Einkavæðing fyrir hvern? 4. júlí 2007 06:00 Geysir Green Energy hafa eignast tæp 44 prósent í Hitaveitu Suðurnesja með kaupum á hlut ríkisins og sveitarfélaganna Vestmannaeyja, Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs, Árborgar og Kópavogs. Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa enn ekki selt og óvíst hverjar fyrirætlanir þessara sveitarfélaga eru. Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Geysis Green Energy sagði í viðtali við RÚV að kaup fyrirtækisins væru ekki einkavæðing heldur markaðsvæðing og virk samkeppni ætti að skila lægra verði til neytenda. En hver er reynslan af bylgju markaðsvæðingar á undanförnum árum? Ríkisbankarnir voru seldir og hefur útibúum fækkað auk þess sem þjónustugjöld og vextir hafa hækkað. Síminn var seldur og ein af fyrstu ákvörðunum nýrra eigenda var m.a. að stórminnka þjónustuna úti á landi auk þess sem íbúar á landsbyggðinni borga meira fyrir verri þjónustu. Á Íslandi er engin samkeppni á orkumarkaði og hafa ný lög ekki breytt neinu þar um. Sú virðist einnig vera raunin í nágrannalöndum okkar, þar sem töluvert fleiri búa. Nýleg skýrsla í Svíþjóð sýnir svart á hvítu að markaðsvæðing orkufyrirtækja hefur ekki skilað neytendum neinu. Þvert á móti eru það orkufyrirtækin sem enn eru í opinberri eigu sem bjóða lægsta verðið, að jafnaði 24 prósentum lægra. Um leið skila þau mjög ásættanlegum hagnaði til eigenda sinna, sem eru íbúar viðkomandi sveitarfélaga. Geysir Green Energy er búið að leggja 22,5 milljarða í kaup á Hitaveitu Suðurnesja og einhvern veginn þurfa þeir að ná inn þeim peningum. Líkurnar á samkeppni frá öðrum löndum, s.s. með flutningi rafmagns frá Evrópu um sæstreng eru engar. Því má ætla að viðskiptavinir Hitaveitu Suðurnesja, íbúar sveitarfélaganna sem seldu, eigi eftir að borga þann brúsa með einum eða öðrum hætti áður en yfir lýkur. Einkavæðing eða markaðsvæðing mun því enn á ný sanna gildi sitt fyrir fjármagnseigendur. Við, neytendur sitjum hins vegar eftir með sárt ennið. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Geysir Green Energy hafa eignast tæp 44 prósent í Hitaveitu Suðurnesja með kaupum á hlut ríkisins og sveitarfélaganna Vestmannaeyja, Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs, Árborgar og Kópavogs. Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa enn ekki selt og óvíst hverjar fyrirætlanir þessara sveitarfélaga eru. Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Geysis Green Energy sagði í viðtali við RÚV að kaup fyrirtækisins væru ekki einkavæðing heldur markaðsvæðing og virk samkeppni ætti að skila lægra verði til neytenda. En hver er reynslan af bylgju markaðsvæðingar á undanförnum árum? Ríkisbankarnir voru seldir og hefur útibúum fækkað auk þess sem þjónustugjöld og vextir hafa hækkað. Síminn var seldur og ein af fyrstu ákvörðunum nýrra eigenda var m.a. að stórminnka þjónustuna úti á landi auk þess sem íbúar á landsbyggðinni borga meira fyrir verri þjónustu. Á Íslandi er engin samkeppni á orkumarkaði og hafa ný lög ekki breytt neinu þar um. Sú virðist einnig vera raunin í nágrannalöndum okkar, þar sem töluvert fleiri búa. Nýleg skýrsla í Svíþjóð sýnir svart á hvítu að markaðsvæðing orkufyrirtækja hefur ekki skilað neytendum neinu. Þvert á móti eru það orkufyrirtækin sem enn eru í opinberri eigu sem bjóða lægsta verðið, að jafnaði 24 prósentum lægra. Um leið skila þau mjög ásættanlegum hagnaði til eigenda sinna, sem eru íbúar viðkomandi sveitarfélaga. Geysir Green Energy er búið að leggja 22,5 milljarða í kaup á Hitaveitu Suðurnesja og einhvern veginn þurfa þeir að ná inn þeim peningum. Líkurnar á samkeppni frá öðrum löndum, s.s. með flutningi rafmagns frá Evrópu um sæstreng eru engar. Því má ætla að viðskiptavinir Hitaveitu Suðurnesja, íbúar sveitarfélaganna sem seldu, eigi eftir að borga þann brúsa með einum eða öðrum hætti áður en yfir lýkur. Einkavæðing eða markaðsvæðing mun því enn á ný sanna gildi sitt fyrir fjármagnseigendur. Við, neytendur sitjum hins vegar eftir með sárt ennið. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun