Kaupmáttur eftir skatta og eldri borgarar 16. nóvember 2006 05:00 Eins og fram kom í síðustu grein hafa skattar á lægri tekjur allt frá árinu 1988 hækkað mikið vegna þess að skattleysismörkin hafa setið eftir að raungildi. Þannig greiðir sá sem nú hefur 110 þús kr. í tekjur á mánuði 10,3 prósent af þeim í tekjuskatta en hann greiddi ekki eina krónu í skatta af sambærilegum rauntekjum við upptöku staðgreiðslunnar. Hann greiðir því nú rúmlega 11.300 kr á mánuði í skatta en hann greiddi ekkert áður. Þetta er meira en heil mánaðarlaun á ári sem skattbyrði þyngist um. Skattleysismörkin eru nú aðeins 79.055 kr. á mánuði og verða 90.000 kr. á mánuði eftir áramót. Þau ættu hinsvegar að vera tæpar 111.000 kr. á mánuði nú þegar ef þau hefðu fylgt verðlagi og tæplega 137.000 kr. á mánuði ef þau hefðu fylgt launaþróun sem væri mjög eðlileg viðmiðun. Haustið 1995 var lögum breytt um greiðslur almannatrygginga þannig að ekki var lengur fylgt breytingu lágmarkslauna heldur skyldi taka mið af launaþróun eða verðlagi. Niðurstaðan á túlkun stjórnvalda á þessu hefur valdið því að bótaþegar hafa dregist aftur úr í tekjum sínum miðað við aðra hópa í þjóðfélaginu. Árið 1995 var ákveðið lágmark í kaupmætti ráðstöfunartekna í kjölfar kreppu og þjóðarsáttar. Þrátt fyrir einhverja hækkun á greiðslum almannatrygginga í ágúst síðastliðnum hefur sá ellilífeyrisþegi sem ekki býr einn hækkað í kaupmætti ráðstöfunartekna um minna en 20 prósent frá árinu 1995 -2007 hvort sem hann hafi aðeins greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) eða eins og dæmigerður ellilífeyrisþegi með um 55.000 kr. í tekjur frá lífeyrissjóði. Þetta er á sama tíma og ráðamenn segja að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings hafi hækkað um 60 prósent. Þarna munar verulega miklu. Ef nýleg tillaga til þingsályktunar frá stjórnarandstöðunni næði fram að ganga myndi staðan vissulega skána, þ.e. kaupmáttur þessara aðila eftir skatta myndi aukast um 4-5 prósent en ef hann hefði atvinnutekjur upp á t.d. 55.000 kr. á mánuði myndi staða hans batna um u.þ.b. 15 prósent vegna þess að þar er gert ráð fyrir að hann megi hafa tekjur allt að 75.000 kr. á mánuði án þess að greiðslur hans frá TR skerðist nokkuð. Þetta skiptir vissulega miklu en eldri borgarar hafa líka lagt áherslu á frítekjumörk vegna lífeyrissjóðstekna því skerðingar hér á landi ganga allt of langt. Ólafur Ólafsson er formaður LEB og Einar Árnason er hagfræðingur LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og fram kom í síðustu grein hafa skattar á lægri tekjur allt frá árinu 1988 hækkað mikið vegna þess að skattleysismörkin hafa setið eftir að raungildi. Þannig greiðir sá sem nú hefur 110 þús kr. í tekjur á mánuði 10,3 prósent af þeim í tekjuskatta en hann greiddi ekki eina krónu í skatta af sambærilegum rauntekjum við upptöku staðgreiðslunnar. Hann greiðir því nú rúmlega 11.300 kr á mánuði í skatta en hann greiddi ekkert áður. Þetta er meira en heil mánaðarlaun á ári sem skattbyrði þyngist um. Skattleysismörkin eru nú aðeins 79.055 kr. á mánuði og verða 90.000 kr. á mánuði eftir áramót. Þau ættu hinsvegar að vera tæpar 111.000 kr. á mánuði nú þegar ef þau hefðu fylgt verðlagi og tæplega 137.000 kr. á mánuði ef þau hefðu fylgt launaþróun sem væri mjög eðlileg viðmiðun. Haustið 1995 var lögum breytt um greiðslur almannatrygginga þannig að ekki var lengur fylgt breytingu lágmarkslauna heldur skyldi taka mið af launaþróun eða verðlagi. Niðurstaðan á túlkun stjórnvalda á þessu hefur valdið því að bótaþegar hafa dregist aftur úr í tekjum sínum miðað við aðra hópa í þjóðfélaginu. Árið 1995 var ákveðið lágmark í kaupmætti ráðstöfunartekna í kjölfar kreppu og þjóðarsáttar. Þrátt fyrir einhverja hækkun á greiðslum almannatrygginga í ágúst síðastliðnum hefur sá ellilífeyrisþegi sem ekki býr einn hækkað í kaupmætti ráðstöfunartekna um minna en 20 prósent frá árinu 1995 -2007 hvort sem hann hafi aðeins greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) eða eins og dæmigerður ellilífeyrisþegi með um 55.000 kr. í tekjur frá lífeyrissjóði. Þetta er á sama tíma og ráðamenn segja að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings hafi hækkað um 60 prósent. Þarna munar verulega miklu. Ef nýleg tillaga til þingsályktunar frá stjórnarandstöðunni næði fram að ganga myndi staðan vissulega skána, þ.e. kaupmáttur þessara aðila eftir skatta myndi aukast um 4-5 prósent en ef hann hefði atvinnutekjur upp á t.d. 55.000 kr. á mánuði myndi staða hans batna um u.þ.b. 15 prósent vegna þess að þar er gert ráð fyrir að hann megi hafa tekjur allt að 75.000 kr. á mánuði án þess að greiðslur hans frá TR skerðist nokkuð. Þetta skiptir vissulega miklu en eldri borgarar hafa líka lagt áherslu á frítekjumörk vegna lífeyrissjóðstekna því skerðingar hér á landi ganga allt of langt. Ólafur Ólafsson er formaður LEB og Einar Árnason er hagfræðingur LEB.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun