Erlent

Bush með gott forskot

George Bush, forseti Bandaríkjanna, er nú kominn með þónokkuð forskot á keppinaut sinn, John Kerry, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Samkvæmt könnun Newsweek er Bush með fimmtíu og tveggja prósenta fylgi en Kerry aðeins með fjörutíu og eitt prósent. Svipaða sögu er að segja af könnun Time þar er Bush með ellefu prósentu forskot. Alla jafna njóta frambjóðendur góðs af umfjöllun í kjölfar flokksráðstefna, þó að þá sögu hafi ekki verið að segja af demókratanum Kerry. Raddir innan Demókrataflokksins segja nauðsynlegt að herða róðurinn og að ljóst sé að vandi sé í herbúðum Kerrys. New York Times segir Bill Clinton, sem liggur á sjúkrahúsi og bíður kransæðaaðgerðar, hafa rætt við Kerry í eina og hálfa klukkustund og gær og gefið honum ráð í baráttunni, eins og að hætta að tala um Víetnam.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×