Einkarekstur og akademískt lýðræði 16. nóvember 2006 05:00 Í íslensku háskólaumhverfi hefur lengi verið höfð í heiðri sú regla að starfsmönnum og nemendum sem starfa í akademísku umhverfi sé gefinn kostur á að hafa áhrif á mikilsverðar ákvarðanir sem snúa að því umhverfi sem þeir starfa í. Hefur það meðal annars birst í aðkomu nemenda og starfsmanna að háskólaráðum og öðrum stofnunum sem með slíkar ákvarðanir hafa að gera, auk þess sem víðast hvar hefur verið gert ráð fyrir að kanna skuli hug nemenda og starfsmanna til rektorsefna með könnun eða kosningu sem lögð skuli til grundvallar við endanlegt val. Hefðin að baki akademísku lýðræði er ekki bundin við Ísland eins og sjá má á Bologna-ferlinu sem Ísland er aðili að ásamt 45 Evrópuríkjum og felur í sér markmið um samevrópskt háskólasamfélag. Þar er nefnt, sem eitt af 10 aðalmarkmiðum, aukin þátttaka nemenda í stjórnun æðri menntastofnana. Háskólalög sem samþykkt voru síðastliðið vor byggja einmitt að miklu leyti á markmiðum Bologna-ferlisins. Með tilkomu einkarekinna háskólastofnana virðist hins vegar sem þessi ágæta hefð sé á undanhaldi. Það stingur í augun að sjá stjórn Háskólans á Bifröst samþykkja breytingar á aðferð við val á rektor frá því að vera í góðu samræmi við akademískar lýðræðisvenjur með aðkomu nemenda og starfsmanna, yfir í að valið sé alfarið í höndum stjórnar skólans sem hvorki nemendur né starfsmenn hafi aðkomu að. Að sama skapi vakna upp spurningar um hvernig staðið verði að vali nýs rektors við Háskólann í Reykjvík nú þegar ljóst er að núverandi rektor hverfur til annarra starfa. Ljóst er í það minnsta að núverandi samþykktir skólans gera ekki ráð fyrir aðkomu nemenda eða starfsmanna að þeirri ráðningu. Ekki má vanmeta mikilvægi þess að menntastofnanir þjóðarinnar séu eins og kostur er óháðar ríkjandi öflum í stjórnmála- og viðskiptalífi. Þær móta og þjálfa hug næstu kynslóða þjóðarinnar og eru athvarf fræðilegrar umræðu sem þarf að geta storkað ríkjandi hugmyndum og þeim sem ráðandi eru á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Með auknum umsvifum og völdum auðvalds í íslensku samfélagi skapast sama hætta og um áratugi stafaði af áhrifum stjórnmála. Hættan á því að hagsmunir valda og peninga ráði mestu um töku mikilvægra ákvarðana. Mikilvægt er að halda æðri menntastofnunum fyrir utan hráskinnaleik valdablokka samfélagsins. Forðast ber að tákngera æðri menntastofnanir í frösum viðskiptalífsins, þeir eiga ekki við um almannaþjónustu sem má ekki stjórnast af þessum sömu frösum. Akademískt lýðræðið er ágætlega til þess fallið að slá skjaldborg um æðri menntastofnanir sem deiglu hugmynda, fræðslu og umræðna, óháða stjórnvaldi og auðvaldi. Hugmyndir einveldisins um réttmæti sérfræðingavalds fárra til ákvarðana án aðhalds fjöldans eru alveg jafn úreltar í búningi nýrra frasa og þær voru í byrjun 19. aldar. Það mun reynast Íslandi og Íslendingum happadrýgst að næstu kynslóðir mótist ekki um of af ríkjandi kreddum heldur fái svigrúm til að móta hug sinn óhindrað í óháðu umhverfi háskólanna. Haukur Logi Karlsson er formaður Bandalags íslenskra námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í íslensku háskólaumhverfi hefur lengi verið höfð í heiðri sú regla að starfsmönnum og nemendum sem starfa í akademísku umhverfi sé gefinn kostur á að hafa áhrif á mikilsverðar ákvarðanir sem snúa að því umhverfi sem þeir starfa í. Hefur það meðal annars birst í aðkomu nemenda og starfsmanna að háskólaráðum og öðrum stofnunum sem með slíkar ákvarðanir hafa að gera, auk þess sem víðast hvar hefur verið gert ráð fyrir að kanna skuli hug nemenda og starfsmanna til rektorsefna með könnun eða kosningu sem lögð skuli til grundvallar við endanlegt val. Hefðin að baki akademísku lýðræði er ekki bundin við Ísland eins og sjá má á Bologna-ferlinu sem Ísland er aðili að ásamt 45 Evrópuríkjum og felur í sér markmið um samevrópskt háskólasamfélag. Þar er nefnt, sem eitt af 10 aðalmarkmiðum, aukin þátttaka nemenda í stjórnun æðri menntastofnana. Háskólalög sem samþykkt voru síðastliðið vor byggja einmitt að miklu leyti á markmiðum Bologna-ferlisins. Með tilkomu einkarekinna háskólastofnana virðist hins vegar sem þessi ágæta hefð sé á undanhaldi. Það stingur í augun að sjá stjórn Háskólans á Bifröst samþykkja breytingar á aðferð við val á rektor frá því að vera í góðu samræmi við akademískar lýðræðisvenjur með aðkomu nemenda og starfsmanna, yfir í að valið sé alfarið í höndum stjórnar skólans sem hvorki nemendur né starfsmenn hafi aðkomu að. Að sama skapi vakna upp spurningar um hvernig staðið verði að vali nýs rektors við Háskólann í Reykjvík nú þegar ljóst er að núverandi rektor hverfur til annarra starfa. Ljóst er í það minnsta að núverandi samþykktir skólans gera ekki ráð fyrir aðkomu nemenda eða starfsmanna að þeirri ráðningu. Ekki má vanmeta mikilvægi þess að menntastofnanir þjóðarinnar séu eins og kostur er óháðar ríkjandi öflum í stjórnmála- og viðskiptalífi. Þær móta og þjálfa hug næstu kynslóða þjóðarinnar og eru athvarf fræðilegrar umræðu sem þarf að geta storkað ríkjandi hugmyndum og þeim sem ráðandi eru á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Með auknum umsvifum og völdum auðvalds í íslensku samfélagi skapast sama hætta og um áratugi stafaði af áhrifum stjórnmála. Hættan á því að hagsmunir valda og peninga ráði mestu um töku mikilvægra ákvarðana. Mikilvægt er að halda æðri menntastofnunum fyrir utan hráskinnaleik valdablokka samfélagsins. Forðast ber að tákngera æðri menntastofnanir í frösum viðskiptalífsins, þeir eiga ekki við um almannaþjónustu sem má ekki stjórnast af þessum sömu frösum. Akademískt lýðræðið er ágætlega til þess fallið að slá skjaldborg um æðri menntastofnanir sem deiglu hugmynda, fræðslu og umræðna, óháða stjórnvaldi og auðvaldi. Hugmyndir einveldisins um réttmæti sérfræðingavalds fárra til ákvarðana án aðhalds fjöldans eru alveg jafn úreltar í búningi nýrra frasa og þær voru í byrjun 19. aldar. Það mun reynast Íslandi og Íslendingum happadrýgst að næstu kynslóðir mótist ekki um of af ríkjandi kreddum heldur fái svigrúm til að móta hug sinn óhindrað í óháðu umhverfi háskólanna. Haukur Logi Karlsson er formaður Bandalags íslenskra námsmanna.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar