Veiðiferðin er búin Róbert Marshall skrifar 27. október 2006 00:01 Er Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, rétti maðurinn í það starf sem hann gegnir? Það var ekki búið að ganga frá vinnslustað afurðanna þegar haldið var til veiða, það var ekki búið að kanna hvort einhver markaður væri fyrir hvalkjöt, það var ekki búið að vinna forvinnuna fyrir þann ímyndarlega skaða sem Íslendingar eru nú að ganga í gegnum á heimsvísu. Það virðist sem ekkert kynningarstarf hafi verið unnið áður en þessi ákvörðun hafi verið tekin. Og nú sér maður sjávarútvegsráðherra lýsa yfir hryggð sinni yfir vanþekkingu breta og ástrala í málinu og hvað þessar þjóðir komi nú illa út. Eins og einhver sé að hlusta. Það er bara ein þjóð sem kemur illa út í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur að vísu sent Jónínu Bjartmarz út til fundar við umhverfisráðherra norðurlandanna til þess að sannfæra þá um málstað íslendinga. Það er gott til þess að vita að einhver ráðherranna með eldheita sannfæringu í málinu sé nú að rétta hlut íslendinga í þessu persónulega klúðri Einars K. Guðfinnssonar sem er á landsögulegan mælikvarða. Þetta er sennilega eitt mesta klúður íslandssögunnar. Því miður virðist það vera svo að ríkisstjórnin hafi talið að ef haldið yrði til veiða þá myndi þjóðin þjappa sér á bakvið hana og styðja hana í stríði hins litla við öll stórveldi heimsins. Og hætta að tala um hleranir. Það eru sennilega flestir íslendingar sammála um rétt okkar til þess að stunda hvalveiðar. Það þýðir ekki að allir íslendingar séu þeirrar skoðunnar að við eigum að veiða hval. Heimspressan hefur gripið þetta mál á lofti og ríkisstjórnir hvaðanæva að úr heiminum fjalla um málið á mjög neikvæðan hátt. Enda er það illa unnið. Við erum að veiða hval, vegna þess að við megum veiða hval. Það eru engin efnisleg rök sem mæla með því. Hin mjög svo undarlega þráhyggja Halldórs Ásgrímssonar að gera Íslendinga að fulltrúum í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hefur nú verið í framkvæmd í utanríkisráðuneytinu síðustu ár. Nú virðist ríkisstjórnin hafa hætt við að fara þá leið án þess þó að gefa það sérstaklega út. Ríkisstjórnin stórskaðaði möguleika sína á því að ná þessu markmiði með því að taka upp hvalveiðar. Nú á þjóðin heimtingu á því að ríkisstjórnin leggi á borðið nákvæmar tölur yfir þá fjármuni sem settir hafa verið í þá umsókn Íslendinga. Hvað er búið að henda miklu af peningum landsmanna út um gluggann með þessari ótrúlegu þægni sjávarútvegsráðherra við Kristján Loftsson? Ólíklegt verður að teljast að þessi skynsemismaður verði kallaður til þess aftur að stýra ráðuneyti á Íslandi. Einar K. Guðfinnsson verður nú að draga inn háfinn og hrista af sér lúsina; veiðiferðin er búinn. Höfundur er í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Er Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, rétti maðurinn í það starf sem hann gegnir? Það var ekki búið að ganga frá vinnslustað afurðanna þegar haldið var til veiða, það var ekki búið að kanna hvort einhver markaður væri fyrir hvalkjöt, það var ekki búið að vinna forvinnuna fyrir þann ímyndarlega skaða sem Íslendingar eru nú að ganga í gegnum á heimsvísu. Það virðist sem ekkert kynningarstarf hafi verið unnið áður en þessi ákvörðun hafi verið tekin. Og nú sér maður sjávarútvegsráðherra lýsa yfir hryggð sinni yfir vanþekkingu breta og ástrala í málinu og hvað þessar þjóðir komi nú illa út. Eins og einhver sé að hlusta. Það er bara ein þjóð sem kemur illa út í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur að vísu sent Jónínu Bjartmarz út til fundar við umhverfisráðherra norðurlandanna til þess að sannfæra þá um málstað íslendinga. Það er gott til þess að vita að einhver ráðherranna með eldheita sannfæringu í málinu sé nú að rétta hlut íslendinga í þessu persónulega klúðri Einars K. Guðfinnssonar sem er á landsögulegan mælikvarða. Þetta er sennilega eitt mesta klúður íslandssögunnar. Því miður virðist það vera svo að ríkisstjórnin hafi talið að ef haldið yrði til veiða þá myndi þjóðin þjappa sér á bakvið hana og styðja hana í stríði hins litla við öll stórveldi heimsins. Og hætta að tala um hleranir. Það eru sennilega flestir íslendingar sammála um rétt okkar til þess að stunda hvalveiðar. Það þýðir ekki að allir íslendingar séu þeirrar skoðunnar að við eigum að veiða hval. Heimspressan hefur gripið þetta mál á lofti og ríkisstjórnir hvaðanæva að úr heiminum fjalla um málið á mjög neikvæðan hátt. Enda er það illa unnið. Við erum að veiða hval, vegna þess að við megum veiða hval. Það eru engin efnisleg rök sem mæla með því. Hin mjög svo undarlega þráhyggja Halldórs Ásgrímssonar að gera Íslendinga að fulltrúum í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hefur nú verið í framkvæmd í utanríkisráðuneytinu síðustu ár. Nú virðist ríkisstjórnin hafa hætt við að fara þá leið án þess þó að gefa það sérstaklega út. Ríkisstjórnin stórskaðaði möguleika sína á því að ná þessu markmiði með því að taka upp hvalveiðar. Nú á þjóðin heimtingu á því að ríkisstjórnin leggi á borðið nákvæmar tölur yfir þá fjármuni sem settir hafa verið í þá umsókn Íslendinga. Hvað er búið að henda miklu af peningum landsmanna út um gluggann með þessari ótrúlegu þægni sjávarútvegsráðherra við Kristján Loftsson? Ólíklegt verður að teljast að þessi skynsemismaður verði kallaður til þess aftur að stýra ráðuneyti á Íslandi. Einar K. Guðfinnsson verður nú að draga inn háfinn og hrista af sér lúsina; veiðiferðin er búinn. Höfundur er í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar