Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2024 07:31 Rúmlega sextíu eru særðir og þar af fimmtán alvarlega. Tveir eru látnir. AP/Sebastian Kahnert Lögreglan í Þýskalandi segir að maðurinn sem ók bíl inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg sé fimmtugur og upprunalega frá Sádi-Arabíu. Hann er sagður hafa starfað sem læknir í Þýskalandi um árabil og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Læknirinn ók BMW um fjögur hundruð metra í gegnum jólamarkaðinn á miklum hraða og á fjölda fólks. Tveir eru látnir og þar á meðal eitt ungabarn en rúmlega sextíu eru særðir og þar af að minnsta kosti fimmtán alvarlega. Sjá einnig: Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Heimildarmaður Reuters í Sádi-Arabíu segir að yfirvöld þar hafi varað yfirvöld í Þýskalandi við lækninum, sem sagður er heita Taleb Abdul Jawad, eftir að hann ku hafa deilt öfgafullum skoðunum á X (Twitter). Þá hefur fréttaveitan eftir þýska miðlinum Spiegel að Jawad hafi aðhyllst stjórnmálaflokkinn AfD, eða Valkost fyrir Þýskaland. Það er fjarhægri flokkur en leiðtogar hans hafa verið sakaðir um miklar öfgar á undanförnum mánuðum og stendur meðal annars gegn fjölgun innflytjenda í Þýskalandi. Jawad er talinn hafa verið einn að verki en hann hefur búið og unnið í Þýskalandi frá árinu 2006. Í grein Berliner Zeitung segir að á samfélagsmiðlum hans megi sjá að hann styðji AfD og að honum virðist verulega illa við íslam en á sama tíma hefur hann lýst yfir mikilli andstöðu við það hvernig komið er fram við flóttafólk frá Mið-Austurlöndum í Þýskalandi. Spigel segir greiningu á færslum mannsins á samfélagsmiðlum sýna fram á aðdáun á bandaríska samsæringnum Alex Jones, breska öfgamanninum Tommy Robinson og auðjöfrinum Elon Musk. Hann hefur meðal annars sagt að allt sem þeir hafi sagt um íslamsvæðingu Vesturlanda sé rétt. Átta ár eru frá því maður frá Túnis ók sendiferðabíl gegnum jólamarkað í Berlín en þá dóu tólf manns. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Læknirinn ók BMW um fjögur hundruð metra í gegnum jólamarkaðinn á miklum hraða og á fjölda fólks. Tveir eru látnir og þar á meðal eitt ungabarn en rúmlega sextíu eru særðir og þar af að minnsta kosti fimmtán alvarlega. Sjá einnig: Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Heimildarmaður Reuters í Sádi-Arabíu segir að yfirvöld þar hafi varað yfirvöld í Þýskalandi við lækninum, sem sagður er heita Taleb Abdul Jawad, eftir að hann ku hafa deilt öfgafullum skoðunum á X (Twitter). Þá hefur fréttaveitan eftir þýska miðlinum Spiegel að Jawad hafi aðhyllst stjórnmálaflokkinn AfD, eða Valkost fyrir Þýskaland. Það er fjarhægri flokkur en leiðtogar hans hafa verið sakaðir um miklar öfgar á undanförnum mánuðum og stendur meðal annars gegn fjölgun innflytjenda í Þýskalandi. Jawad er talinn hafa verið einn að verki en hann hefur búið og unnið í Þýskalandi frá árinu 2006. Í grein Berliner Zeitung segir að á samfélagsmiðlum hans megi sjá að hann styðji AfD og að honum virðist verulega illa við íslam en á sama tíma hefur hann lýst yfir mikilli andstöðu við það hvernig komið er fram við flóttafólk frá Mið-Austurlöndum í Þýskalandi. Spigel segir greiningu á færslum mannsins á samfélagsmiðlum sýna fram á aðdáun á bandaríska samsæringnum Alex Jones, breska öfgamanninum Tommy Robinson og auðjöfrinum Elon Musk. Hann hefur meðal annars sagt að allt sem þeir hafi sagt um íslamsvæðingu Vesturlanda sé rétt. Átta ár eru frá því maður frá Túnis ók sendiferðabíl gegnum jólamarkað í Berlín en þá dóu tólf manns.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira