Á móti, til þess að vera á móti? 21. september 2006 06:00 Þá er enn á ný verið að kjósa í stjórn Heimdallar. Ég leit inn á stefnumál framboðanna og gladdist yfir nýju yfirbragði framboðsins blatt.is. Sem dæmi má nefna nýstárlega umhverfisstefnu og meðbyr með fyrningarfresti í kynferðisbrotamálum. Ég las lengra og kem að málefnaflokknum "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun". Næst þegar ég tek þátt í bæta stefnuskrá þá ætla ég að hafa það í huga að það er líka hægt að dæla þar inn öllu því sem ég er ósammála. Mín stefnuskrá gæti t.d verið stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, nema með neitunar forskeyti fyrir framan öll málin. Hvað í ósköpunum vill framboð Erlu Óskar Ásgeirsdóttur gera í jafnréttismálum kynjanna? Ég er engu nær þrátt fyrir að framboðið vilji varðveita og styrkja jöfn tækifæri einstaklinga. Það eina sem ég veit er að framboðið styður ekki jákvæða mismunun og kynjakvóta! Ég verð að segja að kynjakvótar eru alltaf neyðarúrræði. Aftur á móti get ég ekki bent á aðra leið sem sýnir betri árangur. Ef við ætlum að ná árangri í jafnréttismálum þá verðum við, því miður, að beita sértækum aðgerðum. Kvennalistinn var á sínum tíma sértæk aðgerð. Sértæk aðgerð til þess að auka hlut kvenna inná Alþingi. Í kjölfarið fjölgaði konum, ekki bara inná Alþingi heldur líka í fjölmiðlum, í stjórnunarstöðum og fl. Þegar Kvennalistinn hætti, þá lækkuðu þessar tölur í kjölfarið. Ef við myndum beita jákvæðri mismunun þegar hennar er þörf kæmi það sér vel fyrir bæði karla og konur. Körlum myndi fjölga í kennarastétt og konum myndi fjölga í bankastjórastöðum. Karlar ráða frekar karla. Til þess að koma í veg fyrir þann vítahring næstu áratugina, að einungis karlar verði bankastjórar og biskupar þá verðum við að beita jákvæðri mismunun, allavega ef við viljum að hæfasti einstaklingurinn komist að! Ef starfsmenn Háskóla Íslands sem stóðu að ráðningu prófessors í tölvunarfræði skor hefðu haft vit á því að beita jákvæðri mismunun hefði ekki karlmaður með miklu minni menntun og reynslu verið ráðin fram yfir þræl menntaða og reynslumikla konu sem Háskólinn hefði notið góðs að í átt að 100 bestu háskólum heims. Ég hef aldrei heyrt um stöðu þar sem kona hefur verið ráðin bara vegna þess að hún er kona. Ef svoleiðis dæmi eru til þá hefur ekki verið staðið rétt að aðgerðinni og ekki hægt að kenna neinum öðrum um en þeim sem réðu í starfið. Jákvæð mismunun er einmitt í takt við ykkar helsta markmið, að ráða hæfasta einstaklingin, sama að hvaða kyni hann er! Það hefur oft verið sagt um Vinstri Græn að þar sé einungis fólk sem er á móti bara til þess að vera á móti. Ég get ekki annað sé en stefnumálaflokkurinn "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun" sé ekkert annað en heilt framboð af fólki sem er á móti, bara til þess að vera á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þá er enn á ný verið að kjósa í stjórn Heimdallar. Ég leit inn á stefnumál framboðanna og gladdist yfir nýju yfirbragði framboðsins blatt.is. Sem dæmi má nefna nýstárlega umhverfisstefnu og meðbyr með fyrningarfresti í kynferðisbrotamálum. Ég las lengra og kem að málefnaflokknum "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun". Næst þegar ég tek þátt í bæta stefnuskrá þá ætla ég að hafa það í huga að það er líka hægt að dæla þar inn öllu því sem ég er ósammála. Mín stefnuskrá gæti t.d verið stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, nema með neitunar forskeyti fyrir framan öll málin. Hvað í ósköpunum vill framboð Erlu Óskar Ásgeirsdóttur gera í jafnréttismálum kynjanna? Ég er engu nær þrátt fyrir að framboðið vilji varðveita og styrkja jöfn tækifæri einstaklinga. Það eina sem ég veit er að framboðið styður ekki jákvæða mismunun og kynjakvóta! Ég verð að segja að kynjakvótar eru alltaf neyðarúrræði. Aftur á móti get ég ekki bent á aðra leið sem sýnir betri árangur. Ef við ætlum að ná árangri í jafnréttismálum þá verðum við, því miður, að beita sértækum aðgerðum. Kvennalistinn var á sínum tíma sértæk aðgerð. Sértæk aðgerð til þess að auka hlut kvenna inná Alþingi. Í kjölfarið fjölgaði konum, ekki bara inná Alþingi heldur líka í fjölmiðlum, í stjórnunarstöðum og fl. Þegar Kvennalistinn hætti, þá lækkuðu þessar tölur í kjölfarið. Ef við myndum beita jákvæðri mismunun þegar hennar er þörf kæmi það sér vel fyrir bæði karla og konur. Körlum myndi fjölga í kennarastétt og konum myndi fjölga í bankastjórastöðum. Karlar ráða frekar karla. Til þess að koma í veg fyrir þann vítahring næstu áratugina, að einungis karlar verði bankastjórar og biskupar þá verðum við að beita jákvæðri mismunun, allavega ef við viljum að hæfasti einstaklingurinn komist að! Ef starfsmenn Háskóla Íslands sem stóðu að ráðningu prófessors í tölvunarfræði skor hefðu haft vit á því að beita jákvæðri mismunun hefði ekki karlmaður með miklu minni menntun og reynslu verið ráðin fram yfir þræl menntaða og reynslumikla konu sem Háskólinn hefði notið góðs að í átt að 100 bestu háskólum heims. Ég hef aldrei heyrt um stöðu þar sem kona hefur verið ráðin bara vegna þess að hún er kona. Ef svoleiðis dæmi eru til þá hefur ekki verið staðið rétt að aðgerðinni og ekki hægt að kenna neinum öðrum um en þeim sem réðu í starfið. Jákvæð mismunun er einmitt í takt við ykkar helsta markmið, að ráða hæfasta einstaklingin, sama að hvaða kyni hann er! Það hefur oft verið sagt um Vinstri Græn að þar sé einungis fólk sem er á móti bara til þess að vera á móti. Ég get ekki annað sé en stefnumálaflokkurinn "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun" sé ekkert annað en heilt framboð af fólki sem er á móti, bara til þess að vera á móti.
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar