Sport

Ekki nógu stöðugir

Lið Njarðvíkur í Intersportdeildinni í körfuknattleik hefur ákveðið að segja upp samningum við Anthony Lackey og Matt Sayman. "Það var okkar mat að þá skorti stöðugleika," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins. "Þetta eru drengir sem eru kvaddir með trega enda toppmenn báðir í alla staði." Einar vildi lítið tjá sig um hvort Njarðvíkingar væru komnir með nýja menn í sigtið en sagði að það kæmi í ljós á næstunni. Ekki er hægt að segja að Njarðvík hafi riðið feitum hesti í þessum málum því Troy Wiley, sem áður lék með KFÍ, þurfti einnig frá að hverfa eftir aðeins tvo leiki í deildinni. Var það reyndar vegna áfalls í fjölskyldunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×