Körfubolti

Lakers lagði Houston

Lamar Odom og Kobe Bryant hjá LA Lakers leggja hér á ráðin í leik á dögunum, en sá fyrrnefndi verður nú frá keppni í nokkrar vikur
Lamar Odom og Kobe Bryant hjá LA Lakers leggja hér á ráðin í leik á dögunum, en sá fyrrnefndi verður nú frá keppni í nokkrar vikur NordicPhotos/GettyImages

LA Lakers vann góðan útisigur á Houston Rockets í NBA deildinni í nótt 102-94, en bæði lið voru án lykilmanna. Houston var án Tracy McGrady sem verður frá um óákveðinn tíma vegna bakmeiðsla, en Lamar Odom meiddist á hné hjá Lakers og verður líklega frá í um mánuð. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers en Yao Ming var með 26 fyrir Houston.

Denver vann sigur á Atlanta 100-87 með 26 stigum frá Carmelo Anthony, en Josh Smith skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta.

Milwaukee lagði Seattle á heimavelli 94-93 þar sem Michael Redd skoraði 22 stig fyrir heimamenn og Ruben Patterson 21 stig, en Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Seattle.

Loks vann Golden State sigur á Sacramento 126-113. Matt Barnes skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst fyrir Golden State, Mickael Pietrus skoraði 21 stig, Andris Biedrins skoraði 20 stig og hirti 14 fráköst og hitti öllum skotum sínum í leiknum - 7-7 utan af velli og 6-6 á vítalínu. Kevin Martin skoraði 32 stig fyrir Sacramento og Ron Artest 22 stig.

Rétt er að minna á að sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá leik Seattle og Cleveland á föstudagskvöldið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×