Sögð of þung til að ættleiða barn 18. maí 2005 00:01 Kona hefur stefnt íslenska ríkinu vegna synjunar dómsmálaráðherra á umsókn hennar til að ættleiða barn frá Kína. Synjunin er byggð á því að konan sé yfir kjörþyngd, auk þess sem aldur hennar er tiltekinn. Þetta er fyrsta dómsmál sinnar tegundar hérlendis og hefst málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er nú 47 ára, einhleyp og barnlaus. Hún lagði fram umsókn um svokallað forsamþykki til ættleiðingar á síðari hluta árs 2003. Taldi hún það fyllilega raunhæft eftir að einhleypu fólki var gert auðveldara en áður að ættleiða barn með lagabreytingu 1999. Konan er alin upp í stórum systkinahóp og á bróður sem er þroskaheftur. Tók hún mikinn þátt í umönnun hans og ber enn fulla ábyrgð á bróður sínum. Konan hefur lokið kennara og sérkennaranámi frá Kennaraháskóla Íslands sem og stjórnunarnámi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands. Hún hefur starfað sem kennari og deildarstjóri hjá Fjölmennt. Hún býr í eigin íbúð við góðan og stöðugan fjárhag og hefur aðstæður til að vinna mikið heima við. Með öðrum umsóknargögnum hafði hún skilað til ráðuneytisins heilbrigðisvottorði frá hjartalækni þar sem hann hafði metið áhættu af hjarta- og æðasjúkdómum vegna yfirþyngdarvanda hennar. Læknirinn fann engin merki um slíkt. Í desember 2003 fól dómsmálaráðuneytið barnaverndarnefnd í héraði að kanna hagi konunnar. Benti ráðuneytið nefndinni "á meint yfirþyngdarvandamál stefnanda..." að því er segir í stefnu. Eftir að hafa skoðað málið mælti barnaverndarnefndin með því að konan fengi að ættleiða. Í mars 2004 leitaði ráðuneytið álits ættleiðingarnefndar og benti það nefndinni einnig sérstaklega á að konan væri yfir kjörþyngd. Öfugt á við barnaverndarnefndina mælti ættleiðingarnefndin gegn því að konan fengi að ætleiða. Í júlí 2004 hafnaði ráðuneytið svo umsókn konunnar. Konan gerir þá kröfu fyrir dómi, að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi. Einnig að viðurkennt verði með dómi að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. "Byggir stefnandi á því að stjórnvaldsákvörðun ráðuneytisins þannig byggð á geðþóttaákvörðunum og fordómum og standist hvorki lög né rök," segir í stefnunni. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Kona hefur stefnt íslenska ríkinu vegna synjunar dómsmálaráðherra á umsókn hennar til að ættleiða barn frá Kína. Synjunin er byggð á því að konan sé yfir kjörþyngd, auk þess sem aldur hennar er tiltekinn. Þetta er fyrsta dómsmál sinnar tegundar hérlendis og hefst málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er nú 47 ára, einhleyp og barnlaus. Hún lagði fram umsókn um svokallað forsamþykki til ættleiðingar á síðari hluta árs 2003. Taldi hún það fyllilega raunhæft eftir að einhleypu fólki var gert auðveldara en áður að ættleiða barn með lagabreytingu 1999. Konan er alin upp í stórum systkinahóp og á bróður sem er þroskaheftur. Tók hún mikinn þátt í umönnun hans og ber enn fulla ábyrgð á bróður sínum. Konan hefur lokið kennara og sérkennaranámi frá Kennaraháskóla Íslands sem og stjórnunarnámi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands. Hún hefur starfað sem kennari og deildarstjóri hjá Fjölmennt. Hún býr í eigin íbúð við góðan og stöðugan fjárhag og hefur aðstæður til að vinna mikið heima við. Með öðrum umsóknargögnum hafði hún skilað til ráðuneytisins heilbrigðisvottorði frá hjartalækni þar sem hann hafði metið áhættu af hjarta- og æðasjúkdómum vegna yfirþyngdarvanda hennar. Læknirinn fann engin merki um slíkt. Í desember 2003 fól dómsmálaráðuneytið barnaverndarnefnd í héraði að kanna hagi konunnar. Benti ráðuneytið nefndinni "á meint yfirþyngdarvandamál stefnanda..." að því er segir í stefnu. Eftir að hafa skoðað málið mælti barnaverndarnefndin með því að konan fengi að ættleiða. Í mars 2004 leitaði ráðuneytið álits ættleiðingarnefndar og benti það nefndinni einnig sérstaklega á að konan væri yfir kjörþyngd. Öfugt á við barnaverndarnefndina mælti ættleiðingarnefndin gegn því að konan fengi að ætleiða. Í júlí 2004 hafnaði ráðuneytið svo umsókn konunnar. Konan gerir þá kröfu fyrir dómi, að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi. Einnig að viðurkennt verði með dómi að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. "Byggir stefnandi á því að stjórnvaldsákvörðun ráðuneytisins þannig byggð á geðþóttaákvörðunum og fordómum og standist hvorki lög né rök," segir í stefnunni.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira