Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. desember 2024 23:55 Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson eiga heima rétt hjá jólamarkaðnum þar sem var ekið á tugi manna fyrr í kvöld. Myndin til hægri er tekin af Rannveigu. aðsend Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa átt heima í Magdeburg í þó nokkur ár en Gísli er byrjunarliðsmaður hjá handboltaliði Magdeburg. Eins og greint hefur verið frá eru minnst tveir látnir og um 70 manns slasaðir eftir að maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í borginni fyrr í kvöld. Tilviljun að þau hafi ekki verið á markaðnum Þau taka fram í samtali við Vísi að jólamarkaðurinn sé í um 300 metra fjarlægð frá heimili þeirra og að þau tíðki komur sínar þangað. Þau ítreka að hugur þeirra sé hjá fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra. Í raun réði tilviljun því að þau hafi ekki farið á jólamarkaðinn í kvöld. Að þeirra sögn voru þau í heimsókn hjá hjónunum Ómari Inga Magnússyni sem spilar einnig með Magdeburg og Hörpu Brynjarsdóttur fyrr í dag. Rannveig og Gísli hafi síðan ekið heim og ætlað að koma við á jólamarkaðnum en ákveðið að halda bara heim í staðinn. „Við ætluðum að fara og gera okkur glaðan dag en mjög ólíkt okkur þá bara endum við heima,“ segir Rannveig. „Ég var meira að segja búinn að bremsa bílinn og við ætluðum að snúa við og fara á svæðið þar sem jólamarkaðurinn er. Síðan atvikaðist það þannig að ég keyrði bara áfram. Við ætluðum kannski þá bara að labba á markaðinn,“ bætir Gísli við. Heyrði í öskrum út um gluggann Rannveig tekur fram að hún hafi fyrst heyrt af árásinni þegar að Harpa sendi á hana skilaboð með frétt um atvikið. „Og ég bara opna gluggana og þá heyrist bara í þyrlum og sjúkrabílum og í öskrum frá fólki. Ég hélt fyrst kannski að þetta hafi verið gamall maður sem hefði fengið slag og keyrt þess vegna á markaðinn. Manni dettur ekki í hug að þetta sé hryðjuverk. Ég fór inn í teppi og langaði heim.“ „Vorum þarna á hverjum degi“ Þau hafi bæði um leið byrjað að senda á vini og vandamenn í borginni til að athuga hvort það væri í lagi með alla sem þau þekkja. Enda er markaðurinn mjög vinsæll áfangastaður í borginni. Margir úr handboltaliðinu fái fjölskylduna í heimsókn yfir jólin og er þá fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Ég og mamma vorum þarna á hverjum einasta degi í viku í desember,“ segir Rannveig. „Þetta er líka staður sem að ég og Rannveig förum oft á á kvöldin, þetta er bara við hliðina á okkur. Þetta er okkar daglegi göngutúr,“ bætir Gísli við. Liðsfélaginn einn metra frá atvikinu Gísli segir að liðsfélagi hans hafi verið á jólamarkaðnum þegar að árásin átti sér stað og að litlu mátti muna að illa hafi farið fyrir honum. „Hann var einn metra frá þessu. Svo bara gerist þetta og hann rétt svo nær að stökkva til hliðar.“ Rannveig tekur fram að það sé ómetanlegt að hafa Ómar Inga og Hörpu í borginni og að það sé gott að finna fyrir stuðning frá öðrum Íslendingum á svæðinu. „Þessi samheldni í borginni er ótrúleg, það voru allir að athuga með alla. Eru allir í lagi? Allir að hringja og allir að láta vita að maður ætti ekki að fara niður í bæ,“ segir Rannveig. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa átt heima í Magdeburg í þó nokkur ár en Gísli er byrjunarliðsmaður hjá handboltaliði Magdeburg. Eins og greint hefur verið frá eru minnst tveir látnir og um 70 manns slasaðir eftir að maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í borginni fyrr í kvöld. Tilviljun að þau hafi ekki verið á markaðnum Þau taka fram í samtali við Vísi að jólamarkaðurinn sé í um 300 metra fjarlægð frá heimili þeirra og að þau tíðki komur sínar þangað. Þau ítreka að hugur þeirra sé hjá fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra. Í raun réði tilviljun því að þau hafi ekki farið á jólamarkaðinn í kvöld. Að þeirra sögn voru þau í heimsókn hjá hjónunum Ómari Inga Magnússyni sem spilar einnig með Magdeburg og Hörpu Brynjarsdóttur fyrr í dag. Rannveig og Gísli hafi síðan ekið heim og ætlað að koma við á jólamarkaðnum en ákveðið að halda bara heim í staðinn. „Við ætluðum að fara og gera okkur glaðan dag en mjög ólíkt okkur þá bara endum við heima,“ segir Rannveig. „Ég var meira að segja búinn að bremsa bílinn og við ætluðum að snúa við og fara á svæðið þar sem jólamarkaðurinn er. Síðan atvikaðist það þannig að ég keyrði bara áfram. Við ætluðum kannski þá bara að labba á markaðinn,“ bætir Gísli við. Heyrði í öskrum út um gluggann Rannveig tekur fram að hún hafi fyrst heyrt af árásinni þegar að Harpa sendi á hana skilaboð með frétt um atvikið. „Og ég bara opna gluggana og þá heyrist bara í þyrlum og sjúkrabílum og í öskrum frá fólki. Ég hélt fyrst kannski að þetta hafi verið gamall maður sem hefði fengið slag og keyrt þess vegna á markaðinn. Manni dettur ekki í hug að þetta sé hryðjuverk. Ég fór inn í teppi og langaði heim.“ „Vorum þarna á hverjum degi“ Þau hafi bæði um leið byrjað að senda á vini og vandamenn í borginni til að athuga hvort það væri í lagi með alla sem þau þekkja. Enda er markaðurinn mjög vinsæll áfangastaður í borginni. Margir úr handboltaliðinu fái fjölskylduna í heimsókn yfir jólin og er þá fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Ég og mamma vorum þarna á hverjum einasta degi í viku í desember,“ segir Rannveig. „Þetta er líka staður sem að ég og Rannveig förum oft á á kvöldin, þetta er bara við hliðina á okkur. Þetta er okkar daglegi göngutúr,“ bætir Gísli við. Liðsfélaginn einn metra frá atvikinu Gísli segir að liðsfélagi hans hafi verið á jólamarkaðnum þegar að árásin átti sér stað og að litlu mátti muna að illa hafi farið fyrir honum. „Hann var einn metra frá þessu. Svo bara gerist þetta og hann rétt svo nær að stökkva til hliðar.“ Rannveig tekur fram að það sé ómetanlegt að hafa Ómar Inga og Hörpu í borginni og að það sé gott að finna fyrir stuðning frá öðrum Íslendingum á svæðinu. „Þessi samheldni í borginni er ótrúleg, það voru allir að athuga með alla. Eru allir í lagi? Allir að hringja og allir að láta vita að maður ætti ekki að fara niður í bæ,“ segir Rannveig.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira