Sport

Jón Arnór í Evrópuúrvalinu

Jón Arnór Stefánsson hefur verið valinn í Evrópuúrvalið fyrir Stjörnuleik Evrópusambands FIBA sem fer fram á Kýpur 14. apríl næstkomandi. Jón er einn fjögurra fulltrúa Dynamo St. Petersburg í leiknum, Jón Armór er sá einu í Evrópuúrvalinu en hjá Heimsúrvalinu eru þjálfarinn David Blatt og Bandaríkjamennirnir Ed Cota og Kelly McCarty. Þetta er mikill heiður fyrir Jón Arnór sem verður fyrstu íslenski körfuboltamaðurinn sem spilar með Evrópuúrvalinu. Jón Arnór hefur skorað 12,4 stig og gefið 3,6 stoðsendingar að meðaltali í 16 leikjum Dynamo í Evrópudeildinni í vetur en liðið hefur unnið alla 18 leiki sína í keppninni á þessu tímabili. Það er einnig orðið ljóst að Dymano fær ekki að halda úrslitakeppni Evrópudeildarinnar en hún fer fram í Kiev í Úkraínu 27. til 28. apríl. Ásamt Dynamo St. Petersburg hafa lið BC Kyiv, BC Khimki and Fenerbahce Istanbul tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×