Tíu banaslys á sjö árum rakin til þreytu ökumanns 28. nóvember 2006 06:30 Tíu banaslys á sjö ára tímabili eru rakin til syfju ökumanns. Myndin tengist fréttinni ekki. MYND/Vilhelm Tíu einstaklingar létust í umferðarslysum á Íslandi frá 1998 til 2005 vegna þess að ökumaður sofnaði undir stýri. Árið 2001 voru fjögur banaslys rakin til þessa en í öllum tilfellum lést farþegi í framsæti. Ástand þar sem einstaklingur er svo þreyttur að hann missir stjórn á bifreið sinni er talið jafn hættulegt og ef ökumaður er ölvaður undir stýri. Slysatíðni vegna syfju er talin stórlega vanmetin þar sem ökumenn viðurkenna ekki alltaf raunverulega orsök slyss og slys eru aldrei skráð nema öruggur vitnisburður sé fyrir hendi. Þetta kom fram í máli Gunnars Guðmundssonar, lungnalæknis á Landspítala, sem flutti erindi um syfju og akstur á umferðarþingi í gær. Einnig kom fram að tölur frá Umferðarstofu sýna að 13 prósent allra framanákeyrslna og 12 prósent tilfella þar sem ökumaður ekur útaf vegi eru vegna syfju. Erlendis eru 30 prósent framan-ákeyrslna og útafaksturs rakin til syfju og fjórir af hverjum tíu viðurkenna að hafa dottað undir stýri. Í umræðum um erindið kom fram sú spurning hvernig tengsl syfju og slysa eru metin. Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sat fyrir svörum og sagði að syfja væri aldrei skráð sem orsök slyss nema öruggur vitnisburður væri fyrir hendi. Þess vegna telur hann öruggt að syfja sem orsök slysa sé stórlega vanmetin. Gunnar segir Íslendinga í mörgum tilfellum hvílast of lítið og tiltók margar ástæður þess vegna. Kæfisvefn er ein þessara ástæðna og hefur verið mikið rannsakaður. Fjögur prósent karla og tvö prósent kvenna á Íslandi þjást af kæfi-svefni. „Það er staðreynd að akstur skiptir miklu máli við kæfisvefn og tölur sýna að syfja getur verið jafn hættuleg og ölvun við akstur. Meðferð við kæfisvefni lagar dag-syfju og eykur færni til aksturs. Tölur sýna að ef 500 einstaklingar með kæfisvefn eru meðhöndlaðir eigum við að geta forðað einu banaslysi, 75 slysum þar sem fólk meiðist og 200 slysum þar sem verður tjón.“ Gunnar telur að vitundarvakning þurfi að verða hjá Íslendingum varðandi syfju og akstur. Eins bendir hann á nauðsyn þess að aðvörunarkerfi verði sett í bíla og vegi auk þess að gert verði ráð fyrir aðstöðu til hvíldar í vegakerfinu. Gunnar Guðmundsson læknir . Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Tíu einstaklingar létust í umferðarslysum á Íslandi frá 1998 til 2005 vegna þess að ökumaður sofnaði undir stýri. Árið 2001 voru fjögur banaslys rakin til þessa en í öllum tilfellum lést farþegi í framsæti. Ástand þar sem einstaklingur er svo þreyttur að hann missir stjórn á bifreið sinni er talið jafn hættulegt og ef ökumaður er ölvaður undir stýri. Slysatíðni vegna syfju er talin stórlega vanmetin þar sem ökumenn viðurkenna ekki alltaf raunverulega orsök slyss og slys eru aldrei skráð nema öruggur vitnisburður sé fyrir hendi. Þetta kom fram í máli Gunnars Guðmundssonar, lungnalæknis á Landspítala, sem flutti erindi um syfju og akstur á umferðarþingi í gær. Einnig kom fram að tölur frá Umferðarstofu sýna að 13 prósent allra framanákeyrslna og 12 prósent tilfella þar sem ökumaður ekur útaf vegi eru vegna syfju. Erlendis eru 30 prósent framan-ákeyrslna og útafaksturs rakin til syfju og fjórir af hverjum tíu viðurkenna að hafa dottað undir stýri. Í umræðum um erindið kom fram sú spurning hvernig tengsl syfju og slysa eru metin. Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sat fyrir svörum og sagði að syfja væri aldrei skráð sem orsök slyss nema öruggur vitnisburður væri fyrir hendi. Þess vegna telur hann öruggt að syfja sem orsök slysa sé stórlega vanmetin. Gunnar segir Íslendinga í mörgum tilfellum hvílast of lítið og tiltók margar ástæður þess vegna. Kæfisvefn er ein þessara ástæðna og hefur verið mikið rannsakaður. Fjögur prósent karla og tvö prósent kvenna á Íslandi þjást af kæfi-svefni. „Það er staðreynd að akstur skiptir miklu máli við kæfisvefn og tölur sýna að syfja getur verið jafn hættuleg og ölvun við akstur. Meðferð við kæfisvefni lagar dag-syfju og eykur færni til aksturs. Tölur sýna að ef 500 einstaklingar með kæfisvefn eru meðhöndlaðir eigum við að geta forðað einu banaslysi, 75 slysum þar sem fólk meiðist og 200 slysum þar sem verður tjón.“ Gunnar telur að vitundarvakning þurfi að verða hjá Íslendingum varðandi syfju og akstur. Eins bendir hann á nauðsyn þess að aðvörunarkerfi verði sett í bíla og vegi auk þess að gert verði ráð fyrir aðstöðu til hvíldar í vegakerfinu. Gunnar Guðmundsson læknir .
Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira