Einkarekstur og akademískt lýðræði 16. nóvember 2006 05:00 Í íslensku háskólaumhverfi hefur lengi verið höfð í heiðri sú regla að starfsmönnum og nemendum sem starfa í akademísku umhverfi sé gefinn kostur á að hafa áhrif á mikilsverðar ákvarðanir sem snúa að því umhverfi sem þeir starfa í. Hefur það meðal annars birst í aðkomu nemenda og starfsmanna að háskólaráðum og öðrum stofnunum sem með slíkar ákvarðanir hafa að gera, auk þess sem víðast hvar hefur verið gert ráð fyrir að kanna skuli hug nemenda og starfsmanna til rektorsefna með könnun eða kosningu sem lögð skuli til grundvallar við endanlegt val. Hefðin að baki akademísku lýðræði er ekki bundin við Ísland eins og sjá má á Bologna-ferlinu sem Ísland er aðili að ásamt 45 Evrópuríkjum og felur í sér markmið um samevrópskt háskólasamfélag. Þar er nefnt, sem eitt af 10 aðalmarkmiðum, aukin þátttaka nemenda í stjórnun æðri menntastofnana. Háskólalög sem samþykkt voru síðastliðið vor byggja einmitt að miklu leyti á markmiðum Bologna-ferlisins. Með tilkomu einkarekinna háskólastofnana virðist hins vegar sem þessi ágæta hefð sé á undanhaldi. Það stingur í augun að sjá stjórn Háskólans á Bifröst samþykkja breytingar á aðferð við val á rektor frá því að vera í góðu samræmi við akademískar lýðræðisvenjur með aðkomu nemenda og starfsmanna, yfir í að valið sé alfarið í höndum stjórnar skólans sem hvorki nemendur né starfsmenn hafi aðkomu að. Að sama skapi vakna upp spurningar um hvernig staðið verði að vali nýs rektors við Háskólann í Reykjvík nú þegar ljóst er að núverandi rektor hverfur til annarra starfa. Ljóst er í það minnsta að núverandi samþykktir skólans gera ekki ráð fyrir aðkomu nemenda eða starfsmanna að þeirri ráðningu. Ekki má vanmeta mikilvægi þess að menntastofnanir þjóðarinnar séu eins og kostur er óháðar ríkjandi öflum í stjórnmála- og viðskiptalífi. Þær móta og þjálfa hug næstu kynslóða þjóðarinnar og eru athvarf fræðilegrar umræðu sem þarf að geta storkað ríkjandi hugmyndum og þeim sem ráðandi eru á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Með auknum umsvifum og völdum auðvalds í íslensku samfélagi skapast sama hætta og um áratugi stafaði af áhrifum stjórnmála. Hættan á því að hagsmunir valda og peninga ráði mestu um töku mikilvægra ákvarðana. Mikilvægt er að halda æðri menntastofnunum fyrir utan hráskinnaleik valdablokka samfélagsins. Forðast ber að tákngera æðri menntastofnanir í frösum viðskiptalífsins, þeir eiga ekki við um almannaþjónustu sem má ekki stjórnast af þessum sömu frösum. Akademískt lýðræðið er ágætlega til þess fallið að slá skjaldborg um æðri menntastofnanir sem deiglu hugmynda, fræðslu og umræðna, óháða stjórnvaldi og auðvaldi. Hugmyndir einveldisins um réttmæti sérfræðingavalds fárra til ákvarðana án aðhalds fjöldans eru alveg jafn úreltar í búningi nýrra frasa og þær voru í byrjun 19. aldar. Það mun reynast Íslandi og Íslendingum happadrýgst að næstu kynslóðir mótist ekki um of af ríkjandi kreddum heldur fái svigrúm til að móta hug sinn óhindrað í óháðu umhverfi háskólanna. Haukur Logi Karlsson er formaður Bandalags íslenskra námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í íslensku háskólaumhverfi hefur lengi verið höfð í heiðri sú regla að starfsmönnum og nemendum sem starfa í akademísku umhverfi sé gefinn kostur á að hafa áhrif á mikilsverðar ákvarðanir sem snúa að því umhverfi sem þeir starfa í. Hefur það meðal annars birst í aðkomu nemenda og starfsmanna að háskólaráðum og öðrum stofnunum sem með slíkar ákvarðanir hafa að gera, auk þess sem víðast hvar hefur verið gert ráð fyrir að kanna skuli hug nemenda og starfsmanna til rektorsefna með könnun eða kosningu sem lögð skuli til grundvallar við endanlegt val. Hefðin að baki akademísku lýðræði er ekki bundin við Ísland eins og sjá má á Bologna-ferlinu sem Ísland er aðili að ásamt 45 Evrópuríkjum og felur í sér markmið um samevrópskt háskólasamfélag. Þar er nefnt, sem eitt af 10 aðalmarkmiðum, aukin þátttaka nemenda í stjórnun æðri menntastofnana. Háskólalög sem samþykkt voru síðastliðið vor byggja einmitt að miklu leyti á markmiðum Bologna-ferlisins. Með tilkomu einkarekinna háskólastofnana virðist hins vegar sem þessi ágæta hefð sé á undanhaldi. Það stingur í augun að sjá stjórn Háskólans á Bifröst samþykkja breytingar á aðferð við val á rektor frá því að vera í góðu samræmi við akademískar lýðræðisvenjur með aðkomu nemenda og starfsmanna, yfir í að valið sé alfarið í höndum stjórnar skólans sem hvorki nemendur né starfsmenn hafi aðkomu að. Að sama skapi vakna upp spurningar um hvernig staðið verði að vali nýs rektors við Háskólann í Reykjvík nú þegar ljóst er að núverandi rektor hverfur til annarra starfa. Ljóst er í það minnsta að núverandi samþykktir skólans gera ekki ráð fyrir aðkomu nemenda eða starfsmanna að þeirri ráðningu. Ekki má vanmeta mikilvægi þess að menntastofnanir þjóðarinnar séu eins og kostur er óháðar ríkjandi öflum í stjórnmála- og viðskiptalífi. Þær móta og þjálfa hug næstu kynslóða þjóðarinnar og eru athvarf fræðilegrar umræðu sem þarf að geta storkað ríkjandi hugmyndum og þeim sem ráðandi eru á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Með auknum umsvifum og völdum auðvalds í íslensku samfélagi skapast sama hætta og um áratugi stafaði af áhrifum stjórnmála. Hættan á því að hagsmunir valda og peninga ráði mestu um töku mikilvægra ákvarðana. Mikilvægt er að halda æðri menntastofnunum fyrir utan hráskinnaleik valdablokka samfélagsins. Forðast ber að tákngera æðri menntastofnanir í frösum viðskiptalífsins, þeir eiga ekki við um almannaþjónustu sem má ekki stjórnast af þessum sömu frösum. Akademískt lýðræðið er ágætlega til þess fallið að slá skjaldborg um æðri menntastofnanir sem deiglu hugmynda, fræðslu og umræðna, óháða stjórnvaldi og auðvaldi. Hugmyndir einveldisins um réttmæti sérfræðingavalds fárra til ákvarðana án aðhalds fjöldans eru alveg jafn úreltar í búningi nýrra frasa og þær voru í byrjun 19. aldar. Það mun reynast Íslandi og Íslendingum happadrýgst að næstu kynslóðir mótist ekki um of af ríkjandi kreddum heldur fái svigrúm til að móta hug sinn óhindrað í óháðu umhverfi háskólanna. Haukur Logi Karlsson er formaður Bandalags íslenskra námsmanna.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun