Dúndrandi sjálfstraust Keflavíkur 31. mars 2005 00:01 Snæfell sækir Keflavík heim í Sláturhúsið í fyrstu umferð lokaúrslitanna í Intersportdeildinni í körfuknattleik. Liðin tvö mættust einnig í úrslitunum á síðasta ári en þá vann Keflavík öruggan sigur, 3-1. Keflvíkingar þykja sigurstranglegri í seríunni og fór liðið gjörsamlega hamförum gegn liði ÍR í undanúrslitunum. Fréttablaðið fékk Einar Bollason, fyrrum landsliðsþjálfara og leikmann, til að spá í viðureign kvöldsins. "Þarna mætast stálin stinn, tvímælalaust tvö bestu lið landsins og engin tilviljun að þau skuli mætast aftur," sagði Einar. "Anthony Glover er auðvitað sterkur leikmaður en hefur ekki náð að fylla skarð Derrick Allen sem var frábær í fyrra. Það veikti liðið að missa Fannar Ólafsson en aftur á móti eru aðrir leikmenn í Keflavíkurliðinu sem eru að spila betur. Efstur á blaði er Sverrir Sverrisson sem hefur aldrei leikið betur en nú. " Einar sagði að margir vildu meina að Keflavíkurliðið væri ekki ekki jafn sterkt og í fyrra. "Ég get að mörgu leyti tekið undir það en það er engu að síður dúndrandi sjálfstraust hjá liðinu. En Keflvíkingar þurfa að passa sig á einu og það er að dramb er falli næst. Þeir hafa verið ansi brattir í yfirlýsingum og allt að því gert lítið úr andstæðingum sínum." "Snæfellingar eru náttúrulega ekki árennilegir í fráköstunum, alveg massíft frákastalið. Snæfell hefur aldrei unnið leik í Keflavík en liðið verður að vinna einn leik þar til að eiga möguleika. Ég held að Snæfell muni ná því að vinna leik þar en það verður ekki í kvöld. Ég er á því að Keflavík vinni þennan leik eftir mikla baráttu. Keflavík flýgur mjög hátt þessa daganna og það mun fleyta liðinu í gegnum þennan leik. Þetta verður skemmtileg rimma en þetta eru tvö sterkustu varnarlið deildarinnar. Í liðið Snæfells verða menn eins og Sigurður Þorvaldsson að muna að leikurinn er 40 mínútur. Það þýðir ekki að koma inn með glans annað slagið en týnast þess á milli. Þetta er mjög hæfileikaríkur körfuboltamaður en týnist allt of mikið inn á milli. Það er stór spurning hvernig trú Snæfellingar hafa á sér að mæta á leikvöll sem þeir hafa aldrei unnið sigur á og með fullt hús af áhorfendum. Það á náttúrulega enginn körfuboltaáhugamaður að láta sig vanta á þessar viðureignir." "Annars er ég ekki í vafa um að Sigurður Ingimundarson, sem er að mínu mati fremsti þjálfari landsins, nái að stilla allra strengi fyrir viðureign kvöldsins og leiða Keflavík til sigurs," sagði Einar Bollason. Körfubolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Snæfell sækir Keflavík heim í Sláturhúsið í fyrstu umferð lokaúrslitanna í Intersportdeildinni í körfuknattleik. Liðin tvö mættust einnig í úrslitunum á síðasta ári en þá vann Keflavík öruggan sigur, 3-1. Keflvíkingar þykja sigurstranglegri í seríunni og fór liðið gjörsamlega hamförum gegn liði ÍR í undanúrslitunum. Fréttablaðið fékk Einar Bollason, fyrrum landsliðsþjálfara og leikmann, til að spá í viðureign kvöldsins. "Þarna mætast stálin stinn, tvímælalaust tvö bestu lið landsins og engin tilviljun að þau skuli mætast aftur," sagði Einar. "Anthony Glover er auðvitað sterkur leikmaður en hefur ekki náð að fylla skarð Derrick Allen sem var frábær í fyrra. Það veikti liðið að missa Fannar Ólafsson en aftur á móti eru aðrir leikmenn í Keflavíkurliðinu sem eru að spila betur. Efstur á blaði er Sverrir Sverrisson sem hefur aldrei leikið betur en nú. " Einar sagði að margir vildu meina að Keflavíkurliðið væri ekki ekki jafn sterkt og í fyrra. "Ég get að mörgu leyti tekið undir það en það er engu að síður dúndrandi sjálfstraust hjá liðinu. En Keflvíkingar þurfa að passa sig á einu og það er að dramb er falli næst. Þeir hafa verið ansi brattir í yfirlýsingum og allt að því gert lítið úr andstæðingum sínum." "Snæfellingar eru náttúrulega ekki árennilegir í fráköstunum, alveg massíft frákastalið. Snæfell hefur aldrei unnið leik í Keflavík en liðið verður að vinna einn leik þar til að eiga möguleika. Ég held að Snæfell muni ná því að vinna leik þar en það verður ekki í kvöld. Ég er á því að Keflavík vinni þennan leik eftir mikla baráttu. Keflavík flýgur mjög hátt þessa daganna og það mun fleyta liðinu í gegnum þennan leik. Þetta verður skemmtileg rimma en þetta eru tvö sterkustu varnarlið deildarinnar. Í liðið Snæfells verða menn eins og Sigurður Þorvaldsson að muna að leikurinn er 40 mínútur. Það þýðir ekki að koma inn með glans annað slagið en týnast þess á milli. Þetta er mjög hæfileikaríkur körfuboltamaður en týnist allt of mikið inn á milli. Það er stór spurning hvernig trú Snæfellingar hafa á sér að mæta á leikvöll sem þeir hafa aldrei unnið sigur á og með fullt hús af áhorfendum. Það á náttúrulega enginn körfuboltaáhugamaður að láta sig vanta á þessar viðureignir." "Annars er ég ekki í vafa um að Sigurður Ingimundarson, sem er að mínu mati fremsti þjálfari landsins, nái að stilla allra strengi fyrir viðureign kvöldsins og leiða Keflavík til sigurs," sagði Einar Bollason.
Körfubolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira