Forseti Como leyfir Inter ekki að tala við Fàbregas Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. júní 2025 13:30 Inter fékk ekki leyfi til að tala við þjálfarann Cesc Fàbregas og forseti Como segir hann vera fagmann sem hafi ekki krafist neins. Marco Luzzani/Getty Images Forseti Como í ítölsku úrvalsdeildinni hafnaði beiðni Inter um að ræða við þjálfarann Cesc Fàbregas. Inter var búið að setja sig í samband við Fàbregas og eiga óformlegar viðræður við þjálfarann, yfirmaður hjá Inter flaug svo til Lundúna í gær í von um að hefja formlegar samningaviðræður en leyfi fékkst ekki fyrir því. „Við höfum greint forseta Inter skýrt frá afstöðu okkar, hann samþykkti hana af kurteisi og virðingu eins og búast mátti við hjá tveimur félögum sem virða hvort annað. Við lítum á orðrómana um þjálfara okkar sem ekkert annað uppspuna fjölmiðla og þykir mjög ólíklegt að eitthvað lið muni reyna að ræða við hann þegar okkar afstaða er skýr, sérstaklega klúbbur á við Inter“ sagði Mirwan Surwarso, forseti Como. Cesc Fabregas og forsetinn Mirwan Suwarso sátu saman sem gestir á ráðstefnu í Lundúnum í gær. Lorne Thomson/Redferns Enginn fararhugur í Fàbregas „Allan tímann sem orðrómarnir hafa verið á sveimi, hefur þjálfari okkar aldrei beðið um eða gefið í skyn að hann vildi fara. Hann hefur heldur ekki nýtt áhuga annarra liða til að krefjast hærri launa. Hann hefur alla tíð sýnt fagmennsku í starfi og virðingu við félagið. Við erum stolt af því að hafa mann eins og hann í stjórastólnum“ sagði forsetinn Surwarso einnig. Aðrir mögulegir arftakar Inzaghi Eftir stærsta tap sögunnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ákvað Simone Inzaghi að hætta störfum hjá Inter og taka við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Fàbregas var efstur á óskalista Inter sem arftaki hans en tveir aðrir koma nú til greina. Annars vegar Christian Chivu, fyrrum leikmaður félagsins sem hefur áður starfað sem þjálfari hjá unglingaliðum Inter og bjargaði Parma frá falli úr ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hins vegar Patrick Vieira, sem spilaði með Inter frá 2006-10 og stýrði Genoa á síðasta tímabili. Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Inter var búið að setja sig í samband við Fàbregas og eiga óformlegar viðræður við þjálfarann, yfirmaður hjá Inter flaug svo til Lundúna í gær í von um að hefja formlegar samningaviðræður en leyfi fékkst ekki fyrir því. „Við höfum greint forseta Inter skýrt frá afstöðu okkar, hann samþykkti hana af kurteisi og virðingu eins og búast mátti við hjá tveimur félögum sem virða hvort annað. Við lítum á orðrómana um þjálfara okkar sem ekkert annað uppspuna fjölmiðla og þykir mjög ólíklegt að eitthvað lið muni reyna að ræða við hann þegar okkar afstaða er skýr, sérstaklega klúbbur á við Inter“ sagði Mirwan Surwarso, forseti Como. Cesc Fabregas og forsetinn Mirwan Suwarso sátu saman sem gestir á ráðstefnu í Lundúnum í gær. Lorne Thomson/Redferns Enginn fararhugur í Fàbregas „Allan tímann sem orðrómarnir hafa verið á sveimi, hefur þjálfari okkar aldrei beðið um eða gefið í skyn að hann vildi fara. Hann hefur heldur ekki nýtt áhuga annarra liða til að krefjast hærri launa. Hann hefur alla tíð sýnt fagmennsku í starfi og virðingu við félagið. Við erum stolt af því að hafa mann eins og hann í stjórastólnum“ sagði forsetinn Surwarso einnig. Aðrir mögulegir arftakar Inzaghi Eftir stærsta tap sögunnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ákvað Simone Inzaghi að hætta störfum hjá Inter og taka við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Fàbregas var efstur á óskalista Inter sem arftaki hans en tveir aðrir koma nú til greina. Annars vegar Christian Chivu, fyrrum leikmaður félagsins sem hefur áður starfað sem þjálfari hjá unglingaliðum Inter og bjargaði Parma frá falli úr ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hins vegar Patrick Vieira, sem spilaði með Inter frá 2006-10 og stýrði Genoa á síðasta tímabili.
Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira