Sport

ÍR vann óvænt í Njarðvík

ÍR-ingar komu geysilega á óvart í gærkvöld þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Njarðvíkinga á útivelli, 101–106, en þetta var fyrsta rimma félaganna í úrslita-keppninni. Í hinum leik gærkvöldsins fagnaði Fjölnir sigri á Skallagrími. Úrslit og stigaskor kvöldsins: Fjölnir–Skallagrímur 76–74 (42–38)  Stig Fjölnis: Jeb Ivey 20 (9 stoðs.), Pálmar Ragnarsson 16 (9 fráköst), William Coley 16 (13 fráköst), Nemanja Sovic 12, Magnús Pálsson 8, Guðni Valentíusson 2, Hjalti Vilhjálmsson 2. Stig Skallagríms: George Byrd 22 (21 fráköst), Jovan Zdravevski 19, Ragnar Steinsson 15, Hafþór Gunnarsson 11, Pálmi Sævarsson 3, Clifton Cook 2, Áskell Jónsson 2. Njarðvík–ÍR 101–106 (58–55)  Stig Njarðvíkur: Alvin Snow 23 (12 stoðs.), Brenton Birmingham 20, Páll Kristinsson 19, Doug Wrenn 13, Halldór Karlsson 11, Guðmundur Jónsson 6, Egill Jónasson 4, Friðrik Stefánsson 3 (16 fráköst), Ólafur Ingvason 2. Stig ÍR: Theo Dixon 22 (9 fráköst), Eiríkur Önundarson 21 (8 stoðs.), Grant Davis 19 (19 fráköst), Ólafur Sigurðsson 16, Fannar Helgason 11 (8 fráköst), Gunnlaugur Erlendsson 11, Ómar Sævarsson 6.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×