Lögregluyfirvöld fá enn ákúrur 11. mars 2005 00:01 Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Héraðsdómari við dómstólinn á Reykjanesi sagði í dómi sínum í febrúar að sýslumannsembættið í Hafnarfirði hefði bæði brotið lög og mannréttindi með því að draga í fjórtán mánuði að gefa út ákærur á hendur tveimur piltum fyrir innbrot. Þessi dráttur er óhæfilegur og óútskýrður, sagði dómarinn, og frestaði refsingu yfir piltunum. Stuttu síðar var karlmanni var í Hæstarétti dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út af lögreglunni í Reykjavík. Og ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ríkissaksóknari sagði af þessu tilefni í fréttum Stöðvar 2 að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Dómsmálaráðherra sagði óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fái þó ekki meira fé. Nú hefur enn eitt málið komið upp og var það til meðferðar í Hafnarfirði. 21 árs gamall piltur var ákærður fyrir að hafa með öðrum brotist inn á heimili í Garðabæ og stolið verðmætum sem námu rúmum tveimur milljónum. Hann var yfirheyrður af lögreglunni í Hafnarfirði 20. nóvember 2002 og gekkst við brotinu. Rannsókn málsins lauk í janúar 2003. Eftir þetta gerðist ekkert í málinu fyrr en lögreglustjórinn í Hafnarfirði gaf út ákæru 1. september 2004, einu ári og níu mánuðum seinna. Hæstiréttur segir þennan drátt á rannsóknarstigi vítaverðan. Engar skýringar hafi komið fram og telja dómararnir að þetta brjóti gegn lögum um meðferð sakamála og sé í andstöðu við stjórnarskrá þar sem segir að allir hafi rétt á réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Samt sem áður er héraðsdómur látinn standa óraskaður. Maðurinn er hefur áður hlotið nokkra dóma fyrir þjófnað og fékk nú fimm mánaða fangelsi. Ekki náðist í sýslumanninn í Hafnarfirði, Guðmund Sophusson, fyrir fréttir. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Héraðsdómari við dómstólinn á Reykjanesi sagði í dómi sínum í febrúar að sýslumannsembættið í Hafnarfirði hefði bæði brotið lög og mannréttindi með því að draga í fjórtán mánuði að gefa út ákærur á hendur tveimur piltum fyrir innbrot. Þessi dráttur er óhæfilegur og óútskýrður, sagði dómarinn, og frestaði refsingu yfir piltunum. Stuttu síðar var karlmanni var í Hæstarétti dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út af lögreglunni í Reykjavík. Og ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ríkissaksóknari sagði af þessu tilefni í fréttum Stöðvar 2 að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Dómsmálaráðherra sagði óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fái þó ekki meira fé. Nú hefur enn eitt málið komið upp og var það til meðferðar í Hafnarfirði. 21 árs gamall piltur var ákærður fyrir að hafa með öðrum brotist inn á heimili í Garðabæ og stolið verðmætum sem námu rúmum tveimur milljónum. Hann var yfirheyrður af lögreglunni í Hafnarfirði 20. nóvember 2002 og gekkst við brotinu. Rannsókn málsins lauk í janúar 2003. Eftir þetta gerðist ekkert í málinu fyrr en lögreglustjórinn í Hafnarfirði gaf út ákæru 1. september 2004, einu ári og níu mánuðum seinna. Hæstiréttur segir þennan drátt á rannsóknarstigi vítaverðan. Engar skýringar hafi komið fram og telja dómararnir að þetta brjóti gegn lögum um meðferð sakamála og sé í andstöðu við stjórnarskrá þar sem segir að allir hafi rétt á réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Samt sem áður er héraðsdómur látinn standa óraskaður. Maðurinn er hefur áður hlotið nokkra dóma fyrir þjófnað og fékk nú fimm mánaða fangelsi. Ekki náðist í sýslumanninn í Hafnarfirði, Guðmund Sophusson, fyrir fréttir.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira