Sport

Damon góður gegn gömlu félögunum

Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Damon Johnson, átti mjög góðan leik með Lagun Aro Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið tapaði með einu stigi í framlengdum leik gegn Caja San Fernando en með því liðið spilaði Damon einmitt fyrri hluta vetrar. Damon skoraði 24 stig á 33 mínútum eftir að hafa komið inn af bekknum. Caja San Fernando tryggði sér sigurinn með þriggja stiga körfu á lokasekúndunum en Damon og félagar höfðu náð 14-0 spretti í seinni hálfleik og tryggt sér framlenginguna með því að vinna fjórða leikhlutann 30-17 þar sem Damon Johnson fór mikinn í liði Lagun Aro Bilbao. Damon hitti mjög vel í leiknum en 7 af 13 skotum hans utan af velli fóru rétt leið auk þess sem að hann setti niður öll átta vítin sín. Damon hefur nú skorað 15,3 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjum sínum fyrir Lagun Aro Bilbao en liðið er í harðri fallbaráttu í deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×