Veiðiferðin er búin Róbert Marshall skrifar 27. október 2006 00:01 Er Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, rétti maðurinn í það starf sem hann gegnir? Það var ekki búið að ganga frá vinnslustað afurðanna þegar haldið var til veiða, það var ekki búið að kanna hvort einhver markaður væri fyrir hvalkjöt, það var ekki búið að vinna forvinnuna fyrir þann ímyndarlega skaða sem Íslendingar eru nú að ganga í gegnum á heimsvísu. Það virðist sem ekkert kynningarstarf hafi verið unnið áður en þessi ákvörðun hafi verið tekin. Og nú sér maður sjávarútvegsráðherra lýsa yfir hryggð sinni yfir vanþekkingu breta og ástrala í málinu og hvað þessar þjóðir komi nú illa út. Eins og einhver sé að hlusta. Það er bara ein þjóð sem kemur illa út í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur að vísu sent Jónínu Bjartmarz út til fundar við umhverfisráðherra norðurlandanna til þess að sannfæra þá um málstað íslendinga. Það er gott til þess að vita að einhver ráðherranna með eldheita sannfæringu í málinu sé nú að rétta hlut íslendinga í þessu persónulega klúðri Einars K. Guðfinnssonar sem er á landsögulegan mælikvarða. Þetta er sennilega eitt mesta klúður íslandssögunnar. Því miður virðist það vera svo að ríkisstjórnin hafi talið að ef haldið yrði til veiða þá myndi þjóðin þjappa sér á bakvið hana og styðja hana í stríði hins litla við öll stórveldi heimsins. Og hætta að tala um hleranir. Það eru sennilega flestir íslendingar sammála um rétt okkar til þess að stunda hvalveiðar. Það þýðir ekki að allir íslendingar séu þeirrar skoðunnar að við eigum að veiða hval. Heimspressan hefur gripið þetta mál á lofti og ríkisstjórnir hvaðanæva að úr heiminum fjalla um málið á mjög neikvæðan hátt. Enda er það illa unnið. Við erum að veiða hval, vegna þess að við megum veiða hval. Það eru engin efnisleg rök sem mæla með því. Hin mjög svo undarlega þráhyggja Halldórs Ásgrímssonar að gera Íslendinga að fulltrúum í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hefur nú verið í framkvæmd í utanríkisráðuneytinu síðustu ár. Nú virðist ríkisstjórnin hafa hætt við að fara þá leið án þess þó að gefa það sérstaklega út. Ríkisstjórnin stórskaðaði möguleika sína á því að ná þessu markmiði með því að taka upp hvalveiðar. Nú á þjóðin heimtingu á því að ríkisstjórnin leggi á borðið nákvæmar tölur yfir þá fjármuni sem settir hafa verið í þá umsókn Íslendinga. Hvað er búið að henda miklu af peningum landsmanna út um gluggann með þessari ótrúlegu þægni sjávarútvegsráðherra við Kristján Loftsson? Ólíklegt verður að teljast að þessi skynsemismaður verði kallaður til þess aftur að stýra ráðuneyti á Íslandi. Einar K. Guðfinnsson verður nú að draga inn háfinn og hrista af sér lúsina; veiðiferðin er búinn. Höfundur er í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Er Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, rétti maðurinn í það starf sem hann gegnir? Það var ekki búið að ganga frá vinnslustað afurðanna þegar haldið var til veiða, það var ekki búið að kanna hvort einhver markaður væri fyrir hvalkjöt, það var ekki búið að vinna forvinnuna fyrir þann ímyndarlega skaða sem Íslendingar eru nú að ganga í gegnum á heimsvísu. Það virðist sem ekkert kynningarstarf hafi verið unnið áður en þessi ákvörðun hafi verið tekin. Og nú sér maður sjávarútvegsráðherra lýsa yfir hryggð sinni yfir vanþekkingu breta og ástrala í málinu og hvað þessar þjóðir komi nú illa út. Eins og einhver sé að hlusta. Það er bara ein þjóð sem kemur illa út í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur að vísu sent Jónínu Bjartmarz út til fundar við umhverfisráðherra norðurlandanna til þess að sannfæra þá um málstað íslendinga. Það er gott til þess að vita að einhver ráðherranna með eldheita sannfæringu í málinu sé nú að rétta hlut íslendinga í þessu persónulega klúðri Einars K. Guðfinnssonar sem er á landsögulegan mælikvarða. Þetta er sennilega eitt mesta klúður íslandssögunnar. Því miður virðist það vera svo að ríkisstjórnin hafi talið að ef haldið yrði til veiða þá myndi þjóðin þjappa sér á bakvið hana og styðja hana í stríði hins litla við öll stórveldi heimsins. Og hætta að tala um hleranir. Það eru sennilega flestir íslendingar sammála um rétt okkar til þess að stunda hvalveiðar. Það þýðir ekki að allir íslendingar séu þeirrar skoðunnar að við eigum að veiða hval. Heimspressan hefur gripið þetta mál á lofti og ríkisstjórnir hvaðanæva að úr heiminum fjalla um málið á mjög neikvæðan hátt. Enda er það illa unnið. Við erum að veiða hval, vegna þess að við megum veiða hval. Það eru engin efnisleg rök sem mæla með því. Hin mjög svo undarlega þráhyggja Halldórs Ásgrímssonar að gera Íslendinga að fulltrúum í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hefur nú verið í framkvæmd í utanríkisráðuneytinu síðustu ár. Nú virðist ríkisstjórnin hafa hætt við að fara þá leið án þess þó að gefa það sérstaklega út. Ríkisstjórnin stórskaðaði möguleika sína á því að ná þessu markmiði með því að taka upp hvalveiðar. Nú á þjóðin heimtingu á því að ríkisstjórnin leggi á borðið nákvæmar tölur yfir þá fjármuni sem settir hafa verið í þá umsókn Íslendinga. Hvað er búið að henda miklu af peningum landsmanna út um gluggann með þessari ótrúlegu þægni sjávarútvegsráðherra við Kristján Loftsson? Ólíklegt verður að teljast að þessi skynsemismaður verði kallaður til þess aftur að stýra ráðuneyti á Íslandi. Einar K. Guðfinnsson verður nú að draga inn háfinn og hrista af sér lúsina; veiðiferðin er búinn. Höfundur er í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar