Ekki áfellisdómur yfir nefndinni 27. júlí 2004 00:01 Stjórnarmaður í eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja vísar því alfarið á bug að nefndin eigi að bera halla af því að hafa ekki, sem skyldi, séð um fjárreiður eftirmenntunarsjóðsins og fylgst með verkum fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Hann segist ekki líta svo á að dómur Héraðsdóms frá í gær sé áfellisdómur yfir starfi nefndarinnar. Héraðsdómur sýknaði í gær Jón Árna Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna af svokölluðu endurmenntunargjaldi, sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði, meðan hann gegndi starfi skólastjórans á tímabilinu 1994 til 2001. Hann var hins vegar fundinn sekur um skjalafals og dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa breytt fjárhæð á pöntunareyðiblaði, úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund. Dómurinn nú er ekki hvað síst athyglisverður fyrir þær sakir að í maí í fyrra dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur í einkamáli, sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði gegn skólastjóranum fyrrverandi, og var hann þá dæmdur til þess að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna. Í dóminum frá í gær segir meðal annars að samræmingu og eftirlit hafi skort í ákvörðun um launagreiðslur til hans af hálfu nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja. Það hafi ótvírætt verið í verkahring þeirra að fylgjast með verkum ákærða og sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs, en þessu hafi ekki verið fylgt og af því yrði eftirmenntunarnefndin að bera halla. Sveinn Jónsson, stjórnarmaður í nefndinni á þeim tíma þegar Jón Árni var skólastjóri Rafiðnaðarskólans, vísar þessu algjörlega á bug. Hann segir nefndina vera skipaða fjórum mönnum sem eru félagskosnir, tveimur frá félögum launþega og tveimur frá félögum atvinnurekenda, og að hlutverk þeirra í endurmenntunarnefdinni sé faglegt en ekki fjármálalegt. Að sögn Sveins tók Rafiðnaðarskólinni við rekstrarformi nefndarinnar árið 1993 og þá hafi Jón Árni farið á launaskrá hjá skólanum. Eftir það hafi nefndin ekki haft nein fjárráð eða bókhald með höndum. Í yfirlýsingu frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, vegna málsins segir að það hljóti að vera mönnum umhugsunarefni að nú liggi fyrir tveir ólíkir dómar í málinu en þetta séu verkefni sem Hæstiréttur verði að kveða á um. Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á að skólastjórinn fyrrverandi, sem dæmdur var fyrir skjalafals, haldi því fram að um sé að ræða launagreiðslur en engir launamiðar hafi verið lagðir fram og ekkert hafi verið gefið upp til skatts. Auk þess er bent á að Jón Árni hafi tilkynnt skattstjóra það sérstaklega árið 1993 að eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja væri ekki launagreiðandi. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Jónsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Stjórnarmaður í eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja vísar því alfarið á bug að nefndin eigi að bera halla af því að hafa ekki, sem skyldi, séð um fjárreiður eftirmenntunarsjóðsins og fylgst með verkum fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Hann segist ekki líta svo á að dómur Héraðsdóms frá í gær sé áfellisdómur yfir starfi nefndarinnar. Héraðsdómur sýknaði í gær Jón Árna Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna af svokölluðu endurmenntunargjaldi, sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði, meðan hann gegndi starfi skólastjórans á tímabilinu 1994 til 2001. Hann var hins vegar fundinn sekur um skjalafals og dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa breytt fjárhæð á pöntunareyðiblaði, úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund. Dómurinn nú er ekki hvað síst athyglisverður fyrir þær sakir að í maí í fyrra dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur í einkamáli, sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði gegn skólastjóranum fyrrverandi, og var hann þá dæmdur til þess að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna. Í dóminum frá í gær segir meðal annars að samræmingu og eftirlit hafi skort í ákvörðun um launagreiðslur til hans af hálfu nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja. Það hafi ótvírætt verið í verkahring þeirra að fylgjast með verkum ákærða og sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs, en þessu hafi ekki verið fylgt og af því yrði eftirmenntunarnefndin að bera halla. Sveinn Jónsson, stjórnarmaður í nefndinni á þeim tíma þegar Jón Árni var skólastjóri Rafiðnaðarskólans, vísar þessu algjörlega á bug. Hann segir nefndina vera skipaða fjórum mönnum sem eru félagskosnir, tveimur frá félögum launþega og tveimur frá félögum atvinnurekenda, og að hlutverk þeirra í endurmenntunarnefdinni sé faglegt en ekki fjármálalegt. Að sögn Sveins tók Rafiðnaðarskólinni við rekstrarformi nefndarinnar árið 1993 og þá hafi Jón Árni farið á launaskrá hjá skólanum. Eftir það hafi nefndin ekki haft nein fjárráð eða bókhald með höndum. Í yfirlýsingu frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, vegna málsins segir að það hljóti að vera mönnum umhugsunarefni að nú liggi fyrir tveir ólíkir dómar í málinu en þetta séu verkefni sem Hæstiréttur verði að kveða á um. Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á að skólastjórinn fyrrverandi, sem dæmdur var fyrir skjalafals, haldi því fram að um sé að ræða launagreiðslur en engir launamiðar hafi verið lagðir fram og ekkert hafi verið gefið upp til skatts. Auk þess er bent á að Jón Árni hafi tilkynnt skattstjóra það sérstaklega árið 1993 að eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja væri ekki launagreiðandi. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Jónsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira