Skemmtilegasti leikur vetrarins 11. febrúar 2005 00:01 Haukar og Grindavík munu etja kappi í Laugardalshöll í dag en þá ráðast úrslitin í bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í körfuknattleik. Haukastúlkur eru orðnar langeygar eftir bikartitli en þær báru sigur úr býtum árið 1984. Grindvíkingar hafa hins vegar aldrei unnið titilinn en liðið komst í úrslit árið 1994 en mátti lúta í lægra haldi fyrir nágrönnum sínum í Keflavík. Haukaliðið hefur komið mörgum að óvörum í vetur og náð góðum árangri, bæði í deild og Hópbílabikar þar sem liðið komst í undanúrslit. Þrátt fyrir ungan aldur hefur liðið sýnt vígtennurnar svo um munar og sló t.a.m. út hið reynslumikla lið Keflvíkinga, 100-72, í undanúrslitum bikarkeppninnar. Það var í fyrsta sinn í sögunni sem liði tekst að skora 100 stig á Keflavík og afrek Haukastelpna því algjört einsdæmi. "Já, það er ekkert Keflavíkurlið í úrslitum núna en þannig er nú bara körfuboltinn," sagði Ebony Shaw leikmaður Hauka. "Fáir áttu von á að við gætum komist svona langt, flestar stelpurnar mjög ungar og reynslan ekki mikil í liðinu. Það er því ekki mikil pressa á okkur fyrir úrslitaleikinn sem þýðir að við getum mætt afslappaðar til leiks og notið þess að spila körfubolta." Haukastúlkur hafa æft stíft upp á síðkastið en Ebony vildi lítið gefa upp hvað færi fram á æfingum. "Þær eru með öfluga skorara sem við þurfum að halda í skefjum og svo munum við reyna að leika hraðan bolta eins og við erum vanar." Sólveig Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Grindavíkurliðsins, gerði sér grein fyrir alvöru málsins. "Liðið sem vinnur fer heim með titil þannig að þetta er stórleikur sem gæti orðið einn skemmtilegasti leikur vetrarins," sagði Sólveig og bætti því við Grindavíkurstúlkur myndu hafa litlar áhyggjur af leikskipulagi Haukanna. "Ef við erum vel stemmdar þá getum við ráðið úrslitunum sjálfar, það ræðst mikið af því. Við höfum að vísu verið að detta niður á slæma daga inn á milli en virðumst vera komnar á gott skrið. Við verðum tilbúnar á sunnudaginn og okkur langar að sýna hvað í okkur býr." Körfubolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Haukar og Grindavík munu etja kappi í Laugardalshöll í dag en þá ráðast úrslitin í bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í körfuknattleik. Haukastúlkur eru orðnar langeygar eftir bikartitli en þær báru sigur úr býtum árið 1984. Grindvíkingar hafa hins vegar aldrei unnið titilinn en liðið komst í úrslit árið 1994 en mátti lúta í lægra haldi fyrir nágrönnum sínum í Keflavík. Haukaliðið hefur komið mörgum að óvörum í vetur og náð góðum árangri, bæði í deild og Hópbílabikar þar sem liðið komst í undanúrslit. Þrátt fyrir ungan aldur hefur liðið sýnt vígtennurnar svo um munar og sló t.a.m. út hið reynslumikla lið Keflvíkinga, 100-72, í undanúrslitum bikarkeppninnar. Það var í fyrsta sinn í sögunni sem liði tekst að skora 100 stig á Keflavík og afrek Haukastelpna því algjört einsdæmi. "Já, það er ekkert Keflavíkurlið í úrslitum núna en þannig er nú bara körfuboltinn," sagði Ebony Shaw leikmaður Hauka. "Fáir áttu von á að við gætum komist svona langt, flestar stelpurnar mjög ungar og reynslan ekki mikil í liðinu. Það er því ekki mikil pressa á okkur fyrir úrslitaleikinn sem þýðir að við getum mætt afslappaðar til leiks og notið þess að spila körfubolta." Haukastúlkur hafa æft stíft upp á síðkastið en Ebony vildi lítið gefa upp hvað færi fram á æfingum. "Þær eru með öfluga skorara sem við þurfum að halda í skefjum og svo munum við reyna að leika hraðan bolta eins og við erum vanar." Sólveig Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Grindavíkurliðsins, gerði sér grein fyrir alvöru málsins. "Liðið sem vinnur fer heim með titil þannig að þetta er stórleikur sem gæti orðið einn skemmtilegasti leikur vetrarins," sagði Sólveig og bætti því við Grindavíkurstúlkur myndu hafa litlar áhyggjur af leikskipulagi Haukanna. "Ef við erum vel stemmdar þá getum við ráðið úrslitunum sjálfar, það ræðst mikið af því. Við höfum að vísu verið að detta niður á slæma daga inn á milli en virðumst vera komnar á gott skrið. Við verðum tilbúnar á sunnudaginn og okkur langar að sýna hvað í okkur býr."
Körfubolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira