Lögregluyfirvöld fá enn ákúrur 11. mars 2005 00:01 Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Héraðsdómari við dómstólinn á Reykjanesi sagði í dómi sínum í febrúar að sýslumannsembættið í Hafnarfirði hefði bæði brotið lög og mannréttindi með því að draga í fjórtán mánuði að gefa út ákærur á hendur tveimur piltum fyrir innbrot. Þessi dráttur er óhæfilegur og óútskýrður, sagði dómarinn, og frestaði refsingu yfir piltunum. Stuttu síðar var karlmanni var í Hæstarétti dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út af lögreglunni í Reykjavík. Og ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ríkissaksóknari sagði af þessu tilefni í fréttum Stöðvar 2 að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Dómsmálaráðherra sagði óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fái þó ekki meira fé. Nú hefur enn eitt málið komið upp og var það til meðferðar í Hafnarfirði. 21 árs gamall piltur var ákærður fyrir að hafa með öðrum brotist inn á heimili í Garðabæ og stolið verðmætum sem námu rúmum tveimur milljónum. Hann var yfirheyrður af lögreglunni í Hafnarfirði 20. nóvember 2002 og gekkst við brotinu. Rannsókn málsins lauk í janúar 2003. Eftir þetta gerðist ekkert í málinu fyrr en lögreglustjórinn í Hafnarfirði gaf út ákæru 1. september 2004, einu ári og níu mánuðum seinna. Hæstiréttur segir þennan drátt á rannsóknarstigi vítaverðan. Engar skýringar hafi komið fram og telja dómararnir að þetta brjóti gegn lögum um meðferð sakamála og sé í andstöðu við stjórnarskrá þar sem segir að allir hafi rétt á réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Samt sem áður er héraðsdómur látinn standa óraskaður. Maðurinn er hefur áður hlotið nokkra dóma fyrir þjófnað og fékk nú fimm mánaða fangelsi. Ekki náðist í sýslumanninn í Hafnarfirði, Guðmund Sophusson, fyrir fréttir. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Héraðsdómari við dómstólinn á Reykjanesi sagði í dómi sínum í febrúar að sýslumannsembættið í Hafnarfirði hefði bæði brotið lög og mannréttindi með því að draga í fjórtán mánuði að gefa út ákærur á hendur tveimur piltum fyrir innbrot. Þessi dráttur er óhæfilegur og óútskýrður, sagði dómarinn, og frestaði refsingu yfir piltunum. Stuttu síðar var karlmanni var í Hæstarétti dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út af lögreglunni í Reykjavík. Og ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ríkissaksóknari sagði af þessu tilefni í fréttum Stöðvar 2 að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Dómsmálaráðherra sagði óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fái þó ekki meira fé. Nú hefur enn eitt málið komið upp og var það til meðferðar í Hafnarfirði. 21 árs gamall piltur var ákærður fyrir að hafa með öðrum brotist inn á heimili í Garðabæ og stolið verðmætum sem námu rúmum tveimur milljónum. Hann var yfirheyrður af lögreglunni í Hafnarfirði 20. nóvember 2002 og gekkst við brotinu. Rannsókn málsins lauk í janúar 2003. Eftir þetta gerðist ekkert í málinu fyrr en lögreglustjórinn í Hafnarfirði gaf út ákæru 1. september 2004, einu ári og níu mánuðum seinna. Hæstiréttur segir þennan drátt á rannsóknarstigi vítaverðan. Engar skýringar hafi komið fram og telja dómararnir að þetta brjóti gegn lögum um meðferð sakamála og sé í andstöðu við stjórnarskrá þar sem segir að allir hafi rétt á réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Samt sem áður er héraðsdómur látinn standa óraskaður. Maðurinn er hefur áður hlotið nokkra dóma fyrir þjófnað og fékk nú fimm mánaða fangelsi. Ekki náðist í sýslumanninn í Hafnarfirði, Guðmund Sophusson, fyrir fréttir.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira