Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. desember 2024 10:38 Valentin Pasquier teiknaði þessa mynd af Dominique og Gisele í réttarhöldunum. Vísir/AP Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. Pelicot var í gær sakfelldur í öllum ákæruliðum fyrir að nauðga eiginkonu sinni, Gisele, í mörg ár og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni. Fimmtíu aðrir karlmenn voru ákærðir í málinu og voru þeir allir sakfelldir fyrir verknaðinn. Í einu tilfelli var einn sýknaður af ákæru um nauðgun en sakfelldur fyrir annarskonar kynferðisbrot. Fjallað er um Pelicot á vef BBC í dag og birtar myndir af honum. Þar segir að miðað við ásakanirnar gegn honum hefði mátt búast við einhverjum vansælum og brjóstumkennanlegum í dómsal. Það hafi hins vegar alls ekki verið raunin. Pelicot hafi mætt í dómsal hrokafullur og jafnvel eins og honum virtist leiðast. „Ég er nauðgari, eins og aðrir í þessu herbergi. Þeir vissu allt, sagði Pelicot á einum tímapunkti.“ „Það var eitthvað sem passaði ekki. Ég hef aldrei skoðað áður svona óvenjulegt mál,“ er haft eftir Layet en það sagði hann um sín fyrstu kynni af Pelicot árið 2020 þegar hann var fyrst handtekinn fyrir að mynda undir pils kvenna í matvöruverslun. Layet var kallaður inn til að meta Pelicot og segir að hann hafi strax tekið eftir því hversu auðveldlega hann vísaði ásökunum á bug. Almenningur hefur víða spreyjað eða málað stuðningsyfirlýsingar við Gisele Pelicot á veggi í Frakklandi. Myndin er tekin í Avignon í Frakklandi.Vísir/EPA Layet segir að hann hafi strax þá komið auga á ósamræmi í hegðun hans og hafi upplifað það sterkt að hann væri að fela eitthvað alvarlega. Eftir þessi kynni sagði hann lögreglunni að þarna væri maður á ferð sem þörf væri á að fylgjast betur með. Engin merki um alvarlegan geðsjúkdóm Í umfjöllun BBC segir að tveimur árum seinna, eftir tvö löng viðtöl við Pelicot og um tuttugu aðra sakborninga, hafi Layet getað fyrir dómi lagt fram ítarlegri greiningu á honum. Þar ítrekaði hann að Pelicot sýndi engin merki um alvarlegan geðsjúkdóm. Það væri ekki hægt að afgreiða hann sem bara skrímsli eða að hann væri svo geðveikur að hann gæti ekki aðskilið tilbúning frá raunveruleikanum. Á sama tíma væri einhvers konar gjá eða sprunga í persónuleikanum. „Nánast eins og harður diskur,“ stakk Layet upp á og sagði að þannig liti út fyrir að Pelicot hefði geymt upplýsingarnar um alvarlega glæpi sína á hörðu drifi eða minnislykli. Í umfjöllun BBC segir að hann hafi í viðtali sagt að það hafi virst sem hugur hans hefði verið klofinn í tvennt og það læki ekkert á milli. „Klofinn persónuleiki hans er mjög skilvirkur og traustur. Við erum annað hvort með „venjulega herra Pelicot“ eða hinn herra Pelicot, á nóttunni í svefnherberginu,“ er haft eftir Layet. Sjá einnig: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Í dómsal var hann beðinn að lýsa „hinum herra Pelicot“. Hann sagðist hafa komið auga á veruleg tilfinningaleg og kynferðisleg frávik í persónuleika hans. Pelicot ávarpaði blaðamenn að lokinni sakfellingu í gær. Gisele fór fram á að þinghald í réttarhöldunum færi fram fyrir opnum dyrum og hefur fyrir það verið hyllt sem hetja.Vísir/EPA Í umfjöllun BBC segir að lögmaður Pelicot, Beatrice Zavarro, hafi tekið þessum skýringum Layet á klofnum persónuleika hans opnum örmum í lokaræðu sinn í dómsal. Að maðurinn sem Gisele hefði orðið ástfangin af og gifst 1973 væri ekki sami maðurinn og beitti hana ofbeldi. Tvær hliðar en eitt stjórnkerfi BBC segir að Layet hafi samt sem áður ekki, með útskýringum sínum, meint það. Heldur væru tvær hliðar á honum en aðeins eitt stjórnkerfi. Hann væri með andfélagslega persónuleikaröskun. Hann væri þannig alltaf sakhæfur en sýndi klárlega merki, vegna röskunarinnar, á skorti á samúð í garð annarra. Þessi frávik í persónuleika hans hafi verið ýkt vegna kynferðisofbeldisins sem hann var beittur sem barn. Í umfjöllun BBC segir að það veki svo upp spurningar varðandi það hvort hann hafi aðeins byrjað að áreita og beita konur ofbeldi fyrir tíu árum eða hvort sú hegðun hafi byrjað fyrr. Í umfjölluninni kemur fram að enn eru til rannsóknar tvær nauðganir og manndráp sem Pélicot er grunaður um á 10. áratugnum. Mál Dominique Pelicot Erlend sakamál Frakkland Tengdar fréttir Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. 26. nóvember 2024 06:43 Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. 19. nóvember 2024 08:46 „Hvernig gastu boðið þessum mönnum inn í svefnherbergið mitt?“ Gisèle Pelicot mætti fyrir dóm í Avignon í morgun og hóf mál sitt á því að ávarpa eiginmann sinn fyrrverandi, sem hefur játað að hafa nauðgað eiginkonu sinni og boðið öðrum mönnum að brjóta á henni í um áratug. 23. október 2024 11:49 Kynferðisofbeldið sýnt í dómsal Lágvaxinn, fölur maður á bláum nærbuxum og í svörtum sokkum gengur að rúmi, þar sem kona liggur, næstum nakin, á hliðinni. Án fyrirvara byrjar maðurinn að nauðga konunni. 11. október 2024 11:25 Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Pelicot var í gær sakfelldur í öllum ákæruliðum fyrir að nauðga eiginkonu sinni, Gisele, í mörg ár og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni. Fimmtíu aðrir karlmenn voru ákærðir í málinu og voru þeir allir sakfelldir fyrir verknaðinn. Í einu tilfelli var einn sýknaður af ákæru um nauðgun en sakfelldur fyrir annarskonar kynferðisbrot. Fjallað er um Pelicot á vef BBC í dag og birtar myndir af honum. Þar segir að miðað við ásakanirnar gegn honum hefði mátt búast við einhverjum vansælum og brjóstumkennanlegum í dómsal. Það hafi hins vegar alls ekki verið raunin. Pelicot hafi mætt í dómsal hrokafullur og jafnvel eins og honum virtist leiðast. „Ég er nauðgari, eins og aðrir í þessu herbergi. Þeir vissu allt, sagði Pelicot á einum tímapunkti.“ „Það var eitthvað sem passaði ekki. Ég hef aldrei skoðað áður svona óvenjulegt mál,“ er haft eftir Layet en það sagði hann um sín fyrstu kynni af Pelicot árið 2020 þegar hann var fyrst handtekinn fyrir að mynda undir pils kvenna í matvöruverslun. Layet var kallaður inn til að meta Pelicot og segir að hann hafi strax tekið eftir því hversu auðveldlega hann vísaði ásökunum á bug. Almenningur hefur víða spreyjað eða málað stuðningsyfirlýsingar við Gisele Pelicot á veggi í Frakklandi. Myndin er tekin í Avignon í Frakklandi.Vísir/EPA Layet segir að hann hafi strax þá komið auga á ósamræmi í hegðun hans og hafi upplifað það sterkt að hann væri að fela eitthvað alvarlega. Eftir þessi kynni sagði hann lögreglunni að þarna væri maður á ferð sem þörf væri á að fylgjast betur með. Engin merki um alvarlegan geðsjúkdóm Í umfjöllun BBC segir að tveimur árum seinna, eftir tvö löng viðtöl við Pelicot og um tuttugu aðra sakborninga, hafi Layet getað fyrir dómi lagt fram ítarlegri greiningu á honum. Þar ítrekaði hann að Pelicot sýndi engin merki um alvarlegan geðsjúkdóm. Það væri ekki hægt að afgreiða hann sem bara skrímsli eða að hann væri svo geðveikur að hann gæti ekki aðskilið tilbúning frá raunveruleikanum. Á sama tíma væri einhvers konar gjá eða sprunga í persónuleikanum. „Nánast eins og harður diskur,“ stakk Layet upp á og sagði að þannig liti út fyrir að Pelicot hefði geymt upplýsingarnar um alvarlega glæpi sína á hörðu drifi eða minnislykli. Í umfjöllun BBC segir að hann hafi í viðtali sagt að það hafi virst sem hugur hans hefði verið klofinn í tvennt og það læki ekkert á milli. „Klofinn persónuleiki hans er mjög skilvirkur og traustur. Við erum annað hvort með „venjulega herra Pelicot“ eða hinn herra Pelicot, á nóttunni í svefnherberginu,“ er haft eftir Layet. Sjá einnig: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Í dómsal var hann beðinn að lýsa „hinum herra Pelicot“. Hann sagðist hafa komið auga á veruleg tilfinningaleg og kynferðisleg frávik í persónuleika hans. Pelicot ávarpaði blaðamenn að lokinni sakfellingu í gær. Gisele fór fram á að þinghald í réttarhöldunum færi fram fyrir opnum dyrum og hefur fyrir það verið hyllt sem hetja.Vísir/EPA Í umfjöllun BBC segir að lögmaður Pelicot, Beatrice Zavarro, hafi tekið þessum skýringum Layet á klofnum persónuleika hans opnum örmum í lokaræðu sinn í dómsal. Að maðurinn sem Gisele hefði orðið ástfangin af og gifst 1973 væri ekki sami maðurinn og beitti hana ofbeldi. Tvær hliðar en eitt stjórnkerfi BBC segir að Layet hafi samt sem áður ekki, með útskýringum sínum, meint það. Heldur væru tvær hliðar á honum en aðeins eitt stjórnkerfi. Hann væri með andfélagslega persónuleikaröskun. Hann væri þannig alltaf sakhæfur en sýndi klárlega merki, vegna röskunarinnar, á skorti á samúð í garð annarra. Þessi frávik í persónuleika hans hafi verið ýkt vegna kynferðisofbeldisins sem hann var beittur sem barn. Í umfjöllun BBC segir að það veki svo upp spurningar varðandi það hvort hann hafi aðeins byrjað að áreita og beita konur ofbeldi fyrir tíu árum eða hvort sú hegðun hafi byrjað fyrr. Í umfjölluninni kemur fram að enn eru til rannsóknar tvær nauðganir og manndráp sem Pélicot er grunaður um á 10. áratugnum.
Mál Dominique Pelicot Erlend sakamál Frakkland Tengdar fréttir Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. 26. nóvember 2024 06:43 Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. 19. nóvember 2024 08:46 „Hvernig gastu boðið þessum mönnum inn í svefnherbergið mitt?“ Gisèle Pelicot mætti fyrir dóm í Avignon í morgun og hóf mál sitt á því að ávarpa eiginmann sinn fyrrverandi, sem hefur játað að hafa nauðgað eiginkonu sinni og boðið öðrum mönnum að brjóta á henni í um áratug. 23. október 2024 11:49 Kynferðisofbeldið sýnt í dómsal Lágvaxinn, fölur maður á bláum nærbuxum og í svörtum sokkum gengur að rúmi, þar sem kona liggur, næstum nakin, á hliðinni. Án fyrirvara byrjar maðurinn að nauðga konunni. 11. október 2024 11:25 Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. 26. nóvember 2024 06:43
Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. 19. nóvember 2024 08:46
„Hvernig gastu boðið þessum mönnum inn í svefnherbergið mitt?“ Gisèle Pelicot mætti fyrir dóm í Avignon í morgun og hóf mál sitt á því að ávarpa eiginmann sinn fyrrverandi, sem hefur játað að hafa nauðgað eiginkonu sinni og boðið öðrum mönnum að brjóta á henni í um áratug. 23. október 2024 11:49
Kynferðisofbeldið sýnt í dómsal Lágvaxinn, fölur maður á bláum nærbuxum og í svörtum sokkum gengur að rúmi, þar sem kona liggur, næstum nakin, á hliðinni. Án fyrirvara byrjar maðurinn að nauðga konunni. 11. október 2024 11:25