Sport

Þórsarar upp í úrvalsdeild á ný

Þórsarar frá Akureyri tryggðu sér í kvöld sæti í úrvalsdeildinni í körfubolta á næsta tímabili en með 99-80 sigri á Valsmönnum á Akureyri tryggði liðið sér sigur í deildinni og þar með farmiða upp í Intersportdeildina næsta vetur. Valsmenn voru í öðru sæti fyrir leikinn og voru eina liðið sem átti möguleika á að ná norðanmönnum. KFÍ og Tindastóll eru þegar fallin niður í 1. deild en spilað verður um seinna sætið í úrslitakeppni 1. deildar en þangað komast liðin sem enda í 2. til 5. sæti í deildinni. Eins og staðan er í dag munu Valur, Stjarnan, Breiðablik og Höttur komast í úrslitakeppnina. Þórsarar hafa unnið 16 af 17 leikjum sínum í vetur og hafa með því endurheimt úrvalsdeildarsætið en þar spilaði liðið síðast 2001-2002. Liðið var í kjölfarið gjaldþrota og hóf keppni í 2. deild þaðan sem Þórsarar hafa unnið sig upp á nýjan leik í hóp þeirra bestu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×