Ljúga stjórnvöld? 2. nóvember 2006 05:00 Alþingismenn og ráðherrar núverandi stjórnarflokka tuða sífellt á því hvað lágmarkslaun verkafólks hafi hækkað umfram önnur laun í landinu. Viljandi mata þeir þjóðina á þeim ósannindum að lágu launin hafi hækkað umtalsvert meira en þau hærri. Og viljandi ljúga þeir að þjóðinni að skattar hafi lækkað hlutfallslega mest á lágu laununum. Því miður er þessu öfugt varið. Skattabyrði á láglaunafólki hefur þyngst og lágu launin setið eftir. Þessari staðreynd reyna þeir þó að leyna með öllum tiltækum ráðum. Þeir forðast líka eins og heitan eldinn að minnast á það að laun þeirra sjálfra hafa hækkað í tugum prósenta umfram almenna launataxta.UmönnunarstofnanirÞað er ömurleg staðreynd að á sama tíma og ekki er hægt að manna umönnunarstofnanir og sjúkrahús vegna þess hvað kaupið þar er lágt, þá eru laun alþingismanna hækkuð um tugi prósenta umfram almenn laun í landinu. Það er engu líkara en ráðamenn þjóðarinnar haldi að það sé einhver lausn á vandanum. Og það er táknrænt að ráðherrar og þingmenn núverandi stjórnarflokka skuli stöðugt vara við hækkun lægstu launataxta verkafólks, en steinhalda kjafti þó þeirra eigin laun hækki langt umfram það sem almenningur fær. Vaxandi launamunurFrá janúar 1998 til júlí 2006 hafa lágmarkslaun verkafólks hækkað um 94%, úr kr. 63.399 í kr. 123.000. Á sama tíma hefur fast þingfararkaup alþingismanna hækkað um 120%, úr kr. 220.168 í kr. 485.570. Hefðu lægstu launin hækkað jafnt þingfararkaupi alþingismanna væru þau nú tæplega kr. 140.000 á mánuði. Til að jafna þann mun þurfa þau að hækka strax um 13,4% eða rúmlega kr. 16.500 á mánuði. Til samanburðar má geta þess að þingfararkaup alþingismanna, sem nú er kr. 485.570 á mánuði væri ekki nema kr. 427.126 ef það hefði fengið sömu hækkanir og lágmarkslaun verkafólks. Og meira tilÞað skal sérstaklega tekið fram að hér er eingöngu gerður samanburður á hækkunum á föstu þingfararkaupi alþingismanna og lágmarkslaunum verkafólks. Væru hækkanir og viðbætur á öðrum tekjum, styrkjum og hlunnindum þingmanna metin inn í samanburðinn yrði að hækka lágmarkslaun verkafólks upp í a.m.k.150 þúsund krónur á mánuði til að halda í við laun þingmannanna.Við skulum heldur ekki gleyma hvaða áhrif lækkanir á skattprósentu tekjuskatts gera. Þær koma háum launum ráðherra og alþingismanna til góða en hafa þess minni áhrif á lægstu launin. Til þess að minnka óeðlilega mikla skattbyrði á lágu laun í landinu þarf að hækka skattleysismörkin verulega. Þau eru núna kr. 79.055 og munu samkvæmt loforði stjórnvalda hækka upp í kr. 90.000 um næstu áramót. Sú hækkun er þó hvergi nærri nóg til að halda í við þær skattalækkanir sem hátekjufólk hefur fengið á undanförnum árum. Til þess þurfa skattleysismörkin að hækka a.m.k. upp í kr. 108.000 á mánuði miðað við núverandi verðlag. Hefðu lægstu launin hækkað jafnt þingfararkaupi alþingismanna væru þau nú tæplega kr. 140.000 á mánuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Alþingismenn og ráðherrar núverandi stjórnarflokka tuða sífellt á því hvað lágmarkslaun verkafólks hafi hækkað umfram önnur laun í landinu. Viljandi mata þeir þjóðina á þeim ósannindum að lágu launin hafi hækkað umtalsvert meira en þau hærri. Og viljandi ljúga þeir að þjóðinni að skattar hafi lækkað hlutfallslega mest á lágu laununum. Því miður er þessu öfugt varið. Skattabyrði á láglaunafólki hefur þyngst og lágu launin setið eftir. Þessari staðreynd reyna þeir þó að leyna með öllum tiltækum ráðum. Þeir forðast líka eins og heitan eldinn að minnast á það að laun þeirra sjálfra hafa hækkað í tugum prósenta umfram almenna launataxta.UmönnunarstofnanirÞað er ömurleg staðreynd að á sama tíma og ekki er hægt að manna umönnunarstofnanir og sjúkrahús vegna þess hvað kaupið þar er lágt, þá eru laun alþingismanna hækkuð um tugi prósenta umfram almenn laun í landinu. Það er engu líkara en ráðamenn þjóðarinnar haldi að það sé einhver lausn á vandanum. Og það er táknrænt að ráðherrar og þingmenn núverandi stjórnarflokka skuli stöðugt vara við hækkun lægstu launataxta verkafólks, en steinhalda kjafti þó þeirra eigin laun hækki langt umfram það sem almenningur fær. Vaxandi launamunurFrá janúar 1998 til júlí 2006 hafa lágmarkslaun verkafólks hækkað um 94%, úr kr. 63.399 í kr. 123.000. Á sama tíma hefur fast þingfararkaup alþingismanna hækkað um 120%, úr kr. 220.168 í kr. 485.570. Hefðu lægstu launin hækkað jafnt þingfararkaupi alþingismanna væru þau nú tæplega kr. 140.000 á mánuði. Til að jafna þann mun þurfa þau að hækka strax um 13,4% eða rúmlega kr. 16.500 á mánuði. Til samanburðar má geta þess að þingfararkaup alþingismanna, sem nú er kr. 485.570 á mánuði væri ekki nema kr. 427.126 ef það hefði fengið sömu hækkanir og lágmarkslaun verkafólks. Og meira tilÞað skal sérstaklega tekið fram að hér er eingöngu gerður samanburður á hækkunum á föstu þingfararkaupi alþingismanna og lágmarkslaunum verkafólks. Væru hækkanir og viðbætur á öðrum tekjum, styrkjum og hlunnindum þingmanna metin inn í samanburðinn yrði að hækka lágmarkslaun verkafólks upp í a.m.k.150 þúsund krónur á mánuði til að halda í við laun þingmannanna.Við skulum heldur ekki gleyma hvaða áhrif lækkanir á skattprósentu tekjuskatts gera. Þær koma háum launum ráðherra og alþingismanna til góða en hafa þess minni áhrif á lægstu launin. Til þess að minnka óeðlilega mikla skattbyrði á lágu laun í landinu þarf að hækka skattleysismörkin verulega. Þau eru núna kr. 79.055 og munu samkvæmt loforði stjórnvalda hækka upp í kr. 90.000 um næstu áramót. Sú hækkun er þó hvergi nærri nóg til að halda í við þær skattalækkanir sem hátekjufólk hefur fengið á undanförnum árum. Til þess þurfa skattleysismörkin að hækka a.m.k. upp í kr. 108.000 á mánuði miðað við núverandi verðlag. Hefðu lægstu launin hækkað jafnt þingfararkaupi alþingismanna væru þau nú tæplega kr. 140.000 á mánuði.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar