Fótbolti

Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eftir þrettán ár hjá Leicester City ætlar Jamie Vardy að reyna fyrir sér á Ítalíu.
Eftir þrettán ár hjá Leicester City ætlar Jamie Vardy að reyna fyrir sér á Ítalíu. epa/PETER POWELL

Jamie Vardy, einn markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, er genginn í raðir Cremonese á Ítalíu.

Vardy skrifaði undir eins árs samning við Cremonese með möguleika á eins árs framlengingu ef liðið heldur sér í ítölsku úrvalsdeildinni.

Nýliðar Cremonsese hafa reyndar byrjað tímabilið af krafti og eru með fullt hús stiga í ítölsku deildarinnar eftir sigra á Sassuolo og AC Milan.

Vardy, sem er 38 ára, yfirgaf Leicester City í sumar eftir þrettán ár hjá félaginu. Hann varð Englandsmeistari með Leicester 2016 og bikarmeistari 2021. Þá varð hann markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2019-20.

Vardy lék alls fimm hundruð leiki fyrir Leicester og skorað í þeim tvö hundruð mörk.

Hann gæti þreytt frumraun sína með Cremonese þegar liðið mætir Hellas Verona á útivelli 15. september.

Meðal samherja Vardys hjá Cremonese er Romano Mussolini, barnabarnabarn einræðisherrans Benitos Mussolini sem réði ríkjum á Ítalíu á árunum 1922-43.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×