Grikkir lögðu Bandaríkjamenn 1. september 2006 11:55 Grikkir dönsuðu stríðsdans á vellinum eftir sigurinn á Bandaríkjamönnum, sem flestir gengu beint til búningsherbergja í stað þess að óska andstæðingum sínum til hamingju með sætið í úrslitunum NordicPhotos/GettyImages Evrópumeistarar Grikkja gerðu sér lítið fyrir og lögðu Bandaríkjamenn 101-95 á HM í körfubolta sem fram fer í Japan og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Bandaríkjamenn áttu ekkert svar við einföldum en árangursríkum sóknarleik gríska liðsins, sem nýtti 63% skota sinna í leiknum og því verða Bandaríkjamenn í besta falli að sætta sig við bronsverðlaun á mótinu líkt og á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði Bandaríkjanna með 27 stig, Dwyane Wade skoraði 19 stig og LeBron James skoraði 17. Bandaríkjamenn hittu aðeins úr 32% þriggja stiga skota sinna og 59% vítaskota sinna. Bandaríska liðið hafði 12 stiga forstu í öðrum leikhluta, en þá tóku Evrópumeistararnir góða rispu og komust 14 stigum yfir í þriðja leikhluta. Bandaríkjamenn náðu mest að minnka muninn í 95-91 þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum, en lengra komust þeir ekki. Þetta er þriðja stórmótið í röð sem liðið nær ekki að vinna síðan það vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum um aldamótin - og enn ein vonbrigðin fyrir bandaríska liðið. Vassilis Sanoulis, sem er á leið til liðs við Houston Rockets í NBA, skoraði 22 stig fyrir Grikki, Mihalis Kakiouzis skoraði 15 stig og Sofoklis Schortsiantis, sem kallaður er "Litli-Shaq", skoraði 14 stig. "Góðir leikmenn vinna stóru leikina. Við spiluðum mjög vel í dag," sagði bakvörðurinn Thaodoros Papaloukas í liði Grikkja, sem var valinn verðmætasti leikmaður Evrópumótsins og var með 12 stoðsendingar í leiknum í dag.. "Strákarnir eru í rusli yfir þessu tapi og sem betur fer fá þeir strax leik á morgun til að rétta úr kútnum, í stað þess að þurfa að bíða fram á sunnudag," sagði Jerry Colangelo, framkvæmdastjóri bandaríska liðsins. "Við komum hingað til að ná í gullið, en nú verðum við bara að þjappa okkur saman og gera okkur klára fyrir næsta verkefni." "Körfubolti snýst um annað og meira en að rekja boltann og skjóta," sagði Panagiotis Yannakis, þjálfari Grikkja, sem fékk sérstakt hamingjuóskasímtal frá forsætisráðherranum Costas Karamanlis eftir leikinn. En þjálfarinn var þar augljóslega að senda Bandaríkjamönnunum litla pillu með orðum sínum. Grikkir mæta því annað hvort Argentínu eða Spáni í úrslitaleik mótsins á sunnudag, en Bandaríkjamenn mæta tapliðinu úr þeim leik í viðureigninni um bronsið á morgun. Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Evrópumeistarar Grikkja gerðu sér lítið fyrir og lögðu Bandaríkjamenn 101-95 á HM í körfubolta sem fram fer í Japan og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Bandaríkjamenn áttu ekkert svar við einföldum en árangursríkum sóknarleik gríska liðsins, sem nýtti 63% skota sinna í leiknum og því verða Bandaríkjamenn í besta falli að sætta sig við bronsverðlaun á mótinu líkt og á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði Bandaríkjanna með 27 stig, Dwyane Wade skoraði 19 stig og LeBron James skoraði 17. Bandaríkjamenn hittu aðeins úr 32% þriggja stiga skota sinna og 59% vítaskota sinna. Bandaríska liðið hafði 12 stiga forstu í öðrum leikhluta, en þá tóku Evrópumeistararnir góða rispu og komust 14 stigum yfir í þriðja leikhluta. Bandaríkjamenn náðu mest að minnka muninn í 95-91 þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum, en lengra komust þeir ekki. Þetta er þriðja stórmótið í röð sem liðið nær ekki að vinna síðan það vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum um aldamótin - og enn ein vonbrigðin fyrir bandaríska liðið. Vassilis Sanoulis, sem er á leið til liðs við Houston Rockets í NBA, skoraði 22 stig fyrir Grikki, Mihalis Kakiouzis skoraði 15 stig og Sofoklis Schortsiantis, sem kallaður er "Litli-Shaq", skoraði 14 stig. "Góðir leikmenn vinna stóru leikina. Við spiluðum mjög vel í dag," sagði bakvörðurinn Thaodoros Papaloukas í liði Grikkja, sem var valinn verðmætasti leikmaður Evrópumótsins og var með 12 stoðsendingar í leiknum í dag.. "Strákarnir eru í rusli yfir þessu tapi og sem betur fer fá þeir strax leik á morgun til að rétta úr kútnum, í stað þess að þurfa að bíða fram á sunnudag," sagði Jerry Colangelo, framkvæmdastjóri bandaríska liðsins. "Við komum hingað til að ná í gullið, en nú verðum við bara að þjappa okkur saman og gera okkur klára fyrir næsta verkefni." "Körfubolti snýst um annað og meira en að rekja boltann og skjóta," sagði Panagiotis Yannakis, þjálfari Grikkja, sem fékk sérstakt hamingjuóskasímtal frá forsætisráðherranum Costas Karamanlis eftir leikinn. En þjálfarinn var þar augljóslega að senda Bandaríkjamönnunum litla pillu með orðum sínum. Grikkir mæta því annað hvort Argentínu eða Spáni í úrslitaleik mótsins á sunnudag, en Bandaríkjamenn mæta tapliðinu úr þeim leik í viðureigninni um bronsið á morgun.
Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira