Sport

Höttur vann fyrsta leikinn

Lið Hattar frá Egilsstöðum gerði sér lítið fyrir og sigraði Valsmenn á Hlíðarenda í kvöld í fyrsta leik liðanna um sæti í Úrvalsdeildinni á næsta ári. Leikurinn var æsispennandi allan tímann, en gestirnir frá Egilsstöðum sigu fram úr í lokaleikhlutanum og unnu 87-89. Valsmenn höfðu tækifæri til að jafna leikinn á lokasekúndunum en það tókst ekki og því er Höttur með vænlega stöðu fyrir næsta leik, sem leikinn verður á Egilsstöðum, en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í Úrvalsdeildina næsta vetur. Eugene Christopher var stigahæstur gestanna með 35 stig og Viðar Hafsteinsson skoraði 14, en hjá Valsmönnum var það Steingrímur Ingólfsson sem skoraði mest eða 22 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×