Vísindastefna meðalmennskunnar? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 24. janúar 2007 05:00 Vísindin efla alla dáð“ er ritað á vegginn fyrir ofan dyrnar að Hátíðarsal Háskóla Íslands. Flestir kunna hendinguna en fæstir líklega kvæðið allt eftir Jónas. Í því segir líka: „...tífaldar þakkir ber færa þeim, sem að guðdómseldinn skæra, vakið og glatt og verndað fá...“ Það er óhætt að segja að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hafi verið færðar tífaldar þakkir fyrir að lofa Háskóla Íslands stórauknum fjárframlögum til rannsókna á næstu árum. Framlögum sem eiga að gefa skólanum kraftinn sem hann þarf til að lyfta sér til flugs áður en haldið verður uppá aldarafmæli hans. Og vissulega þurfti HÍ á stórauknum fjárframlögum að halda. Það hefur hann þurft í a.m.k. 15 ár; framlögum til kennslu og uppbyggingar í skóla þar sem nemendum hefur fjölgað gríðarlega, nýjar námsgreinar hafa verið teknar til kennslu og æ fleiri kjósa að bæta framhaldsnámi ofan á hina hefðbundnu fyrstu háskólagráðu. Það hefur lengi legið fyrir. Á það hefur ítrekað verið bent af stjórnmálamönnum og háskólafólki við litlar undirtektir stjórnvalda. Því var það óneitanlega fréttnæmt þegar menntamálaráðherra ákvað að styðja HÍ sérstaklega á sviði vísindarannsókna. En sú ráðstöfun er ekki eins rakin og frábær og hún ef til vill virðist vera við fyrstu sýn. Hún gengur nefnilega þvert á stefnumótun og uppbyggingu stjórnvalda á undanförnum árum. Sú þróun hefur m.a. getið af sér Háskólann í Reykjavík, á Bifröst og Listaháskóla Íslands. En hvert er vandamálið, gæti einhver spurt? Vandinn er að fjármagn til vísindarannsókna er best að setja í svokallaða samkeppnissjóði, sem stýrt er af fagnefndum. Vísindamenn hafa þá allir – sama við hvaða háskóla eða stofnun þeir starfa – sömu tækifæri til þess að sækja fé til rannsókna og þurfa jafnframt allir að undirgangast jafningjamat (peer review). Þetta á við á öllum sviðum vísinda, jafn raunvísinda sem hugvísinda. Ráðstöfun Þorgerðar Katrínar skekkir þessa mynd hins vegar verulega og er í raun óskiljanleg í ljósi þróunarinnar á háskólastigi og í vísindasamfélaginu. Með því að nýta ekki ótvíræða kosti samkeppnissjóðanna er menntamálaráðherra ekki að velja leiðina sem hámarkar samfélagsleg og efnahagsleg áhrif vísindarannsókna. Hún virðist hins vegar hafa ákveðið að feta veg meðalmennskunnar. Það er miður. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Vísindin efla alla dáð“ er ritað á vegginn fyrir ofan dyrnar að Hátíðarsal Háskóla Íslands. Flestir kunna hendinguna en fæstir líklega kvæðið allt eftir Jónas. Í því segir líka: „...tífaldar þakkir ber færa þeim, sem að guðdómseldinn skæra, vakið og glatt og verndað fá...“ Það er óhætt að segja að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hafi verið færðar tífaldar þakkir fyrir að lofa Háskóla Íslands stórauknum fjárframlögum til rannsókna á næstu árum. Framlögum sem eiga að gefa skólanum kraftinn sem hann þarf til að lyfta sér til flugs áður en haldið verður uppá aldarafmæli hans. Og vissulega þurfti HÍ á stórauknum fjárframlögum að halda. Það hefur hann þurft í a.m.k. 15 ár; framlögum til kennslu og uppbyggingar í skóla þar sem nemendum hefur fjölgað gríðarlega, nýjar námsgreinar hafa verið teknar til kennslu og æ fleiri kjósa að bæta framhaldsnámi ofan á hina hefðbundnu fyrstu háskólagráðu. Það hefur lengi legið fyrir. Á það hefur ítrekað verið bent af stjórnmálamönnum og háskólafólki við litlar undirtektir stjórnvalda. Því var það óneitanlega fréttnæmt þegar menntamálaráðherra ákvað að styðja HÍ sérstaklega á sviði vísindarannsókna. En sú ráðstöfun er ekki eins rakin og frábær og hún ef til vill virðist vera við fyrstu sýn. Hún gengur nefnilega þvert á stefnumótun og uppbyggingu stjórnvalda á undanförnum árum. Sú þróun hefur m.a. getið af sér Háskólann í Reykjavík, á Bifröst og Listaháskóla Íslands. En hvert er vandamálið, gæti einhver spurt? Vandinn er að fjármagn til vísindarannsókna er best að setja í svokallaða samkeppnissjóði, sem stýrt er af fagnefndum. Vísindamenn hafa þá allir – sama við hvaða háskóla eða stofnun þeir starfa – sömu tækifæri til þess að sækja fé til rannsókna og þurfa jafnframt allir að undirgangast jafningjamat (peer review). Þetta á við á öllum sviðum vísinda, jafn raunvísinda sem hugvísinda. Ráðstöfun Þorgerðar Katrínar skekkir þessa mynd hins vegar verulega og er í raun óskiljanleg í ljósi þróunarinnar á háskólastigi og í vísindasamfélaginu. Með því að nýta ekki ótvíræða kosti samkeppnissjóðanna er menntamálaráðherra ekki að velja leiðina sem hámarkar samfélagsleg og efnahagsleg áhrif vísindarannsókna. Hún virðist hins vegar hafa ákveðið að feta veg meðalmennskunnar. Það er miður. Höfundur er alþingismaður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun