Chicago 2 - Washington 3 5. maí 2005 00:01 Eftir dramatískar lokamínútur og rosalegan endasprett, þurftu heimamenn í Chicago Bulls að sætta sig við 112-110 tap fyrir Washington Wizards, þar sem Gilbert Arenas skoraði sigurkörfuna þegar leiktíminn rann út og nú getur Washington liðið klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Tapið í nótt var liði Chicago ekki síður sárt ef litið er til þess að þeir voru undir allann leikinn í nótt og 20 stig skyldu liðin í þriðja leikhluta. Bulls gerðu mikið áhlaup í síðasta leikhlutanum og lokasekúndurnar voru æsilegar. Liðsmenn Washington brenndu af nokkrum vítaskotum og hittu illa utan af velli, á meðan allt fór niður hjá Bulls. Jannero Pargo skoraði þrár þriggja stiga körfur á síðustu 34 sekúndum leiksins og Kirk Hinrich setti eina. Leikurinn var því orðinn jafn á síðustu andartökunum, en þá tók Gilbert Arenas málin í sínar hendur. "Ég vissi að skotið færi ofan í, ég tek svona skot á hverjum degi. Alla dreymir um að skora svona körfur þegar þeir eru yngri og þegar maður fær tækifæri til þess, vill maður auðvitað ekki klúðra því," sagði Arenas. Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld í MCI Höllinni í Washington, en þar hafa heimamenn sigrað Chicago 10 sinnum í röð. Washington hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 1982. "Ég reyndi hvað ég gat til að verjast honum, því ég vissi að það yrði hann sem tæki þetta skot fyrir þá. Hann hinsvegar gerði vel í að hitta úr skortinu og það var eins og rýtingur í hjartað á okkur," sagði Kirk Hinrich. Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 33 stig (9 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig (10 frák), Brendan Haywood 17 stig (7 frák, 5 varin), Gilbert Arenas 16 stig (8 stoðs, 6 frák), Jared Jeffries 12 stig (8 frák), Juan Dixon 6 stig, Michael Ruffin 6 stig.Atkvæðamestir hjá Chicago:Ben Gordon 27 stig, Kirk Hinrich 23 stig (7 stoðs, 6 þriggja stiga körfur), Tyson Chandler 22 stig (10 frák), Othella Harrington 12 stig, Jannero Pargo 10 stig, Chris Duhon 8 stig. NBA Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Sjá meira
Eftir dramatískar lokamínútur og rosalegan endasprett, þurftu heimamenn í Chicago Bulls að sætta sig við 112-110 tap fyrir Washington Wizards, þar sem Gilbert Arenas skoraði sigurkörfuna þegar leiktíminn rann út og nú getur Washington liðið klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Tapið í nótt var liði Chicago ekki síður sárt ef litið er til þess að þeir voru undir allann leikinn í nótt og 20 stig skyldu liðin í þriðja leikhluta. Bulls gerðu mikið áhlaup í síðasta leikhlutanum og lokasekúndurnar voru æsilegar. Liðsmenn Washington brenndu af nokkrum vítaskotum og hittu illa utan af velli, á meðan allt fór niður hjá Bulls. Jannero Pargo skoraði þrár þriggja stiga körfur á síðustu 34 sekúndum leiksins og Kirk Hinrich setti eina. Leikurinn var því orðinn jafn á síðustu andartökunum, en þá tók Gilbert Arenas málin í sínar hendur. "Ég vissi að skotið færi ofan í, ég tek svona skot á hverjum degi. Alla dreymir um að skora svona körfur þegar þeir eru yngri og þegar maður fær tækifæri til þess, vill maður auðvitað ekki klúðra því," sagði Arenas. Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld í MCI Höllinni í Washington, en þar hafa heimamenn sigrað Chicago 10 sinnum í röð. Washington hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 1982. "Ég reyndi hvað ég gat til að verjast honum, því ég vissi að það yrði hann sem tæki þetta skot fyrir þá. Hann hinsvegar gerði vel í að hitta úr skortinu og það var eins og rýtingur í hjartað á okkur," sagði Kirk Hinrich. Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 33 stig (9 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig (10 frák), Brendan Haywood 17 stig (7 frák, 5 varin), Gilbert Arenas 16 stig (8 stoðs, 6 frák), Jared Jeffries 12 stig (8 frák), Juan Dixon 6 stig, Michael Ruffin 6 stig.Atkvæðamestir hjá Chicago:Ben Gordon 27 stig, Kirk Hinrich 23 stig (7 stoðs, 6 þriggja stiga körfur), Tyson Chandler 22 stig (10 frák), Othella Harrington 12 stig, Jannero Pargo 10 stig, Chris Duhon 8 stig.
NBA Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Sjá meira