Lýst sem ungum Elvari: Reynir til eins besta liðs Þýskalands Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 09:35 Reynir Þór Stefánsson fór á kostum með Fram í vetur. Vísir/Diego Þýska handknattleiksfélagið Melsungen staðfesti í dag komu Framarans unga Reynis Þórs Stefánssonar. Óhætt er að segja að síðustu vikur hafi verið sannkallaður draumur hjá þessum 19 ára leikmanni. Eftir að hafa spilað sinn fyrsta A-landsleik og verið algjör lykilmaður í að gera Fram að Íslandsmeistara í fyrsta sinn í tólf ár, heldur Reynir nú í atvinnumennsku til eins besta liðs Þýskalands. Reynir kemur frítt til Melsungen og skrifar undir samning sem gildir til ársins 2028. Honum er greinilega ætlað að taka við hlutverki Elvars Arnar Jónssonar því á heimasíðu Melsungen er honum lýst sem „ungum Elvari“, af Michael Allendorf yfirmanni íþróttamála, vegna svipaðs leikstíls og hæfileika. Þá fær hann sama treyjunúmer og Selfyssingurinn er með en Elvar er á förum til Magdeburg í sumar. „Reynir er með allt sem til þarf en hann þarf auðvitað líka tíma. Við munum gefa honum tíma,“ segir Allendorf, stoltur af því að Reynir hafi valið Melsungen. Forráðamenn Melsungen hafa greinilega væntingar um að Reynir Þór Stefánsson feti í fótspor Elvars Arnar Jónssonar sem verið hefur algjör lykilmaður hjá liðinu.Getty/Dean Mouhtaropoulos Haft er eftir Reyni að hann hafi fengið ráðleggingar frá Elvari og Arnari Frey Arnarssyni. Báðir hafi verið mjög jákvæðir og gert ákvörðunina auðvelda. „Melsungen er með skýr markmið og á uppleið, og ég vil taka þátt í þeirri þróun,“ segir Reynir. Leiktíðinni í Þýskalandi lýkur á sunnudaginn. Melsungen hefur verið í baráttu um meistaratitilinn í allan vetur en er núna í 3. sæti með 53 stig, stigi á eftir Füchse Berlín sem á leik til góða í kvöld, og tveimur stigum á eftir Magdeburg. Þýski handboltinn Fram Olís-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Eftir að hafa spilað sinn fyrsta A-landsleik og verið algjör lykilmaður í að gera Fram að Íslandsmeistara í fyrsta sinn í tólf ár, heldur Reynir nú í atvinnumennsku til eins besta liðs Þýskalands. Reynir kemur frítt til Melsungen og skrifar undir samning sem gildir til ársins 2028. Honum er greinilega ætlað að taka við hlutverki Elvars Arnar Jónssonar því á heimasíðu Melsungen er honum lýst sem „ungum Elvari“, af Michael Allendorf yfirmanni íþróttamála, vegna svipaðs leikstíls og hæfileika. Þá fær hann sama treyjunúmer og Selfyssingurinn er með en Elvar er á förum til Magdeburg í sumar. „Reynir er með allt sem til þarf en hann þarf auðvitað líka tíma. Við munum gefa honum tíma,“ segir Allendorf, stoltur af því að Reynir hafi valið Melsungen. Forráðamenn Melsungen hafa greinilega væntingar um að Reynir Þór Stefánsson feti í fótspor Elvars Arnar Jónssonar sem verið hefur algjör lykilmaður hjá liðinu.Getty/Dean Mouhtaropoulos Haft er eftir Reyni að hann hafi fengið ráðleggingar frá Elvari og Arnari Frey Arnarssyni. Báðir hafi verið mjög jákvæðir og gert ákvörðunina auðvelda. „Melsungen er með skýr markmið og á uppleið, og ég vil taka þátt í þeirri þróun,“ segir Reynir. Leiktíðinni í Þýskalandi lýkur á sunnudaginn. Melsungen hefur verið í baráttu um meistaratitilinn í allan vetur en er núna í 3. sæti með 53 stig, stigi á eftir Füchse Berlín sem á leik til góða í kvöld, og tveimur stigum á eftir Magdeburg.
Þýski handboltinn Fram Olís-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni