Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. desember 2024 19:40 Frá vettvangi. AP/Dörthe Hein Bifreið var ekið á hóp fólks sem var samankomið á jólamarkaði í borginni Magdeburg í Þýskalandi klukkan 19.04 í kvöld. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir annarra slasaðir. Samkvæmt þýsku fréttastofunni Spiegel var svörtum BMW keyrt á ofsafengnum hraða um 400 metra spöl á tugi gangandi vegfarenda á jólamarkaðnum. Samkvæmt fyrstu fregnum frá vettvangi var talið að einn væri látinn en nú hefur tala látinna risið. Barn er meðal þeirra látnu. Ekki er hægt að útiloka að fleiri hafi látist. Samkvæmt fréttaveitu AFP eru um það bil 60 til 80 manns slasaðir en fimmtán af þeim alvarlega. Matthias Schuppe, talsmaður stjórnvalda í Þýskalandi sagði í tilkynningu að líklegast væri um skipulagða árás að ræða. Myndskeiðið hér fyrir neðan er frá vettvangi og virðist sýna handtöku ökumannsins. Samkvæmt heimildarmanni Spiegel er ökumaðurinn 50 ára frá Sádí Arabíu og sagt er að hann hafi starfað sem læknir í Þýskalandi frá árinu 2006. Maðurinn var einn að verki. Reportedly the footage of the arrest. https://t.co/uVrKGIq5zu pic.twitter.com/brBhSMD19V— Clash Report (@clashreport) December 20, 2024 Jólamarkaðurinn er við ráðhús borgarinnar og er sagt að ökumaðurinn hafi keyrt í beina átt að ráðhúsinu. Myndefni frá vettvangi hafa farið í dreifingu á netinu sem sýnir tugi manna liggja á jörðinni eftir atvikið. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi. Biðlað er til fólks að yfirgefa miðborgina. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði í færslu á X að hugur hans væri hjá fórnarlömbum árásarinnar. „Fyrstu fregnir frá Magdeburg fá okkur til að óttast það versta,“ skrifaði hann og þakkaði öllum viðbragðsaðilum fyrir vel unnin störf. Die Meldungen aus Magdeburg lassen Schlimmes erahnen.Meine Gedanken sind bei den Opfern und ihren Angehörigen. Wir stehen an ihrer Seite und an der Seite der Magdeburgerinnen und Magdeburger. Mein Dank gilt den engagierten Rettungskräften in diesen bangen Stunden.— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) December 20, 2024 Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir í samtali við fréttastofu að enginn Íslendingur hafi haft samband við borgaraþjónustuna og óskað eftir aðstoð eins og stendur. Mikil viðbúnnaður er á vettvangi. Viðbragðsaðilar hlúa að tugi manna.AP/Dörthe Hein Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Samkvæmt þýsku fréttastofunni Spiegel var svörtum BMW keyrt á ofsafengnum hraða um 400 metra spöl á tugi gangandi vegfarenda á jólamarkaðnum. Samkvæmt fyrstu fregnum frá vettvangi var talið að einn væri látinn en nú hefur tala látinna risið. Barn er meðal þeirra látnu. Ekki er hægt að útiloka að fleiri hafi látist. Samkvæmt fréttaveitu AFP eru um það bil 60 til 80 manns slasaðir en fimmtán af þeim alvarlega. Matthias Schuppe, talsmaður stjórnvalda í Þýskalandi sagði í tilkynningu að líklegast væri um skipulagða árás að ræða. Myndskeiðið hér fyrir neðan er frá vettvangi og virðist sýna handtöku ökumannsins. Samkvæmt heimildarmanni Spiegel er ökumaðurinn 50 ára frá Sádí Arabíu og sagt er að hann hafi starfað sem læknir í Þýskalandi frá árinu 2006. Maðurinn var einn að verki. Reportedly the footage of the arrest. https://t.co/uVrKGIq5zu pic.twitter.com/brBhSMD19V— Clash Report (@clashreport) December 20, 2024 Jólamarkaðurinn er við ráðhús borgarinnar og er sagt að ökumaðurinn hafi keyrt í beina átt að ráðhúsinu. Myndefni frá vettvangi hafa farið í dreifingu á netinu sem sýnir tugi manna liggja á jörðinni eftir atvikið. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi. Biðlað er til fólks að yfirgefa miðborgina. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði í færslu á X að hugur hans væri hjá fórnarlömbum árásarinnar. „Fyrstu fregnir frá Magdeburg fá okkur til að óttast það versta,“ skrifaði hann og þakkaði öllum viðbragðsaðilum fyrir vel unnin störf. Die Meldungen aus Magdeburg lassen Schlimmes erahnen.Meine Gedanken sind bei den Opfern und ihren Angehörigen. Wir stehen an ihrer Seite und an der Seite der Magdeburgerinnen und Magdeburger. Mein Dank gilt den engagierten Rettungskräften in diesen bangen Stunden.— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) December 20, 2024 Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir í samtali við fréttastofu að enginn Íslendingur hafi haft samband við borgaraþjónustuna og óskað eftir aðstoð eins og stendur. Mikil viðbúnnaður er á vettvangi. Viðbragðsaðilar hlúa að tugi manna.AP/Dörthe Hein
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira