Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2024 21:29 Fjöldi fólks hefur komið og lagt blóm við Johannis kirkju í Magdeburg til minningar um fórnarlömb árasar á jólamarkaði í borginni í gærkvöldi. AP/Michael Probst Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti Magdeburg í dag til að minnast þeirra sem féllu í mannskæðri árás þar í borg í gær og votta hinum særðu virðingu sína. Hann hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlítar. Á meðan fjöldi fólks, meðal annars fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar og viðbragðsaðilar, sóttu minningarathöfn í dómkirkjunni, létu mótmælendur eftir sér taka á götum borgarinnar. Minnst fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð særðir eftir að bíl var ekið á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Árásarmaðurinn er talinn hafa verið einn að verki. Þýski miðillinn Deutsche Welle segir frá minningarathöfn við dómkirkjuna í Magdeburg í kvöld þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast hinna látnu. Fram hefur komið í fréttum að hinn grunaði árásarmaður sé læknir frá Sádi-Arabíu sem hefur búið í Þýskalandi í allmörg ár. Þá er honum lýst sem stuðningsmanni stjórnmálaflokknum AfD, fjar-hægri stjórnmálaafls sem sumir segja halda uppi öfgafullum málflutningi. Á meðan syrgjendur komu saman í dómkirkjunni gekk hópur mótmælenda, fólk sem tilheyrir hinu svokallaða fjar-hægri, um götur borgarinnar og kyrjaði meðal annars „Við erum fólkið,“ og báru borða með skilaboðunum „heimaland“ og „heimflutningur“ að því er fram kemur í umfjöllun DW. Lögreglan áætlar að um þúsund mótmælendur hafi tekið þátt í göngunni. Hópur fjar-hægrimanna gekk um með borða í Magdeburg í kvöld. AP Auk Schols kanslara voru fleiri ráðamenn viðstaddir minningarathöfnina, meðal annars Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands. „Fólskuleg árás gærkvöldsins skilur okkur eftir sorgmædd og reið, hjálparlaus og óttaslegin, í óvissu og örvæntingarfull, orðlaus… við erum í áfalli og finnum fyrir afleiðingunum. Við erum hér í kirkjunni í kvöld með tilfinningar sem erfitt er að ná utan um,“ sagði Gerhard Feige biskup sem stýrði athöfninni. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Minnst fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð særðir eftir að bíl var ekið á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Árásarmaðurinn er talinn hafa verið einn að verki. Þýski miðillinn Deutsche Welle segir frá minningarathöfn við dómkirkjuna í Magdeburg í kvöld þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast hinna látnu. Fram hefur komið í fréttum að hinn grunaði árásarmaður sé læknir frá Sádi-Arabíu sem hefur búið í Þýskalandi í allmörg ár. Þá er honum lýst sem stuðningsmanni stjórnmálaflokknum AfD, fjar-hægri stjórnmálaafls sem sumir segja halda uppi öfgafullum málflutningi. Á meðan syrgjendur komu saman í dómkirkjunni gekk hópur mótmælenda, fólk sem tilheyrir hinu svokallaða fjar-hægri, um götur borgarinnar og kyrjaði meðal annars „Við erum fólkið,“ og báru borða með skilaboðunum „heimaland“ og „heimflutningur“ að því er fram kemur í umfjöllun DW. Lögreglan áætlar að um þúsund mótmælendur hafi tekið þátt í göngunni. Hópur fjar-hægrimanna gekk um með borða í Magdeburg í kvöld. AP Auk Schols kanslara voru fleiri ráðamenn viðstaddir minningarathöfnina, meðal annars Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands. „Fólskuleg árás gærkvöldsins skilur okkur eftir sorgmædd og reið, hjálparlaus og óttaslegin, í óvissu og örvæntingarfull, orðlaus… við erum í áfalli og finnum fyrir afleiðingunum. Við erum hér í kirkjunni í kvöld með tilfinningar sem erfitt er að ná utan um,“ sagði Gerhard Feige biskup sem stýrði athöfninni.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira