Sögð of þung til að ættleiða barn 18. maí 2005 00:01 Kona hefur stefnt íslenska ríkinu vegna synjunar dómsmálaráðherra á umsókn hennar til að ættleiða barn frá Kína. Synjunin er byggð á því að konan sé yfir kjörþyngd, auk þess sem aldur hennar er tiltekinn. Þetta er fyrsta dómsmál sinnar tegundar hérlendis og hefst málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er nú 47 ára, einhleyp og barnlaus. Hún lagði fram umsókn um svokallað forsamþykki til ættleiðingar á síðari hluta árs 2003. Taldi hún það fyllilega raunhæft eftir að einhleypu fólki var gert auðveldara en áður að ættleiða barn með lagabreytingu 1999. Konan er alin upp í stórum systkinahóp og á bróður sem er þroskaheftur. Tók hún mikinn þátt í umönnun hans og ber enn fulla ábyrgð á bróður sínum. Konan hefur lokið kennara og sérkennaranámi frá Kennaraháskóla Íslands sem og stjórnunarnámi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands. Hún hefur starfað sem kennari og deildarstjóri hjá Fjölmennt. Hún býr í eigin íbúð við góðan og stöðugan fjárhag og hefur aðstæður til að vinna mikið heima við. Með öðrum umsóknargögnum hafði hún skilað til ráðuneytisins heilbrigðisvottorði frá hjartalækni þar sem hann hafði metið áhættu af hjarta- og æðasjúkdómum vegna yfirþyngdarvanda hennar. Læknirinn fann engin merki um slíkt. Í desember 2003 fól dómsmálaráðuneytið barnaverndarnefnd í héraði að kanna hagi konunnar. Benti ráðuneytið nefndinni "á meint yfirþyngdarvandamál stefnanda..." að því er segir í stefnu. Eftir að hafa skoðað málið mælti barnaverndarnefndin með því að konan fengi að ættleiða. Í mars 2004 leitaði ráðuneytið álits ættleiðingarnefndar og benti það nefndinni einnig sérstaklega á að konan væri yfir kjörþyngd. Öfugt á við barnaverndarnefndina mælti ættleiðingarnefndin gegn því að konan fengi að ætleiða. Í júlí 2004 hafnaði ráðuneytið svo umsókn konunnar. Konan gerir þá kröfu fyrir dómi, að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi. Einnig að viðurkennt verði með dómi að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. "Byggir stefnandi á því að stjórnvaldsákvörðun ráðuneytisins þannig byggð á geðþóttaákvörðunum og fordómum og standist hvorki lög né rök," segir í stefnunni. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Kona hefur stefnt íslenska ríkinu vegna synjunar dómsmálaráðherra á umsókn hennar til að ættleiða barn frá Kína. Synjunin er byggð á því að konan sé yfir kjörþyngd, auk þess sem aldur hennar er tiltekinn. Þetta er fyrsta dómsmál sinnar tegundar hérlendis og hefst málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er nú 47 ára, einhleyp og barnlaus. Hún lagði fram umsókn um svokallað forsamþykki til ættleiðingar á síðari hluta árs 2003. Taldi hún það fyllilega raunhæft eftir að einhleypu fólki var gert auðveldara en áður að ættleiða barn með lagabreytingu 1999. Konan er alin upp í stórum systkinahóp og á bróður sem er þroskaheftur. Tók hún mikinn þátt í umönnun hans og ber enn fulla ábyrgð á bróður sínum. Konan hefur lokið kennara og sérkennaranámi frá Kennaraháskóla Íslands sem og stjórnunarnámi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands. Hún hefur starfað sem kennari og deildarstjóri hjá Fjölmennt. Hún býr í eigin íbúð við góðan og stöðugan fjárhag og hefur aðstæður til að vinna mikið heima við. Með öðrum umsóknargögnum hafði hún skilað til ráðuneytisins heilbrigðisvottorði frá hjartalækni þar sem hann hafði metið áhættu af hjarta- og æðasjúkdómum vegna yfirþyngdarvanda hennar. Læknirinn fann engin merki um slíkt. Í desember 2003 fól dómsmálaráðuneytið barnaverndarnefnd í héraði að kanna hagi konunnar. Benti ráðuneytið nefndinni "á meint yfirþyngdarvandamál stefnanda..." að því er segir í stefnu. Eftir að hafa skoðað málið mælti barnaverndarnefndin með því að konan fengi að ættleiða. Í mars 2004 leitaði ráðuneytið álits ættleiðingarnefndar og benti það nefndinni einnig sérstaklega á að konan væri yfir kjörþyngd. Öfugt á við barnaverndarnefndina mælti ættleiðingarnefndin gegn því að konan fengi að ætleiða. Í júlí 2004 hafnaði ráðuneytið svo umsókn konunnar. Konan gerir þá kröfu fyrir dómi, að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi. Einnig að viðurkennt verði með dómi að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. "Byggir stefnandi á því að stjórnvaldsákvörðun ráðuneytisins þannig byggð á geðþóttaákvörðunum og fordómum og standist hvorki lög né rök," segir í stefnunni.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira