þátttakendur í Evrópusamrunanum. Við framfylgjum virkri stefnu og erum meðvituð um hagsmuni okkar. Við tökum þátt og virkjum íbúa landa okkar í ferlið og umræðuna. Samstaða eykur okkur kraft.Höfundar eru utanríkisráðherrar Íslands og Noregs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Hröð þróun innan Evrópusambandsins og æ nánara samstarf milli aðildarríkja ESB kallar á að Ísland og Noregur endurnýi, þrói og skerpi stefnu landanna í Evrópumálum. Aðstæður okkar eru áþekkar. Augljós ávinningur er af því að löndin standi saman um ákveðin forgangsmál þar sem við höfum sameiginlegra hagsmuna að gæta. Jafnframt þurfum við að tryggja að fram fari opin umræða með þátttöku sem flestra heima fyrir. Það er engum vafa undirorpið að EES-samningurinn þjónar báðum löndunum vel. Samningurinn tryggir fjölda íslenskra og norskra fyrirtækja stöðug, jöfn og hagfelld samkeppnisskilyrði. EES-samningurinn veitir okkur rétt til að koma að málum snemma í stefnumótunarferlinu innan ESB, en við höfum ekki atkvæðisrétt þegar ákvarðanir eru teknar. Því er brýnt að Ísland og Noregur leiti allra leiða, formlegra og óformlegra, til að afla upplýsinga, koma að málum og hafa áhrif. Ísland og Noregur eru lítil ríki. Því er mikilvægt að raða vandlega í forgang þeim málum sem okkur eru mikilvægust. Leggja ber áherslu á þau svið þar sem við höfum drjúgan skerf fram að færa, þar sem framlag okkar er ótvírætt á vettvangi ESB og þar sem við höfum augljósra hagsmuna að gæta fyrir land og þjóð. Við þurfum að leggja hart að okkur í þessum efnum og vinna saman á markvissan hátt. Brýnt er að Íslendingar og Norðmenn veiti hvorir öðrum öflugan stuðning þegar augjós efni eru til. Þannig eiga vinir að hjálpast að og það er brýnt hagsmunamál beggja. Við munum því, sem utanríkisráðherrar, hittast reglulega til þess að fjalla um EES-mál og önnur Evrópumálefni. Sameiginlegir hagsmunirVinna ESB að mótun nýrrar stefnu í málefnum sjávar er dæmi um hvernig við getum stillt saman strengi þegar Ísland og Noregur hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í tilteknu máli. Framkvæmdastjórn ESB lagði hinn 10. október síðastliðinn fram aðgerðaáætlun sem er mikilvægur áfangi í mótun heildarstefnu ESB í málefnum sjávar og siglinga. Við lögðum áherslu á að koma snemma inn í stefnumótunarferlið innan ESB. Framkvæmdastjórnin viðurkennir að þeir fiskistofnar sem Ísland og Noregur hafa umsjón með séu þeir fiskistofnar sem best er gengið um og eru sterkastir í Evrópu. Við leggjum því áherslu á mikilvægi sjálfbærrar nýtingar auðlinda sjávar á grundvelli rannsóknargagna. Þá var og mikilsvert fyrir okkur að leggja áherslu á hnattrænt eðli stefnunnar í málefnum sjávar og siglinga og þýðingu meginreglna þjóðaréttar eins og hafréttarsamnings SÞ. Baráttan gegn ólöglegum, stjórnlausum og ótilkynntum fiskveiðum er brýn á Íslandi og í Noregi. Við vinnum því með ESB að því að loka evrópskum mörkuðum fyrir slíku veiðifangi. Af hálfu Íslands og Noregs er frumkvæði ESB í málefnum sjávar fagnað. Með reynslu okkar og þekkingu getum við lagt fram drjúgan skerf til hinnar yfirgripsmiklu stefnumörkunar ESB á þessu mikilvæga sviði. Annað dæmi er orku- og loftslagsmál. Reynsla okkar og hæfni á sviði endurnýjanlegrar orku og hreinsitækni getur orðið þarft framlag til stefnumótunar ESB í loftslagsmálum. Skjót upptaka kvótatilskipunar ESB í EES-samninginn færir okkur nær umræðunni innan ESB um loftslagsmál. Ísland og Noregur vinna og ötullega saman að því að leggja sitt af mörkum til félagslegrar og efnahagslegrar uppbyggingar á Evrópska efnahagssvæðinu með aðild að Þróunarsjóði EFTA. Féð rennur til verkefna og aðgerða, meðal annars á sviði umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar og til þess að efla hið borgaralega samfélag í nýjum aðildarríkjum ESB. Evrópuumræða á AlþingiVettvangur stjórnmála á ekki að vera reykfyllt bakherbergi. Á Evrópuþinginu er krafan um gagnsæi og samræðustjórnmál hávær. Við erum þeirrar skoðunar að í þessu felist tækifæri sem fulltrúar á löggjafarþingum landa okkar hafa ekki nýtt sem skyldi. Með því að koma á traustara sambandi við þingmannahópa innan Evrópuþingsins gefst okkur kjörið tækifæri til að miðla upplýsingum um EES-samninginn og krefjandi verkefni honum tengd. Um leið býðst tækifæri til að ræða mikilvæg mál eins og norræna módelið, jafnréttismál og krefjandi verkefni á sviði loftlags- og orkumála. Reglulegar vinnuferðir frá Íslandi og Noregi munu þess utan bæta yfirsýn yfir hagsmuni okkar og vinna að framgangi þeirra gagnvart ESB. Jafnframt verðum við að tryggja að löggjafarþing landa okkar láti EES-málin til sín taka í auknum mæli heima fyrir og að lögð verði meiri áhersla á þau. Þingmenn þurfa að hafa raunverulegt tækifæri til þess að láta skoðun sína í ljós. Noregur hefur tekið upp þann sið í Stórþinginu að gerð sé grein fyrir Evrópu- og EES-málum á hálfs árs fresti. Stórþingið hefur stutt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. Hún felur í sér tæplega eitt hundrað einstakar aðgerðir sem miða að því að Evrópuumræðan fái meira vægi. Utanríkisráðherra Íslands, sem fer með og samræmir samskipti Íslands við ESB, mun gera sérstaklega grein fyrir Evrópu- og EES-málum á Alþingi í vetur, en eitt af markmiðum ríkisstjórnar Íslands er að fram fari aukin og upplýst umræða um samskipti Íslands og ESB. Hingað til hefur þessi skýrsla verið liður í almennri skýrslu um stefnu Íslands í utanríkismálum. Virkjum landsmenn í umræðunniVið viljum bæði leggja okkar af mörkum til að örva virka umræðu um málefni Evrópu alls staðar í samfélaginu. Eigi okkur að takast að blása lífi í og gæta til fulls að samskiptum okkar við ESB verða allir þátttakendur í atvinnulífinu, hagsmunasamtök, stjórnmálaflokkar, háskólasamfélagið og aðrir að vera með. Því hefur Noregur stofnað Þjóðarvettvang um Evrópumál. Utanríkisráðherra Noregs leiðir starfið, en fyrsti fundurinn var haldinn árið 2006. Stefnt er að því að þetta verði vettvangur fyrir skoðanaskipti um stöðu Noregs í Evrópu og samskiptin við ESB. Á Íslandi er verið að stofna nefnd skipaða þingmönnum úr öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi. Nefndin, sem mun m.a. vinna með sérfræðingum og fræðasamfélaginu, skal hafa vökult auga með hagsmunum Íslands á vettvangi ESB og hvetja til upplýstrar umræðu um tengsl Íslands við ESB. Ísland og Noregur eru tvö lönd sem bæði standa utan ESB en alls ekki utan Evrópu. Með aðild okkar að EES-samningnum erum við þátttakendur í Evrópusamrunanum. Við framfylgjum virkri stefnu og erum meðvituð um hagsmuni okkar. Við tökum þátt og virkjum íbúa landa okkar í ferlið og umræðuna. Samstaða eykur okkur kraft.Höfundar eru utanríkisráðherrar Íslands og Noregs.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar