Vísindastefna meðalmennskunnar? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 24. janúar 2007 05:00 Vísindin efla alla dáð“ er ritað á vegginn fyrir ofan dyrnar að Hátíðarsal Háskóla Íslands. Flestir kunna hendinguna en fæstir líklega kvæðið allt eftir Jónas. Í því segir líka: „...tífaldar þakkir ber færa þeim, sem að guðdómseldinn skæra, vakið og glatt og verndað fá...“ Það er óhætt að segja að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hafi verið færðar tífaldar þakkir fyrir að lofa Háskóla Íslands stórauknum fjárframlögum til rannsókna á næstu árum. Framlögum sem eiga að gefa skólanum kraftinn sem hann þarf til að lyfta sér til flugs áður en haldið verður uppá aldarafmæli hans. Og vissulega þurfti HÍ á stórauknum fjárframlögum að halda. Það hefur hann þurft í a.m.k. 15 ár; framlögum til kennslu og uppbyggingar í skóla þar sem nemendum hefur fjölgað gríðarlega, nýjar námsgreinar hafa verið teknar til kennslu og æ fleiri kjósa að bæta framhaldsnámi ofan á hina hefðbundnu fyrstu háskólagráðu. Það hefur lengi legið fyrir. Á það hefur ítrekað verið bent af stjórnmálamönnum og háskólafólki við litlar undirtektir stjórnvalda. Því var það óneitanlega fréttnæmt þegar menntamálaráðherra ákvað að styðja HÍ sérstaklega á sviði vísindarannsókna. En sú ráðstöfun er ekki eins rakin og frábær og hún ef til vill virðist vera við fyrstu sýn. Hún gengur nefnilega þvert á stefnumótun og uppbyggingu stjórnvalda á undanförnum árum. Sú þróun hefur m.a. getið af sér Háskólann í Reykjavík, á Bifröst og Listaháskóla Íslands. En hvert er vandamálið, gæti einhver spurt? Vandinn er að fjármagn til vísindarannsókna er best að setja í svokallaða samkeppnissjóði, sem stýrt er af fagnefndum. Vísindamenn hafa þá allir – sama við hvaða háskóla eða stofnun þeir starfa – sömu tækifæri til þess að sækja fé til rannsókna og þurfa jafnframt allir að undirgangast jafningjamat (peer review). Þetta á við á öllum sviðum vísinda, jafn raunvísinda sem hugvísinda. Ráðstöfun Þorgerðar Katrínar skekkir þessa mynd hins vegar verulega og er í raun óskiljanleg í ljósi þróunarinnar á háskólastigi og í vísindasamfélaginu. Með því að nýta ekki ótvíræða kosti samkeppnissjóðanna er menntamálaráðherra ekki að velja leiðina sem hámarkar samfélagsleg og efnahagsleg áhrif vísindarannsókna. Hún virðist hins vegar hafa ákveðið að feta veg meðalmennskunnar. Það er miður. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Vísindin efla alla dáð“ er ritað á vegginn fyrir ofan dyrnar að Hátíðarsal Háskóla Íslands. Flestir kunna hendinguna en fæstir líklega kvæðið allt eftir Jónas. Í því segir líka: „...tífaldar þakkir ber færa þeim, sem að guðdómseldinn skæra, vakið og glatt og verndað fá...“ Það er óhætt að segja að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hafi verið færðar tífaldar þakkir fyrir að lofa Háskóla Íslands stórauknum fjárframlögum til rannsókna á næstu árum. Framlögum sem eiga að gefa skólanum kraftinn sem hann þarf til að lyfta sér til flugs áður en haldið verður uppá aldarafmæli hans. Og vissulega þurfti HÍ á stórauknum fjárframlögum að halda. Það hefur hann þurft í a.m.k. 15 ár; framlögum til kennslu og uppbyggingar í skóla þar sem nemendum hefur fjölgað gríðarlega, nýjar námsgreinar hafa verið teknar til kennslu og æ fleiri kjósa að bæta framhaldsnámi ofan á hina hefðbundnu fyrstu háskólagráðu. Það hefur lengi legið fyrir. Á það hefur ítrekað verið bent af stjórnmálamönnum og háskólafólki við litlar undirtektir stjórnvalda. Því var það óneitanlega fréttnæmt þegar menntamálaráðherra ákvað að styðja HÍ sérstaklega á sviði vísindarannsókna. En sú ráðstöfun er ekki eins rakin og frábær og hún ef til vill virðist vera við fyrstu sýn. Hún gengur nefnilega þvert á stefnumótun og uppbyggingu stjórnvalda á undanförnum árum. Sú þróun hefur m.a. getið af sér Háskólann í Reykjavík, á Bifröst og Listaháskóla Íslands. En hvert er vandamálið, gæti einhver spurt? Vandinn er að fjármagn til vísindarannsókna er best að setja í svokallaða samkeppnissjóði, sem stýrt er af fagnefndum. Vísindamenn hafa þá allir – sama við hvaða háskóla eða stofnun þeir starfa – sömu tækifæri til þess að sækja fé til rannsókna og þurfa jafnframt allir að undirgangast jafningjamat (peer review). Þetta á við á öllum sviðum vísinda, jafn raunvísinda sem hugvísinda. Ráðstöfun Þorgerðar Katrínar skekkir þessa mynd hins vegar verulega og er í raun óskiljanleg í ljósi þróunarinnar á háskólastigi og í vísindasamfélaginu. Með því að nýta ekki ótvíræða kosti samkeppnissjóðanna er menntamálaráðherra ekki að velja leiðina sem hámarkar samfélagsleg og efnahagsleg áhrif vísindarannsókna. Hún virðist hins vegar hafa ákveðið að feta veg meðalmennskunnar. Það er miður. Höfundur er alþingismaður.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun