Guðjón með 100% nýtingu í NBA 4. mars 2005 00:01 Guðjón Skúlason, fyrrum landsliðsmaður í körfuknattleik, vann skotkeppni á NBA-leik á dögunum í Fleet Center í Boston. Skotkeppnin átti sér stað í hálfleik í viðureign Boston Celtics og Los Angeles Lakers. "Þetta var bara létt og skemmtileg keppni, sennilega minnsta samkeppni sem ég hef fengið," sagði Guðjón í samtali við Vísi. "Að vísu var framkvæmdastjóri KKÍ þarna og var ég mest hræddur við hann í keppninni." Að sögn Guðjóns voru hann og félagar hans spurðir hvort þeir vildu taka þátt í hálfleikssýningu. "Við gátum náttúrulega ekki neitað slíku gylliboði, að komast niður á gólfið. Þegar þangað var komið var maður hálfljótandi til að byrja með. Það var alveg meiriháttar tilfinning að stíga þarna á fjalirnar." Fyrirkomulag keppninnar var afar einfalt að sögn Guðjóns. "Maður fékk fimm sekúndur til að komast yfir völlinn til þess að skora og mátti maður gera það hvernig sem er. Ég tók tvö sniðskot og við vorum þrír sem náðu því. Úrslitin réðust á vítalínunni og var ég eini sem hitti úr vítinu þannig að ég er með 100% nýtingu í NBA," sagði Guðjón og hló. "Ég hef skorað 5 stig í Fleet Center og ekki brennt af skoti. Ég sé það nú að ég hefði átt að fara miklu fyrr í NBA." Verðlaunin sem féllu í skaut Guðjóns voru ferð fyrir tvo til borgar af eigin vali í heiminum. Guðjón hefur verið unnandi Boston Celtics frá unga aldri. "Ég fór að halda með liðinu þegar ég fór að hafa eitthvað vit á körfuboltanum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kemst á leik með Boston og ég gat ekki neitað þessu tækifæri. Við Siggi (Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, sem var einnig með í för) erum miklir Boston-menn. " Guðjón sagði að viðureign Lakers og Celtics hafi verið hin mesta skemmtun. "Þetta var frábær leikur alveg frá fyrsta leikhluta fram að síðustu mínútu. Það var ekki verra að leggja gömlu erkifjendurna í Los Angeles Lakers." Körfubolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Guðjón Skúlason, fyrrum landsliðsmaður í körfuknattleik, vann skotkeppni á NBA-leik á dögunum í Fleet Center í Boston. Skotkeppnin átti sér stað í hálfleik í viðureign Boston Celtics og Los Angeles Lakers. "Þetta var bara létt og skemmtileg keppni, sennilega minnsta samkeppni sem ég hef fengið," sagði Guðjón í samtali við Vísi. "Að vísu var framkvæmdastjóri KKÍ þarna og var ég mest hræddur við hann í keppninni." Að sögn Guðjóns voru hann og félagar hans spurðir hvort þeir vildu taka þátt í hálfleikssýningu. "Við gátum náttúrulega ekki neitað slíku gylliboði, að komast niður á gólfið. Þegar þangað var komið var maður hálfljótandi til að byrja með. Það var alveg meiriháttar tilfinning að stíga þarna á fjalirnar." Fyrirkomulag keppninnar var afar einfalt að sögn Guðjóns. "Maður fékk fimm sekúndur til að komast yfir völlinn til þess að skora og mátti maður gera það hvernig sem er. Ég tók tvö sniðskot og við vorum þrír sem náðu því. Úrslitin réðust á vítalínunni og var ég eini sem hitti úr vítinu þannig að ég er með 100% nýtingu í NBA," sagði Guðjón og hló. "Ég hef skorað 5 stig í Fleet Center og ekki brennt af skoti. Ég sé það nú að ég hefði átt að fara miklu fyrr í NBA." Verðlaunin sem féllu í skaut Guðjóns voru ferð fyrir tvo til borgar af eigin vali í heiminum. Guðjón hefur verið unnandi Boston Celtics frá unga aldri. "Ég fór að halda með liðinu þegar ég fór að hafa eitthvað vit á körfuboltanum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kemst á leik með Boston og ég gat ekki neitað þessu tækifæri. Við Siggi (Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, sem var einnig með í för) erum miklir Boston-menn. " Guðjón sagði að viðureign Lakers og Celtics hafi verið hin mesta skemmtun. "Þetta var frábær leikur alveg frá fyrsta leikhluta fram að síðustu mínútu. Það var ekki verra að leggja gömlu erkifjendurna í Los Angeles Lakers."
Körfubolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira