Körfubolti

Spánverjar í úrslit

Pau Gasol var stigahæstur í liði Spánverja en meiddist á ökkla undir lokin og óvíst er um þáttöku hans í úrslitaleiknum á sunnudag
Pau Gasol var stigahæstur í liði Spánverja en meiddist á ökkla undir lokin og óvíst er um þáttöku hans í úrslitaleiknum á sunnudag NordicPhotos/GettyImages

Það verða Spánverjar og Grikkir sem leika til úrslita á HM í körfubolta eftir að liðið vann nauman sigur á Ólympíumeisturum Argentínu í undanúrslitunum í dag 75-74. Leikurinn var í járnum allan tímann, en spænska liðið náði að landa naumum sigri á lokasekúndunum þrátt fyrir að vera án Pau Gasol sem meiddist á ökkla í lokin.

Pau Gasol og Jorge Garbajosa voru stigahæstir í spænska liðinu með 19 stig og Sergio Rodriguez skoraði 14 stig. Manu Ginobili var stigahæstur í liði Argentínu með 21 stig og Andres Nocioni skoraði 15 stig.

Það verða því Grikkir og Spánverjar sem leika til úrslita á HM á sunnudaginn, en Bandaríkjamenn og Argentínumenn leika um bronsið á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×