Miami 3 - Detroit 4 7. júní 2005 00:01 Detroit Pistons stóðust pressuna náðu að sigra Miami Heat, 88-82 á útivelli í oddaleik í úrslitum austurdeildarinnar í nótt og mæta því San Antonio í lokaúrslitunum. Meistararnir voru skrefi á undan heimamönnum lengst af, en það var reynsla þeirra og yfirvegun sem tryggði þeim sigurinn í gær. Tapið hefur eflaust verið leikmönnum Miami ansi sárt, því mikil meiðsli höfðu áhrif á leik þeirra í síðustu leikjum og ómögulegt að segja hvernig hefði farið ef t.a.m. Dwayne Wade hefði geta beitt sér að fullu, því eftir að hafa sleppt sjötta leiknum, lék hann með í gær og skoraði 20 stig en var langt frá sínum leik vegna sársaukans. Sama má í raun segja um Shaquille O´Neal sem aldrei var á 100% keyrslu í úrslitakeppninni, en auk hans voru þeir Eddie Jones, Damon Jones og Udonis Haslem allir að berjast við þrálát meiðsli. Ekkert má þó taka frá meisturum Detroit Pistons, sem virðast aðlaga sig að hverjum andstæðingi fyrir sig og gera það sem þeir þurfa til að vinna. Yfirvegun meistaranna og reynsla skein í gegn í leik þeirra í gær, því þeir héldu haus þrátt fyrir góð áhlaup Miami á lokasprettinum og til marks um það hittu þeir Chauncey Billups og Rasheed Wallace úr öllum vítaskotum sínum á lokaaugnablikunum, sem kórónaði einbeitingu liðsins. "Svona gerum við þetta, svona gerum við þetta," hrópaði Rip Hamilton inni í búningsklefanum eftir leikinn og átti við seiglu meistaranna, sem virðast alltaf standast pressuna þegar mest á reynir. "Ég kem frá litlum bæ í Pennsylvania og það að vera á leið í annan úrslitaleikinn minn 27 ára gamall er ótrúleg tilfinning - það verður ekki miki betra," sagði Hamilton. Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 27 stig (9 frák), Dwayne Wade 20 stig, Udonis Haslem 13 stig (10 frák), Eddie Jones 10 stig (7 frák), Keyon Dooling 6 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 22 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig (7 frák), Chauncey Billups 18 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig. NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Fleiri fréttir Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Sjá meira
Detroit Pistons stóðust pressuna náðu að sigra Miami Heat, 88-82 á útivelli í oddaleik í úrslitum austurdeildarinnar í nótt og mæta því San Antonio í lokaúrslitunum. Meistararnir voru skrefi á undan heimamönnum lengst af, en það var reynsla þeirra og yfirvegun sem tryggði þeim sigurinn í gær. Tapið hefur eflaust verið leikmönnum Miami ansi sárt, því mikil meiðsli höfðu áhrif á leik þeirra í síðustu leikjum og ómögulegt að segja hvernig hefði farið ef t.a.m. Dwayne Wade hefði geta beitt sér að fullu, því eftir að hafa sleppt sjötta leiknum, lék hann með í gær og skoraði 20 stig en var langt frá sínum leik vegna sársaukans. Sama má í raun segja um Shaquille O´Neal sem aldrei var á 100% keyrslu í úrslitakeppninni, en auk hans voru þeir Eddie Jones, Damon Jones og Udonis Haslem allir að berjast við þrálát meiðsli. Ekkert má þó taka frá meisturum Detroit Pistons, sem virðast aðlaga sig að hverjum andstæðingi fyrir sig og gera það sem þeir þurfa til að vinna. Yfirvegun meistaranna og reynsla skein í gegn í leik þeirra í gær, því þeir héldu haus þrátt fyrir góð áhlaup Miami á lokasprettinum og til marks um það hittu þeir Chauncey Billups og Rasheed Wallace úr öllum vítaskotum sínum á lokaaugnablikunum, sem kórónaði einbeitingu liðsins. "Svona gerum við þetta, svona gerum við þetta," hrópaði Rip Hamilton inni í búningsklefanum eftir leikinn og átti við seiglu meistaranna, sem virðast alltaf standast pressuna þegar mest á reynir. "Ég kem frá litlum bæ í Pennsylvania og það að vera á leið í annan úrslitaleikinn minn 27 ára gamall er ótrúleg tilfinning - það verður ekki miki betra," sagði Hamilton. Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 27 stig (9 frák), Dwayne Wade 20 stig, Udonis Haslem 13 stig (10 frák), Eddie Jones 10 stig (7 frák), Keyon Dooling 6 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 22 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig (7 frák), Chauncey Billups 18 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig.
NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Fleiri fréttir Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Sjá meira