Fyrrverandi skólastjóri sýknaður 26. júlí 2004 00:01 Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa svikið tæplega 29 milljónir króna frá skólanum. Hann var hinsvegar dæmur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 450 þúsund krónur frá Viðskipta- og tölvuskólanum. Maðurinn var ákærður í tveimur meginliðum og var fyrri ákæran miklu umfangsmeiri. Samkvæmt henni dró skólastjórinn fyrrverandi sér 28,7 milljónir króna af endurmenntunargjaldi sem vinnuveitendur í rafiðnaði greiða til skólans. Maðurinn lýsti sig ávallt saklausan og taldi sig hafa samið um þessar greiðslur sem launauppbót með fullu samþykki stjórnar endurmenntunarsjóðsins. Skólastjórinn fyrrverandi hafði áður tapað einkamáli og verið dæmdur til þess að endurgreiða rösklega 30 milljónir króna. Nú hins vegar vann hann málið í Héraðsdómi en það verður ekki til lykta leitt fyrr en í Hæstarétti. Í fyrrnefndu einkamáli var hann dæmdur til að endurgreiða þessa upphæð, og raunar meira til, en Héraðsdómur tekur undir rök skólastjórans fyrrverandi og sýknar hann af þeirri ákæru. Héraðsdómur gengur reyndar lengra og varpar ábyrgðinni á nefndina. Í dómnum segir orðrétt: „Það var ótvírætt í verkahring nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja að fylgjast með verkum ákærða, ákvarða honum laun hjá eftirmenntunarnefndinni og sjá til þess að launasamningi yrði sagt upp ef ástæða væri til. Þeim bar að sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs samkvæmt ákvæði 2 í samstarfssamningi og höfðu ráðstöfunarrétt yfir sjóðnum samkvæmt ákvæði 3.3 í sama samningi. Þessu var ekki fylgt, en af því verður eftirmenntunarnefndin að bera halla. Ákærði leyndi ekki launagreiðslum til sín og áttu nefndarmenn þess jafnan kost að fara yfir fjármál nefndarinnar, svo sem þeim bar skylda til.“ Þarna er því þungur áfellisdómur yfir nefndarmönnum. Maðurinn var hins vegar dæmdur fyrir, sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa breytt ávísun og falsað kvittun fyrir málverk, sem hann tók við fyrir hönd skólans. Nemur greiðslan 450 þúsund krónum og skal hann endurgreiða hana, auk þess að greiða lögmanni sínum 1/ 10 af málskostnaði, en 9 / 10 greiðast úr ríkissjóði enda fyrri ákæra mun viðameiri. Fyrir þetta hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en refsing fellur niður með öllu, haldi hann skilorð í tvö ár. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeim hluta dómsins verður áfrýjað. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa svikið tæplega 29 milljónir króna frá skólanum. Hann var hinsvegar dæmur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 450 þúsund krónur frá Viðskipta- og tölvuskólanum. Maðurinn var ákærður í tveimur meginliðum og var fyrri ákæran miklu umfangsmeiri. Samkvæmt henni dró skólastjórinn fyrrverandi sér 28,7 milljónir króna af endurmenntunargjaldi sem vinnuveitendur í rafiðnaði greiða til skólans. Maðurinn lýsti sig ávallt saklausan og taldi sig hafa samið um þessar greiðslur sem launauppbót með fullu samþykki stjórnar endurmenntunarsjóðsins. Skólastjórinn fyrrverandi hafði áður tapað einkamáli og verið dæmdur til þess að endurgreiða rösklega 30 milljónir króna. Nú hins vegar vann hann málið í Héraðsdómi en það verður ekki til lykta leitt fyrr en í Hæstarétti. Í fyrrnefndu einkamáli var hann dæmdur til að endurgreiða þessa upphæð, og raunar meira til, en Héraðsdómur tekur undir rök skólastjórans fyrrverandi og sýknar hann af þeirri ákæru. Héraðsdómur gengur reyndar lengra og varpar ábyrgðinni á nefndina. Í dómnum segir orðrétt: „Það var ótvírætt í verkahring nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja að fylgjast með verkum ákærða, ákvarða honum laun hjá eftirmenntunarnefndinni og sjá til þess að launasamningi yrði sagt upp ef ástæða væri til. Þeim bar að sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs samkvæmt ákvæði 2 í samstarfssamningi og höfðu ráðstöfunarrétt yfir sjóðnum samkvæmt ákvæði 3.3 í sama samningi. Þessu var ekki fylgt, en af því verður eftirmenntunarnefndin að bera halla. Ákærði leyndi ekki launagreiðslum til sín og áttu nefndarmenn þess jafnan kost að fara yfir fjármál nefndarinnar, svo sem þeim bar skylda til.“ Þarna er því þungur áfellisdómur yfir nefndarmönnum. Maðurinn var hins vegar dæmdur fyrir, sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa breytt ávísun og falsað kvittun fyrir málverk, sem hann tók við fyrir hönd skólans. Nemur greiðslan 450 þúsund krónum og skal hann endurgreiða hana, auk þess að greiða lögmanni sínum 1/ 10 af málskostnaði, en 9 / 10 greiðast úr ríkissjóði enda fyrri ákæra mun viðameiri. Fyrir þetta hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en refsing fellur niður með öllu, haldi hann skilorð í tvö ár. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeim hluta dómsins verður áfrýjað.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira