Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. desember 2024 14:39 Mótmælendur krefjast þess að ný stjórnvöld standi við loforð um að standa vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutahópa. EPA/Hasan Belal Hundruðir mótmælenda marséruðu um kristin hverfi Damaskusborgar í Sýrlandi í dag til að mótmæla því að jólatré hafi verið brennt í norðanverðu landinu. Mótmælendur krefjast þess að ný ríkisstjórn standi vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutatrúarhópa. Myndband hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýnir hettuklædda vígamenn kveikja í jólatré sem sett hafði verið upp í bænum Suqaylabiyah en íbúar hans eru að mestu kristnir. Annað myndband hefur einnig verið birt á vegum Hayat Tahrir al-Sham, uppreisnarhópsins sem stepyti ríkisstjórn Assad-fjölskyldunnar af stóli fyrr í mánuðinum og fer nú með völdin í stærstum hluta Sýrlands, þar sem lofað er að þeim stóðu að verknaðinum verði refsað. Samkvæmt umfjöllun Guardian báru erlendir vígamenn á vegum íslamistasamtakanna Ansar al-Tawhid ábyrgð á ódæðinu. „Trénu verður komið aftur upp og það tendrað strax í fyrramálið,“ hefur Guardian eftir trúarleiðtoga innan hreyfingarinnar. Hayat Tahrir al-Sham, sem á rætur að rekja til hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hefur lofað að minnihlutahópar njóti verndar nýrra stjórnvalda. Sjá einnig: Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Ahmed al-Sharaa, leiðtogi Hayat Tahrir al-Sham, hefur sagst staðráðinn í því að sameina mismunandi fylkingar og hersveitir Sýrlands í eitt og heitið kosningum á næsta ári. Hann segir þó enn of snemmt að segja til um framtíð sýrlenskra stjórnvalda. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum náðist samkomulag milli ýmsra stríðandi fylkinga í dag og er stefnt að því að leysa upp vígahópa víða um landið. Markmiðið sé að sameina hópana í varnarmálaráðuneyti en óvíst er með framhaldið. Margir vígahópanna hafa gjörólíka sýn á framtíð landsins og takist það markmið er langt uppbyggingarferli framundan eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Sýrland Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. 16. desember 2024 14:09 Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Myndband hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýnir hettuklædda vígamenn kveikja í jólatré sem sett hafði verið upp í bænum Suqaylabiyah en íbúar hans eru að mestu kristnir. Annað myndband hefur einnig verið birt á vegum Hayat Tahrir al-Sham, uppreisnarhópsins sem stepyti ríkisstjórn Assad-fjölskyldunnar af stóli fyrr í mánuðinum og fer nú með völdin í stærstum hluta Sýrlands, þar sem lofað er að þeim stóðu að verknaðinum verði refsað. Samkvæmt umfjöllun Guardian báru erlendir vígamenn á vegum íslamistasamtakanna Ansar al-Tawhid ábyrgð á ódæðinu. „Trénu verður komið aftur upp og það tendrað strax í fyrramálið,“ hefur Guardian eftir trúarleiðtoga innan hreyfingarinnar. Hayat Tahrir al-Sham, sem á rætur að rekja til hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hefur lofað að minnihlutahópar njóti verndar nýrra stjórnvalda. Sjá einnig: Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Ahmed al-Sharaa, leiðtogi Hayat Tahrir al-Sham, hefur sagst staðráðinn í því að sameina mismunandi fylkingar og hersveitir Sýrlands í eitt og heitið kosningum á næsta ári. Hann segir þó enn of snemmt að segja til um framtíð sýrlenskra stjórnvalda. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum náðist samkomulag milli ýmsra stríðandi fylkinga í dag og er stefnt að því að leysa upp vígahópa víða um landið. Markmiðið sé að sameina hópana í varnarmálaráðuneyti en óvíst er með framhaldið. Margir vígahópanna hafa gjörólíka sýn á framtíð landsins og takist það markmið er langt uppbyggingarferli framundan eftir þrettán ára borgarastyrjöld.
Sýrland Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. 16. desember 2024 14:09 Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
„Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11
Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. 16. desember 2024 14:09
Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51