Munur á afkomu eykst 15. nóvember 2006 06:45 þjónustukröfurnar vaxa Tekjurnar standa í stað en þjónustukröfurnar vaxa. „Litlu sveitarfélögin verða að reyna að standa öðrum sveitarfélögum á sporði til að halda í fólkið. Þetta er vítahringur,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vaxandi munur er á afkomu sveitarfélaganna á suðvesturhorninu annars vegar, frá Borgarbyggð austur í Árborg, og víðast úti á landi hins vegar, ef undan er skilið Akureyri og sveitarfélögin á Mið-Austurlandi. Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að afkomumunurinn fari margvaxandi vegna þenslunnar. Á höfuðborgarsvæðinu hafi verið mikil mannfjölgun og launagreiðslur vaxið en víða úti á landi sé „í besta falli kyrrstaða". Íbúafjöldinn standi ef til vill í stað en launaútgjöldin vaxi því sama launastefna sé yfir allt landið. „Þegar Reykjavíkurborg hækkaði laun í fyrrahaust þá gengu hækkanirnar yfir allt landið og sveitarfélög, sem ekki gátu borgað þetta, höfðu ekki vald á þessari þróun," segir Gunnlaugur. Bilið milli sveitarfélaganna hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur til þremur árum. Heildarafkoma sveitarfélaganna fer batnandi. Þannig hafa tekjur hækkað um rúm þrettán prósent í heildina. En verulegur munur er á stöðu sveitarfélaganna innbyrðis og fer sá munur að miklu leyti eftir landfræðilegri legu þeirra. „Á sama tíma og sveitarfélögin eiga erfiðara með að ná saman endum og tekjurnar standa í stað vaxa þjónustukröfurnar og litlu sveitarfélögin verða að reyna að standa öðrum sveitarfélögum á sporði til að halda í fólkið. Þetta er vítahringur," segir Gunnlaugur og telur að staðan versni ef ekkert verði að gert. „Þetta er alltaf spurning um tekjustofna og jöfnunarkerfi sveitarfélaga," segir hann. „Öll sveitarfélög eru með fullnýtta tekjustofna og tekjuramminn er þröngur. Tæp 20 prósent þjóðarinnar búa í sveitarfélögum þar sem fólki hefur fækkað og samdráttur er i atvinnu meðan allt er á fljúgandi siglingu annars staðar." Gunnlaugur bendir á að mikil fjölgun einkahlutafélaga hafi áhrif á afkomu sveitarfélaganna þar sem skattarnir lágmarkast. Þeir sem greiða bara skatt af fjármagnstekjum greiða til ríkisins, ekki sveitarfélaganna. Sveitarfélögin safna því annaðhvort skuldum eða draga úr viðhaldi og fresta nauðsynlegum framkvæmdum. „Sá ferill er ekki endalaus. Byggingar og götur slitna. Þetta veldur okkur áhyggjum." Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Vaxandi munur er á afkomu sveitarfélaganna á suðvesturhorninu annars vegar, frá Borgarbyggð austur í Árborg, og víðast úti á landi hins vegar, ef undan er skilið Akureyri og sveitarfélögin á Mið-Austurlandi. Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að afkomumunurinn fari margvaxandi vegna þenslunnar. Á höfuðborgarsvæðinu hafi verið mikil mannfjölgun og launagreiðslur vaxið en víða úti á landi sé „í besta falli kyrrstaða". Íbúafjöldinn standi ef til vill í stað en launaútgjöldin vaxi því sama launastefna sé yfir allt landið. „Þegar Reykjavíkurborg hækkaði laun í fyrrahaust þá gengu hækkanirnar yfir allt landið og sveitarfélög, sem ekki gátu borgað þetta, höfðu ekki vald á þessari þróun," segir Gunnlaugur. Bilið milli sveitarfélaganna hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur til þremur árum. Heildarafkoma sveitarfélaganna fer batnandi. Þannig hafa tekjur hækkað um rúm þrettán prósent í heildina. En verulegur munur er á stöðu sveitarfélaganna innbyrðis og fer sá munur að miklu leyti eftir landfræðilegri legu þeirra. „Á sama tíma og sveitarfélögin eiga erfiðara með að ná saman endum og tekjurnar standa í stað vaxa þjónustukröfurnar og litlu sveitarfélögin verða að reyna að standa öðrum sveitarfélögum á sporði til að halda í fólkið. Þetta er vítahringur," segir Gunnlaugur og telur að staðan versni ef ekkert verði að gert. „Þetta er alltaf spurning um tekjustofna og jöfnunarkerfi sveitarfélaga," segir hann. „Öll sveitarfélög eru með fullnýtta tekjustofna og tekjuramminn er þröngur. Tæp 20 prósent þjóðarinnar búa í sveitarfélögum þar sem fólki hefur fækkað og samdráttur er i atvinnu meðan allt er á fljúgandi siglingu annars staðar." Gunnlaugur bendir á að mikil fjölgun einkahlutafélaga hafi áhrif á afkomu sveitarfélaganna þar sem skattarnir lágmarkast. Þeir sem greiða bara skatt af fjármagnstekjum greiða til ríkisins, ekki sveitarfélaganna. Sveitarfélögin safna því annaðhvort skuldum eða draga úr viðhaldi og fresta nauðsynlegum framkvæmdum. „Sá ferill er ekki endalaus. Byggingar og götur slitna. Þetta veldur okkur áhyggjum."
Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira