Munur á afkomu eykst 15. nóvember 2006 06:45 þjónustukröfurnar vaxa Tekjurnar standa í stað en þjónustukröfurnar vaxa. „Litlu sveitarfélögin verða að reyna að standa öðrum sveitarfélögum á sporði til að halda í fólkið. Þetta er vítahringur,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vaxandi munur er á afkomu sveitarfélaganna á suðvesturhorninu annars vegar, frá Borgarbyggð austur í Árborg, og víðast úti á landi hins vegar, ef undan er skilið Akureyri og sveitarfélögin á Mið-Austurlandi. Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að afkomumunurinn fari margvaxandi vegna þenslunnar. Á höfuðborgarsvæðinu hafi verið mikil mannfjölgun og launagreiðslur vaxið en víða úti á landi sé „í besta falli kyrrstaða". Íbúafjöldinn standi ef til vill í stað en launaútgjöldin vaxi því sama launastefna sé yfir allt landið. „Þegar Reykjavíkurborg hækkaði laun í fyrrahaust þá gengu hækkanirnar yfir allt landið og sveitarfélög, sem ekki gátu borgað þetta, höfðu ekki vald á þessari þróun," segir Gunnlaugur. Bilið milli sveitarfélaganna hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur til þremur árum. Heildarafkoma sveitarfélaganna fer batnandi. Þannig hafa tekjur hækkað um rúm þrettán prósent í heildina. En verulegur munur er á stöðu sveitarfélaganna innbyrðis og fer sá munur að miklu leyti eftir landfræðilegri legu þeirra. „Á sama tíma og sveitarfélögin eiga erfiðara með að ná saman endum og tekjurnar standa í stað vaxa þjónustukröfurnar og litlu sveitarfélögin verða að reyna að standa öðrum sveitarfélögum á sporði til að halda í fólkið. Þetta er vítahringur," segir Gunnlaugur og telur að staðan versni ef ekkert verði að gert. „Þetta er alltaf spurning um tekjustofna og jöfnunarkerfi sveitarfélaga," segir hann. „Öll sveitarfélög eru með fullnýtta tekjustofna og tekjuramminn er þröngur. Tæp 20 prósent þjóðarinnar búa í sveitarfélögum þar sem fólki hefur fækkað og samdráttur er i atvinnu meðan allt er á fljúgandi siglingu annars staðar." Gunnlaugur bendir á að mikil fjölgun einkahlutafélaga hafi áhrif á afkomu sveitarfélaganna þar sem skattarnir lágmarkast. Þeir sem greiða bara skatt af fjármagnstekjum greiða til ríkisins, ekki sveitarfélaganna. Sveitarfélögin safna því annaðhvort skuldum eða draga úr viðhaldi og fresta nauðsynlegum framkvæmdum. „Sá ferill er ekki endalaus. Byggingar og götur slitna. Þetta veldur okkur áhyggjum." Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Vaxandi munur er á afkomu sveitarfélaganna á suðvesturhorninu annars vegar, frá Borgarbyggð austur í Árborg, og víðast úti á landi hins vegar, ef undan er skilið Akureyri og sveitarfélögin á Mið-Austurlandi. Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að afkomumunurinn fari margvaxandi vegna þenslunnar. Á höfuðborgarsvæðinu hafi verið mikil mannfjölgun og launagreiðslur vaxið en víða úti á landi sé „í besta falli kyrrstaða". Íbúafjöldinn standi ef til vill í stað en launaútgjöldin vaxi því sama launastefna sé yfir allt landið. „Þegar Reykjavíkurborg hækkaði laun í fyrrahaust þá gengu hækkanirnar yfir allt landið og sveitarfélög, sem ekki gátu borgað þetta, höfðu ekki vald á þessari þróun," segir Gunnlaugur. Bilið milli sveitarfélaganna hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur til þremur árum. Heildarafkoma sveitarfélaganna fer batnandi. Þannig hafa tekjur hækkað um rúm þrettán prósent í heildina. En verulegur munur er á stöðu sveitarfélaganna innbyrðis og fer sá munur að miklu leyti eftir landfræðilegri legu þeirra. „Á sama tíma og sveitarfélögin eiga erfiðara með að ná saman endum og tekjurnar standa í stað vaxa þjónustukröfurnar og litlu sveitarfélögin verða að reyna að standa öðrum sveitarfélögum á sporði til að halda í fólkið. Þetta er vítahringur," segir Gunnlaugur og telur að staðan versni ef ekkert verði að gert. „Þetta er alltaf spurning um tekjustofna og jöfnunarkerfi sveitarfélaga," segir hann. „Öll sveitarfélög eru með fullnýtta tekjustofna og tekjuramminn er þröngur. Tæp 20 prósent þjóðarinnar búa í sveitarfélögum þar sem fólki hefur fækkað og samdráttur er i atvinnu meðan allt er á fljúgandi siglingu annars staðar." Gunnlaugur bendir á að mikil fjölgun einkahlutafélaga hafi áhrif á afkomu sveitarfélaganna þar sem skattarnir lágmarkast. Þeir sem greiða bara skatt af fjármagnstekjum greiða til ríkisins, ekki sveitarfélaganna. Sveitarfélögin safna því annaðhvort skuldum eða draga úr viðhaldi og fresta nauðsynlegum framkvæmdum. „Sá ferill er ekki endalaus. Byggingar og götur slitna. Þetta veldur okkur áhyggjum."
Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira