Einkavæðing fyrir hvern? 4. júlí 2007 06:00 Geysir Green Energy hafa eignast tæp 44 prósent í Hitaveitu Suðurnesja með kaupum á hlut ríkisins og sveitarfélaganna Vestmannaeyja, Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs, Árborgar og Kópavogs. Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa enn ekki selt og óvíst hverjar fyrirætlanir þessara sveitarfélaga eru. Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Geysis Green Energy sagði í viðtali við RÚV að kaup fyrirtækisins væru ekki einkavæðing heldur markaðsvæðing og virk samkeppni ætti að skila lægra verði til neytenda. En hver er reynslan af bylgju markaðsvæðingar á undanförnum árum? Ríkisbankarnir voru seldir og hefur útibúum fækkað auk þess sem þjónustugjöld og vextir hafa hækkað. Síminn var seldur og ein af fyrstu ákvörðunum nýrra eigenda var m.a. að stórminnka þjónustuna úti á landi auk þess sem íbúar á landsbyggðinni borga meira fyrir verri þjónustu. Á Íslandi er engin samkeppni á orkumarkaði og hafa ný lög ekki breytt neinu þar um. Sú virðist einnig vera raunin í nágrannalöndum okkar, þar sem töluvert fleiri búa. Nýleg skýrsla í Svíþjóð sýnir svart á hvítu að markaðsvæðing orkufyrirtækja hefur ekki skilað neytendum neinu. Þvert á móti eru það orkufyrirtækin sem enn eru í opinberri eigu sem bjóða lægsta verðið, að jafnaði 24 prósentum lægra. Um leið skila þau mjög ásættanlegum hagnaði til eigenda sinna, sem eru íbúar viðkomandi sveitarfélaga. Geysir Green Energy er búið að leggja 22,5 milljarða í kaup á Hitaveitu Suðurnesja og einhvern veginn þurfa þeir að ná inn þeim peningum. Líkurnar á samkeppni frá öðrum löndum, s.s. með flutningi rafmagns frá Evrópu um sæstreng eru engar. Því má ætla að viðskiptavinir Hitaveitu Suðurnesja, íbúar sveitarfélaganna sem seldu, eigi eftir að borga þann brúsa með einum eða öðrum hætti áður en yfir lýkur. Einkavæðing eða markaðsvæðing mun því enn á ný sanna gildi sitt fyrir fjármagnseigendur. Við, neytendur sitjum hins vegar eftir með sárt ennið. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Geysir Green Energy hafa eignast tæp 44 prósent í Hitaveitu Suðurnesja með kaupum á hlut ríkisins og sveitarfélaganna Vestmannaeyja, Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs, Árborgar og Kópavogs. Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa enn ekki selt og óvíst hverjar fyrirætlanir þessara sveitarfélaga eru. Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Geysis Green Energy sagði í viðtali við RÚV að kaup fyrirtækisins væru ekki einkavæðing heldur markaðsvæðing og virk samkeppni ætti að skila lægra verði til neytenda. En hver er reynslan af bylgju markaðsvæðingar á undanförnum árum? Ríkisbankarnir voru seldir og hefur útibúum fækkað auk þess sem þjónustugjöld og vextir hafa hækkað. Síminn var seldur og ein af fyrstu ákvörðunum nýrra eigenda var m.a. að stórminnka þjónustuna úti á landi auk þess sem íbúar á landsbyggðinni borga meira fyrir verri þjónustu. Á Íslandi er engin samkeppni á orkumarkaði og hafa ný lög ekki breytt neinu þar um. Sú virðist einnig vera raunin í nágrannalöndum okkar, þar sem töluvert fleiri búa. Nýleg skýrsla í Svíþjóð sýnir svart á hvítu að markaðsvæðing orkufyrirtækja hefur ekki skilað neytendum neinu. Þvert á móti eru það orkufyrirtækin sem enn eru í opinberri eigu sem bjóða lægsta verðið, að jafnaði 24 prósentum lægra. Um leið skila þau mjög ásættanlegum hagnaði til eigenda sinna, sem eru íbúar viðkomandi sveitarfélaga. Geysir Green Energy er búið að leggja 22,5 milljarða í kaup á Hitaveitu Suðurnesja og einhvern veginn þurfa þeir að ná inn þeim peningum. Líkurnar á samkeppni frá öðrum löndum, s.s. með flutningi rafmagns frá Evrópu um sæstreng eru engar. Því má ætla að viðskiptavinir Hitaveitu Suðurnesja, íbúar sveitarfélaganna sem seldu, eigi eftir að borga þann brúsa með einum eða öðrum hætti áður en yfir lýkur. Einkavæðing eða markaðsvæðing mun því enn á ný sanna gildi sitt fyrir fjármagnseigendur. Við, neytendur sitjum hins vegar eftir með sárt ennið. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar