Sport

Fjölnir fái Val lánaðan

Fjölnir og Skallagrímur mætast í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppni Intersportdeildarinnar í körfuknattleik í Grafarvogi í kvöld. Einar Bollason spáir í spilin fyrir Vísi. "Ég sá Fjölni vinna Skallagrím í Grafarvogi með tveimur stigum," sagði Einar Bollason. "Ég var búinn að segja fyrir þann leik að ef íslensku strákarnir hjá Fjölni færu að láta meira að sér kveða myndi liðið vinna. Langbesti leikmaður Fjölnis í þeim leik var Pálmar Ragnarsson. Það er ekki bara það að hann hafi skorað 18-20 stig eða hvað það var heldur öll hin litlu atriðin sem ég fylgdist með. Hann var að skutla sér eftir boltum út af vellinum, barðist í fráköstum og var góður í vörninni. "Skallagrímur býr yfir meiri reynslu og ég held að hún skili sér í sigri. Svo er liðið með gífurlega öflugan miðherja, George Byrd, enn einn trukkurinn í miðjunni. Fjölnismenn þyrftu eiginlega að fá Val Ingimundarson lánaðan í svona tvo tíma til að kenna þeim hvernig á að nota sterkan miðherja því Skallagrímsmenn leita að honum stanslaust. Ef Fjölnismenn ná ekki að stoppa Byrd er þetta vonlaust mál."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×