ÍR einu tapi frá sumarfríi 28. mars 2005 00:01 Það var lítið í boði fyrir augað í Keflavík á laugardaginn þegar heimamenn tóku á móti ÍR í þriðja leik undanúrslitanna í Intersportdeildinni í körfuknattleik. Fyrir leikinn hafði hvort lið um sig unnið einn leik en ekki var að sjá á leikmönnum liðanna, þá sérstaklega ÍR, að hér var um mikilvægan leik að ræða. Ekki nutu þeir mikils stuðnings heldur, það var fátæklegur hópur sem fylgdi ÍR-ingum til Keflavíkur. Sigur Keflvíkinga var aldrei í hættu í síðari hálfleik og ÍR komst aldrei nær heimamönnum en 6 stig. Þegar uppi var staðið var 18 stiga sigur staðreynd, 97-79, og Keflavík komið í lykilstöðu í einvíginu með 2-1 forystu. Nick Bradford var besti maður vallarins, skoraði 28 stg, tók 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og varði 5 skot. Falur Harðarson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, vildi ekki meina að serían væri í höfn þrátt fyrir vænlega stöðu."Við eigum eftir að vinna þá á þriðjudaginn [í kvöld]," sagði Falur. "Við lentum í smá villuvandræðum í leiknum og því brugðum við á það ráð að hvíla útlendinganna. Þetta er liðsíþrótt og þegar lykilmenn eru settir út af þá verða aðrir að stíga upp og þeir gerðu það í dag. Þetta er vænleg staða en við erum búnir að spila tvo leiki vel í þessari seríu og einn afleitan. Þetta er mjög jákvætt, ég hef fulla trú á að við vinnum þessa seríu og við ætlum að spila á móti Snæfelli eins og í fyrra," sagði Falur. Eiríkur Önundarson, fyrirliði ÍR, sagði stöðu sinna manna erfiða. "Það eru náttúrulega vandræði að vera 2-1 undir á móti Keflavík," sagði Eiríkur. "Við förum í næsta leik með 0-0 hugarfari, það er leikur sem við verðum að vinna. Við verðum að bæta vörnina og fráköstin og svo megum við ekki vera svona ragir í sókninni. Við verðum að rífa okkur upp og koma tilbúnir í leikinn á þriðjudaginn [í dag]," sagði Eiríkur. Leikmönnum hótað Fyrir leikinn á laugardaginn var mikið rætt um hótanir af hálfu stuðningsmanna Keflavíkur í garð leikmanna ÍR. "Það var hringt í þrjá leikmenn um nóttina fyrir leik númer tvö og svo nóttina eftir," sagði Eiríkur aðspurður um málið. "Þetta setur svartan blett á stuðningsmenn Keflavíkur og þetta eru eflaust einn til tveir svartir sauðir í hópnum. En þetta er fáránlegt og menn eiga ekki að komast upp með svona kjaftæði. Ég efa að við gerum nokkuð mál úr þessu en það er engu að síður full ástæða til að láta vita af þessu og þeir sem að baki stóðu fari að haga sér eins og menn." Í höfn í Stykkishólmi Fjölnir reið ekki feitum hesti frá einvíginu við Snæfell og tapaði öllum þremur leikjunum í seríunni. Liðið getur þó vel við unað að komast í undanúrslit á fyrsta ári sínu í efstu deild. "Þetta var dæmigerður þriðji leikur þar sem við þurftum að klára dæmið," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells. "Við áttum í basli með að ná okkur almennilega á strik og Fjölnismenn voru líka að spila mjög vel.Við náðum góðu áhlaupi í lokaleikhlutanum og náðum að halda því svona nokkurn veginn. Mér er alveg sama hvort við fáum Keflavík eða ÍR. Við verðum að vinna betra liðið úr þeirri viðureign til að ná titlinum og því skiptir okkur engu máli hvaða lið við fáum," sagði Bárður. Lokaúrslitin hefjast mánudaginn 4. apríl en Keflavík getur tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri á ÍR í Seljaskóla annað kvöld. Körfubolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Það var lítið í boði fyrir augað í Keflavík á laugardaginn þegar heimamenn tóku á móti ÍR í þriðja leik undanúrslitanna í Intersportdeildinni í körfuknattleik. Fyrir leikinn hafði hvort lið um sig unnið einn leik en ekki var að sjá á leikmönnum liðanna, þá sérstaklega ÍR, að hér var um mikilvægan leik að ræða. Ekki nutu þeir mikils stuðnings heldur, það var fátæklegur hópur sem fylgdi ÍR-ingum til Keflavíkur. Sigur Keflvíkinga var aldrei í hættu í síðari hálfleik og ÍR komst aldrei nær heimamönnum en 6 stig. Þegar uppi var staðið var 18 stiga sigur staðreynd, 97-79, og Keflavík komið í lykilstöðu í einvíginu með 2-1 forystu. Nick Bradford var besti maður vallarins, skoraði 28 stg, tók 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og varði 5 skot. Falur Harðarson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, vildi ekki meina að serían væri í höfn þrátt fyrir vænlega stöðu."Við eigum eftir að vinna þá á þriðjudaginn [í kvöld]," sagði Falur. "Við lentum í smá villuvandræðum í leiknum og því brugðum við á það ráð að hvíla útlendinganna. Þetta er liðsíþrótt og þegar lykilmenn eru settir út af þá verða aðrir að stíga upp og þeir gerðu það í dag. Þetta er vænleg staða en við erum búnir að spila tvo leiki vel í þessari seríu og einn afleitan. Þetta er mjög jákvætt, ég hef fulla trú á að við vinnum þessa seríu og við ætlum að spila á móti Snæfelli eins og í fyrra," sagði Falur. Eiríkur Önundarson, fyrirliði ÍR, sagði stöðu sinna manna erfiða. "Það eru náttúrulega vandræði að vera 2-1 undir á móti Keflavík," sagði Eiríkur. "Við förum í næsta leik með 0-0 hugarfari, það er leikur sem við verðum að vinna. Við verðum að bæta vörnina og fráköstin og svo megum við ekki vera svona ragir í sókninni. Við verðum að rífa okkur upp og koma tilbúnir í leikinn á þriðjudaginn [í dag]," sagði Eiríkur. Leikmönnum hótað Fyrir leikinn á laugardaginn var mikið rætt um hótanir af hálfu stuðningsmanna Keflavíkur í garð leikmanna ÍR. "Það var hringt í þrjá leikmenn um nóttina fyrir leik númer tvö og svo nóttina eftir," sagði Eiríkur aðspurður um málið. "Þetta setur svartan blett á stuðningsmenn Keflavíkur og þetta eru eflaust einn til tveir svartir sauðir í hópnum. En þetta er fáránlegt og menn eiga ekki að komast upp með svona kjaftæði. Ég efa að við gerum nokkuð mál úr þessu en það er engu að síður full ástæða til að láta vita af þessu og þeir sem að baki stóðu fari að haga sér eins og menn." Í höfn í Stykkishólmi Fjölnir reið ekki feitum hesti frá einvíginu við Snæfell og tapaði öllum þremur leikjunum í seríunni. Liðið getur þó vel við unað að komast í undanúrslit á fyrsta ári sínu í efstu deild. "Þetta var dæmigerður þriðji leikur þar sem við þurftum að klára dæmið," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells. "Við áttum í basli með að ná okkur almennilega á strik og Fjölnismenn voru líka að spila mjög vel.Við náðum góðu áhlaupi í lokaleikhlutanum og náðum að halda því svona nokkurn veginn. Mér er alveg sama hvort við fáum Keflavík eða ÍR. Við verðum að vinna betra liðið úr þeirri viðureign til að ná titlinum og því skiptir okkur engu máli hvaða lið við fáum," sagði Bárður. Lokaúrslitin hefjast mánudaginn 4. apríl en Keflavík getur tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri á ÍR í Seljaskóla annað kvöld.
Körfubolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira