Verslunarmannahelgin og útihátíðir 3. ágúst 2007 05:15 Nú fer í hönd sú helgi sem lengst af hefur verið mesta fylliríishelgi unglinga. Hvernig erum við í stakk búin til að mæta henni? Í ár mun fjöldi ungmenna, allt niður í 13 ára, hópast á útihátíðir án fylgdar fullorðinna. Fleiri mótshaldarar leggja nú áherslu á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og gefa með því í skyn hver æskilegur markhópur er. Fæstar hátíðanna hafa þó ákveðin aldurstakmörk. Með því að setja reglur um aldurstakmark er foreldrum gert auðveldara fyrir að setja börnum sínum mörk. Dæmi eru nefnilega um að börn hafi knúið fram fararleyfi með því að bregðast við banni foreldra sinna á ógnandi hátt. Aðrir foreldrar treysta barni sínu og vonast til að aðstæður verði þeim vinsamlegar.Umræðan um aldurstakmark á skipulagðar útihátíðir er ekki ný af nálinni. Fyrrverandi félagsmálaráðherra tjáði sig um málið á sínum tíma og sagði m.a. að börn yngri en 18 ára ættu ekkert erindi án foreldra sinna eða nákominna fullorðinna á útihátíðir. Í fyrirspurn sem undirrituð lagði fyrir hann á Alþingi í fyrra kom einnig fram í skriflegu svari hans að hann hefði mikinn áhuga á að skoða aldurstakmörk á þessum hátíðum. Nú er málið í höndum nýs félagsmálaráðherra og mun tíminn leiða í ljós hver hennar afstaða er til þessara mála. Mótshaldarar hljóta að bera ábyrgð á því sem fram fer á útihátíðinni. Foreldrar eru ábyrgir fyrir veittu fararleyfi. Fjöldi sjálfboðaliða og grasrótarsamtaka eru ekki ábyrgðaraðilar. Þrotlaust og óeigingjarnt starf þeirra er seint þakkað og oft ekki virt sem skyldi. Dæmi eru um að forvarnahópum sé gert að greiða aðgangseyri inn á svæðið enda þótt erindi þeirra sé einvörðungu að sinna hjálparstarfi. Nú er öldin önnur. Lengi vel var það bara áfengi sem fólki stóð ógn af á þessum útihátíðum. Nú eru það eiturlyf af ýmsu tagi sem ógna ekki síður. Með neyslu þeirra aukast líkur á ofbeldi. Því skal ekki undra að margur sé hugsi yfir útihátíðum á borð við þær sem nú fara víða um helgina. Ef horft er til fyrri ára hefur fréttaflutningur í kjölfar verslunarmannahelgar verið allsérstakur. Þrátt fyrir að nauðganir, ofbeldistilvik og fíkniefnamál hafi komið upp hafa mótshaldarar keppst um að sannfæra almenning um hvað hátíðin hafi farið vel fram, betur en menn þorðu að vona o.s.frv. Viðmiðin virðast greinilega ekki vera þau sömu fyrir og eftir þessa einstæðu helgi.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Sjá meira
Nú fer í hönd sú helgi sem lengst af hefur verið mesta fylliríishelgi unglinga. Hvernig erum við í stakk búin til að mæta henni? Í ár mun fjöldi ungmenna, allt niður í 13 ára, hópast á útihátíðir án fylgdar fullorðinna. Fleiri mótshaldarar leggja nú áherslu á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og gefa með því í skyn hver æskilegur markhópur er. Fæstar hátíðanna hafa þó ákveðin aldurstakmörk. Með því að setja reglur um aldurstakmark er foreldrum gert auðveldara fyrir að setja börnum sínum mörk. Dæmi eru nefnilega um að börn hafi knúið fram fararleyfi með því að bregðast við banni foreldra sinna á ógnandi hátt. Aðrir foreldrar treysta barni sínu og vonast til að aðstæður verði þeim vinsamlegar.Umræðan um aldurstakmark á skipulagðar útihátíðir er ekki ný af nálinni. Fyrrverandi félagsmálaráðherra tjáði sig um málið á sínum tíma og sagði m.a. að börn yngri en 18 ára ættu ekkert erindi án foreldra sinna eða nákominna fullorðinna á útihátíðir. Í fyrirspurn sem undirrituð lagði fyrir hann á Alþingi í fyrra kom einnig fram í skriflegu svari hans að hann hefði mikinn áhuga á að skoða aldurstakmörk á þessum hátíðum. Nú er málið í höndum nýs félagsmálaráðherra og mun tíminn leiða í ljós hver hennar afstaða er til þessara mála. Mótshaldarar hljóta að bera ábyrgð á því sem fram fer á útihátíðinni. Foreldrar eru ábyrgir fyrir veittu fararleyfi. Fjöldi sjálfboðaliða og grasrótarsamtaka eru ekki ábyrgðaraðilar. Þrotlaust og óeigingjarnt starf þeirra er seint þakkað og oft ekki virt sem skyldi. Dæmi eru um að forvarnahópum sé gert að greiða aðgangseyri inn á svæðið enda þótt erindi þeirra sé einvörðungu að sinna hjálparstarfi. Nú er öldin önnur. Lengi vel var það bara áfengi sem fólki stóð ógn af á þessum útihátíðum. Nú eru það eiturlyf af ýmsu tagi sem ógna ekki síður. Með neyslu þeirra aukast líkur á ofbeldi. Því skal ekki undra að margur sé hugsi yfir útihátíðum á borð við þær sem nú fara víða um helgina. Ef horft er til fyrri ára hefur fréttaflutningur í kjölfar verslunarmannahelgar verið allsérstakur. Þrátt fyrir að nauðganir, ofbeldistilvik og fíkniefnamál hafi komið upp hafa mótshaldarar keppst um að sannfæra almenning um hvað hátíðin hafi farið vel fram, betur en menn þorðu að vona o.s.frv. Viðmiðin virðast greinilega ekki vera þau sömu fyrir og eftir þessa einstæðu helgi.Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar