Þrír leikir í NBA í nótt 1. apríl 2005 00:01 Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Minnesota Timberwolves unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir fengu Los Angeles Lakers í heimsókn. Leikurinn fór 105-96 fyrir Wolves, sem greinilega hafa ekki gefið upp alla von í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Kevin Garnett var þeirra atkvæðamestur að venju með 23 stig og 12 fráköst, en hjá Lakers skoraði Kobe Bryant 26. Lið Minnesota hefur valdið liða mestum vonbrigðum í ár með slöku gengi, en flestir voru á því að liðið yrði í baráttunni um sigurinn í vesturdeildinni á þessu keppnistímabili. Annað lið sem hefur komið spámönnum í opna skjöldu á leiktíðinni er ungt lið Chicago Bulls, sem hefur dúsað í kjallara deildarinnar í nokkur ár. Liðið er nú á gríðarlegri siglingu og í nótt lögðu "kálfarnir" lið Cleveland Cavaliers í framlengdum æsisspennandi leik. Það var ungstirnið LeBron James sem var hetja Cleveland í venjulegum leiktíma, þegar hann jafnaði leikinn á síðustu sekúndunum með þriggja stiga skoti og knúði fram framlengingu. Með því héldu menn að lið Bulls myndi brotna niður, en það var öðru nær, liðið sigraði 102-90. "Við létum það ekki brjóta okkur niður þó þeir næðu að jafna og við urðum meira að segja dálítið reiðir," sagði hörkutólið Scott Skiles, þjálfari Bulls. Lið hans kom ákveðið til leiks í framlengingunni og skoraði ellefu fyrstu stigin án þess að Cleveland næði að svara og þá var sigurinn í höfn, en hann var sá áttundi í röð hjá liðinu sem ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Ekki var spennan síðri í öðrum leik sem fram fór í austurdeildinni þegar efsta liðið, Miami Heat sótti vængbrotið lið Indiana Pacers heim. Í þessum leik var það einnig þriggja stiga karfa á lokasekúndunni sem knúði fram aukahlutann, en þar var að verki skaphundurinn Stephen Jackson. Gamalmennið Reggie Miller var stigahæstur heimamanna í Indiana með 31 stig og hitti vel í leiknum. Hjá Miami var það Dwayne Wade sem var stigahæstur með 37 stig, en það dugði ekki til, því heimamenn tóku völdin í framlengingunni og sigruðu 114-108. Þetta var 12 sigurleikur Indiana á Miami í röð og sá þriðji í röð sem ræðst í framlengingu, svo að einvígi þessara liða hafa verið hin æsilegustu í ár og ekki yrði ónýtt ef þau mættust í úrslitakeppninni sem hefst í enda mánaðarins. Körfubolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Minnesota Timberwolves unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir fengu Los Angeles Lakers í heimsókn. Leikurinn fór 105-96 fyrir Wolves, sem greinilega hafa ekki gefið upp alla von í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Kevin Garnett var þeirra atkvæðamestur að venju með 23 stig og 12 fráköst, en hjá Lakers skoraði Kobe Bryant 26. Lið Minnesota hefur valdið liða mestum vonbrigðum í ár með slöku gengi, en flestir voru á því að liðið yrði í baráttunni um sigurinn í vesturdeildinni á þessu keppnistímabili. Annað lið sem hefur komið spámönnum í opna skjöldu á leiktíðinni er ungt lið Chicago Bulls, sem hefur dúsað í kjallara deildarinnar í nokkur ár. Liðið er nú á gríðarlegri siglingu og í nótt lögðu "kálfarnir" lið Cleveland Cavaliers í framlengdum æsisspennandi leik. Það var ungstirnið LeBron James sem var hetja Cleveland í venjulegum leiktíma, þegar hann jafnaði leikinn á síðustu sekúndunum með þriggja stiga skoti og knúði fram framlengingu. Með því héldu menn að lið Bulls myndi brotna niður, en það var öðru nær, liðið sigraði 102-90. "Við létum það ekki brjóta okkur niður þó þeir næðu að jafna og við urðum meira að segja dálítið reiðir," sagði hörkutólið Scott Skiles, þjálfari Bulls. Lið hans kom ákveðið til leiks í framlengingunni og skoraði ellefu fyrstu stigin án þess að Cleveland næði að svara og þá var sigurinn í höfn, en hann var sá áttundi í röð hjá liðinu sem ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Ekki var spennan síðri í öðrum leik sem fram fór í austurdeildinni þegar efsta liðið, Miami Heat sótti vængbrotið lið Indiana Pacers heim. Í þessum leik var það einnig þriggja stiga karfa á lokasekúndunni sem knúði fram aukahlutann, en þar var að verki skaphundurinn Stephen Jackson. Gamalmennið Reggie Miller var stigahæstur heimamanna í Indiana með 31 stig og hitti vel í leiknum. Hjá Miami var það Dwayne Wade sem var stigahæstur með 37 stig, en það dugði ekki til, því heimamenn tóku völdin í framlengingunni og sigruðu 114-108. Þetta var 12 sigurleikur Indiana á Miami í röð og sá þriðji í röð sem ræðst í framlengingu, svo að einvígi þessara liða hafa verið hin æsilegustu í ár og ekki yrði ónýtt ef þau mættust í úrslitakeppninni sem hefst í enda mánaðarins.
Körfubolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira