Verslunarmannahelgin og útihátíðir 3. ágúst 2007 05:15 Nú fer í hönd sú helgi sem lengst af hefur verið mesta fylliríishelgi unglinga. Hvernig erum við í stakk búin til að mæta henni? Í ár mun fjöldi ungmenna, allt niður í 13 ára, hópast á útihátíðir án fylgdar fullorðinna. Fleiri mótshaldarar leggja nú áherslu á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og gefa með því í skyn hver æskilegur markhópur er. Fæstar hátíðanna hafa þó ákveðin aldurstakmörk. Með því að setja reglur um aldurstakmark er foreldrum gert auðveldara fyrir að setja börnum sínum mörk. Dæmi eru nefnilega um að börn hafi knúið fram fararleyfi með því að bregðast við banni foreldra sinna á ógnandi hátt. Aðrir foreldrar treysta barni sínu og vonast til að aðstæður verði þeim vinsamlegar.Umræðan um aldurstakmark á skipulagðar útihátíðir er ekki ný af nálinni. Fyrrverandi félagsmálaráðherra tjáði sig um málið á sínum tíma og sagði m.a. að börn yngri en 18 ára ættu ekkert erindi án foreldra sinna eða nákominna fullorðinna á útihátíðir. Í fyrirspurn sem undirrituð lagði fyrir hann á Alþingi í fyrra kom einnig fram í skriflegu svari hans að hann hefði mikinn áhuga á að skoða aldurstakmörk á þessum hátíðum. Nú er málið í höndum nýs félagsmálaráðherra og mun tíminn leiða í ljós hver hennar afstaða er til þessara mála. Mótshaldarar hljóta að bera ábyrgð á því sem fram fer á útihátíðinni. Foreldrar eru ábyrgir fyrir veittu fararleyfi. Fjöldi sjálfboðaliða og grasrótarsamtaka eru ekki ábyrgðaraðilar. Þrotlaust og óeigingjarnt starf þeirra er seint þakkað og oft ekki virt sem skyldi. Dæmi eru um að forvarnahópum sé gert að greiða aðgangseyri inn á svæðið enda þótt erindi þeirra sé einvörðungu að sinna hjálparstarfi. Nú er öldin önnur. Lengi vel var það bara áfengi sem fólki stóð ógn af á þessum útihátíðum. Nú eru það eiturlyf af ýmsu tagi sem ógna ekki síður. Með neyslu þeirra aukast líkur á ofbeldi. Því skal ekki undra að margur sé hugsi yfir útihátíðum á borð við þær sem nú fara víða um helgina. Ef horft er til fyrri ára hefur fréttaflutningur í kjölfar verslunarmannahelgar verið allsérstakur. Þrátt fyrir að nauðganir, ofbeldistilvik og fíkniefnamál hafi komið upp hafa mótshaldarar keppst um að sannfæra almenning um hvað hátíðin hafi farið vel fram, betur en menn þorðu að vona o.s.frv. Viðmiðin virðast greinilega ekki vera þau sömu fyrir og eftir þessa einstæðu helgi.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer í hönd sú helgi sem lengst af hefur verið mesta fylliríishelgi unglinga. Hvernig erum við í stakk búin til að mæta henni? Í ár mun fjöldi ungmenna, allt niður í 13 ára, hópast á útihátíðir án fylgdar fullorðinna. Fleiri mótshaldarar leggja nú áherslu á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og gefa með því í skyn hver æskilegur markhópur er. Fæstar hátíðanna hafa þó ákveðin aldurstakmörk. Með því að setja reglur um aldurstakmark er foreldrum gert auðveldara fyrir að setja börnum sínum mörk. Dæmi eru nefnilega um að börn hafi knúið fram fararleyfi með því að bregðast við banni foreldra sinna á ógnandi hátt. Aðrir foreldrar treysta barni sínu og vonast til að aðstæður verði þeim vinsamlegar.Umræðan um aldurstakmark á skipulagðar útihátíðir er ekki ný af nálinni. Fyrrverandi félagsmálaráðherra tjáði sig um málið á sínum tíma og sagði m.a. að börn yngri en 18 ára ættu ekkert erindi án foreldra sinna eða nákominna fullorðinna á útihátíðir. Í fyrirspurn sem undirrituð lagði fyrir hann á Alþingi í fyrra kom einnig fram í skriflegu svari hans að hann hefði mikinn áhuga á að skoða aldurstakmörk á þessum hátíðum. Nú er málið í höndum nýs félagsmálaráðherra og mun tíminn leiða í ljós hver hennar afstaða er til þessara mála. Mótshaldarar hljóta að bera ábyrgð á því sem fram fer á útihátíðinni. Foreldrar eru ábyrgir fyrir veittu fararleyfi. Fjöldi sjálfboðaliða og grasrótarsamtaka eru ekki ábyrgðaraðilar. Þrotlaust og óeigingjarnt starf þeirra er seint þakkað og oft ekki virt sem skyldi. Dæmi eru um að forvarnahópum sé gert að greiða aðgangseyri inn á svæðið enda þótt erindi þeirra sé einvörðungu að sinna hjálparstarfi. Nú er öldin önnur. Lengi vel var það bara áfengi sem fólki stóð ógn af á þessum útihátíðum. Nú eru það eiturlyf af ýmsu tagi sem ógna ekki síður. Með neyslu þeirra aukast líkur á ofbeldi. Því skal ekki undra að margur sé hugsi yfir útihátíðum á borð við þær sem nú fara víða um helgina. Ef horft er til fyrri ára hefur fréttaflutningur í kjölfar verslunarmannahelgar verið allsérstakur. Þrátt fyrir að nauðganir, ofbeldistilvik og fíkniefnamál hafi komið upp hafa mótshaldarar keppst um að sannfæra almenning um hvað hátíðin hafi farið vel fram, betur en menn þorðu að vona o.s.frv. Viðmiðin virðast greinilega ekki vera þau sömu fyrir og eftir þessa einstæðu helgi.Höfundur er sálfræðingur.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun