Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 14:17 Bjarki Gunnlaugsson og Guðjón Þórðarson þekkjast vel enda báðir dáðir synir Skagans. Bjarki lék undir stjórn Guðjóns bæði hjá ÍA og í landsliðinu. Samsett/A&B/Getty „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. Bjarki rifjar þetta upp í þætti tvö í hlaðvarpsseríunni Návígi, hliðarverkefni sem tengist sjónvarpsþáttunum A&B sem sýndir voru nýverið á Stöð 2 Sport. Í sjónvarpsþáttunum er fjallað um tvíburana Arnar og Bjarka en við vinnslu þáttanna safnaði Gunnlaugur Jónsson miklu aukaefni sem ekki komst að, og þar á meðal er sagan af því þegar Bjarki hætti í landsliðinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en eftir 39:05 mínútur af þættinum hefst umræða um þegar Bjarki hætti. Guðjón Þórðarson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands sumarið 1997 og tók þá við af Loga Ólafssyni. „Mín saga með Gauja nær aðeins aftur, frá þessum árum þegar ég var næstum því farinn frá ÍA í Val. Það voru miklar vonir og væntingar með tilkomu Guðjóns sem landsliðsþjálfara, hjá mér líka enda þekkti ég hann vel,“ segir Bjarki sem var búinn að spila 23 A-landsleiki þegar Guðjón tók við, þá 24 ára gamall, en lék svo bara fjóra leiki í viðbót. „Hann velur mig í æfingamót á Kýpur, í ársbyrjun 1998. Þar voru spilaðir þrír leikir og þar geri ég mín stærstu mistök sem leikmaður, því ég basically hætti í landsliðinu, út af atviki sem var bara einhver „pabbaþrjóska“,“ segir Bjarki sem grínast með að hann hafi skap pabba bræðranna öfugt við Arnar sem hafi skap mömmu þeirra. Feðgarnir geti snöggreiðst og það hafi gerst daginn örlagaríka á Kýpur, þegar leikmenn sátu í anddyri liðshótelsins fyrir þriðja og síðasta leik mótsins. Segir Guðjón hafa hætt við og sett son sinn í stað Bjarka „Guðjón kemur til okkar og segir okkur byrjunarliðið. Við Arnar vorum báðir í því og allir ánægðir með það. Ég hafði ekki byrjað fyrsta leikinn en startaði annan leikinn og skoraði í honum. Svo kemur fundur í kjölfarið og hann les upp byrjunarliðið, og það var allt eins og hann hafði sagt nema hvað ég var ekki lengur í byrjunarliðinu heldur var Bjarni Guðjóns sonur hans kominn í byrjunarliðið í minn stað. Það fauk svo í mig,“ segir Bjarki sem rauk upp á hótelherbergi sitt. „Ég vissi ekkert hvað þú ætlaðir að gera,“ skaut Arnar inn í en Bjarki kom svo niður aftur og gekk í flasið á Guðjóni og Ásgeiri Sigurvinssyni sem þá var tæknilegur ráðgjafi landsliðsins. „Þetta var stundarbrjálæði“ „Ég labbaði beint til Gauja og sagði: „Ekki búast við mér í þessum leik“. Já, þetta var bara fáránlegt. Hann reyndi eitthvað en ég labbaði bara í burtu,“ segir Bjarki og sér greinilega eftir sinni hegðun. „Ef maður hugsar þetta sem umboðsmaður í dag þá var þetta fáránleg ákvörðun hjá mér. Þó þú sért stoltur og allt það, hafir á þessu skoðanir og finnist á þér brotið þá áttu bara að taka símtöl. Ræða við þína nánustu. Það fauk bara í mig. Þetta var stundarbrjálæði. Hræðileg ákvörðun. Mínum landsleikjaferli, eða ferli innan KSÍ, var bara lokið eftir þetta. Þér er ekki fyrirgefið fyrir eitthvað svona,“ segir Bjarki og grínaðist svo með að það hefði vissulega verið svolítið sérstakt að vera með hópnum á Kýpur eftir þetta og ferðast með honum heim. Hægt er að hlusta á þættina á tal.is með því að smella hér. Þáttur tvö er í spilaranum hér að neðan. Landslið karla í fótbolta A&B Návígi Mest lesið Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Bjarki rifjar þetta upp í þætti tvö í hlaðvarpsseríunni Návígi, hliðarverkefni sem tengist sjónvarpsþáttunum A&B sem sýndir voru nýverið á Stöð 2 Sport. Í sjónvarpsþáttunum er fjallað um tvíburana Arnar og Bjarka en við vinnslu þáttanna safnaði Gunnlaugur Jónsson miklu aukaefni sem ekki komst að, og þar á meðal er sagan af því þegar Bjarki hætti í landsliðinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en eftir 39:05 mínútur af þættinum hefst umræða um þegar Bjarki hætti. Guðjón Þórðarson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands sumarið 1997 og tók þá við af Loga Ólafssyni. „Mín saga með Gauja nær aðeins aftur, frá þessum árum þegar ég var næstum því farinn frá ÍA í Val. Það voru miklar vonir og væntingar með tilkomu Guðjóns sem landsliðsþjálfara, hjá mér líka enda þekkti ég hann vel,“ segir Bjarki sem var búinn að spila 23 A-landsleiki þegar Guðjón tók við, þá 24 ára gamall, en lék svo bara fjóra leiki í viðbót. „Hann velur mig í æfingamót á Kýpur, í ársbyrjun 1998. Þar voru spilaðir þrír leikir og þar geri ég mín stærstu mistök sem leikmaður, því ég basically hætti í landsliðinu, út af atviki sem var bara einhver „pabbaþrjóska“,“ segir Bjarki sem grínast með að hann hafi skap pabba bræðranna öfugt við Arnar sem hafi skap mömmu þeirra. Feðgarnir geti snöggreiðst og það hafi gerst daginn örlagaríka á Kýpur, þegar leikmenn sátu í anddyri liðshótelsins fyrir þriðja og síðasta leik mótsins. Segir Guðjón hafa hætt við og sett son sinn í stað Bjarka „Guðjón kemur til okkar og segir okkur byrjunarliðið. Við Arnar vorum báðir í því og allir ánægðir með það. Ég hafði ekki byrjað fyrsta leikinn en startaði annan leikinn og skoraði í honum. Svo kemur fundur í kjölfarið og hann les upp byrjunarliðið, og það var allt eins og hann hafði sagt nema hvað ég var ekki lengur í byrjunarliðinu heldur var Bjarni Guðjóns sonur hans kominn í byrjunarliðið í minn stað. Það fauk svo í mig,“ segir Bjarki sem rauk upp á hótelherbergi sitt. „Ég vissi ekkert hvað þú ætlaðir að gera,“ skaut Arnar inn í en Bjarki kom svo niður aftur og gekk í flasið á Guðjóni og Ásgeiri Sigurvinssyni sem þá var tæknilegur ráðgjafi landsliðsins. „Þetta var stundarbrjálæði“ „Ég labbaði beint til Gauja og sagði: „Ekki búast við mér í þessum leik“. Já, þetta var bara fáránlegt. Hann reyndi eitthvað en ég labbaði bara í burtu,“ segir Bjarki og sér greinilega eftir sinni hegðun. „Ef maður hugsar þetta sem umboðsmaður í dag þá var þetta fáránleg ákvörðun hjá mér. Þó þú sért stoltur og allt það, hafir á þessu skoðanir og finnist á þér brotið þá áttu bara að taka símtöl. Ræða við þína nánustu. Það fauk bara í mig. Þetta var stundarbrjálæði. Hræðileg ákvörðun. Mínum landsleikjaferli, eða ferli innan KSÍ, var bara lokið eftir þetta. Þér er ekki fyrirgefið fyrir eitthvað svona,“ segir Bjarki og grínaðist svo með að það hefði vissulega verið svolítið sérstakt að vera með hópnum á Kýpur eftir þetta og ferðast með honum heim. Hægt er að hlusta á þættina á tal.is með því að smella hér. Þáttur tvö er í spilaranum hér að neðan.
Landslið karla í fótbolta A&B Návígi Mest lesið Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti